Tuesday, January 26, 2010

Bjarnfreðarson


Þessi mynd er leikstýrð af Ragnari Bragasyni og er framhald af sjónvarpsseríunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Hún var fyrir mér eins konar uppgjör þeirra og endalok. Ég er ekki búin að sjá neinn þátt í Fangavaktinni og bjóst því við að skilja ekki alveg söguþráðinn, en annað kom á daginn. Ég segi nú ekki að það hefði verið eins gaman ef ég hefði ekki séð neinn þátt en það var ekkert nauðsynlegt að hafa séð þá alla! Þetta er að mínu mati stór kostur við myndina Bjarnfreðarson.
Hún fjallar um þegar Georg Bjarnfreðarson losnar út úr fangelsi og þarf að hefja nýtt líf. Hann leitar til vinar síns Daníels en hjá honum býr einmitt Ólafur Ragnar. Þessar persónur eru auðvitað það sem gerir myndina og þættina svona góða. Þeir eru allt, allt öðruvísi en hvor annar bæði í útliti og hegðun. Myndin fjallar svo aðallega um það þegar Georg áttar sig fljótlega á því að hans sýn á lífinu er fáránleg og orsakast aðallega af móður hans, Bjarnfreði. Enn önnur persónan sem er öðruvísi en hinar en mér finnst þær samt svolítið of ýktar. Kannski þegar maður er búin að horfa á svona mikið af efni um þessar persónur verður það svolítið þreytt. Þetta var samt góður endir á þessum þáttum. Myndin var miklu dramantískari en þættirnir. Í fyrsta skiptið í öllum þáttunum, eftir að hafa hatað Georg allan tímann, þá byrjaði maður að vorkenna honum. Georg var líka ansi mikið í aðalhlutverki í myndinni svo það er ekki skrítið að grínið hafi minnkað smá, en það voru mörg atriði ansi góð! Eins og þegar konan hans Daníels var að syngja með fatlaða bróðir sínum í matarboðinu bókstaflega öskraði ég úr hlátri.

Söguþráðurinn var svosem ágætur en frekar hægur. Fannst eins og fyrir hlé að það væri voða lítið búið að gerast. Man að ég hugsaði að eina spennandi við hana þá var að vita hvernig Daníel ætlaði að redda sér út úr því að þykjast útskrifast sem læknir. En hún var töluvert betri eftir hlé að mínu mati. Það sem er líka búið að einkenna þættina tókst vel í myndinni, en það er að gera mann vandræðalegan. Það er eins og það sé keppni milli persónanna hvor gerir mann vandræðalegan. Georg með kjánaleg móment eins og þegar hann var að reyna vera góður við Ólaf en endaði á því að vera eins og kærastinn hans, Ólafur að vera bara misheppnaður yfir höfuð og svo Daníel fyrir endalausu lygarnar og fyrir að vera ein óákveðnasta manneskja landsins.

Myndatakan í þessari mynd er góð en það sem er betra við þessa mynd er hljóðið. Alveg eins og Ragnar sagði þá einblínir hann vel á að hafa hljóðið skýrt. Það meikar mjög mikið sens. Allavega fann ég stóran mun á Bjarnfreðarson og Jóhannesi útaf hljóðinu. Þetta eru kannski ekki sambærilegar myndir þar sem fjármagnið fyrir Bjarnfreðarson var töluvert meira, en samt á það ekki að skipta svo miklu um hljóðið. Eins og hann sagði þá vandaði hann líka upptöku ´hljóði í Börn og Foreldrar sem voru kostuðu mun minna en Jóhannes. Að hljóðið passi ekki við myndatökuna, er eins og hann sagði, mjög truflandi fyrir undirmeðvitundina og mættu íslenskir kvikmyndagerðarmenn alveg athuga þetta..

En þetta er sem sagt ágætur lokakafli af sögu þremenninganna. Ég er alveg spennt að sjá hvernig þessi nýja sería sem Ragnar Braga var að tala um að gera með sama genginu, útkoman verður örugglega góð. Verð líka að viðurkenna að mér fannst skemmtilegast að tala við Ragnar um myndina miðað við hina leikstjórana, held ég hafi allavega lært mest af honum!

1 comment: