Friday, April 16, 2010

Den eneste ene

Horfði á þessa í síðustu viku. Þetta er held ég 5. danska myndin sem ég blogga um, en það er nú einföld skýring á því, ég er í dönsku vali og við gerum fátt annað en að horfa á bíómyndir.


Allavega þessi mynd er frá leikstjóranum Susanne Bier sem gerði líka myndina Elsker dig for efvigt, mynd sem ég skrifaði um fyrir jól.
Den eneste ene fjallar um tvö pör sem eru bæði að reyna eignast börn. Annað virkar frekar eldra, Lizzie og Niller,en hitt og getur ekki eignast börn út af ástæðu sem ég skildi ekki, því þetta var á dönsku. Hitt parið, Sus og Sonny, getur heldur ekki eignast börn því konan segir að hún geti það ekki, en í rauninni heldur hún að þessi heiti ítalski maður sem hún er með muni fara frá henni ef hún verðu ólétt og feit. Myndin byrjar svolítið skemmtilega og uppbygging hennar er góð. Sýnir pörin tvö í upphafi hjá sitthvorum lækninum. Svo fara þau heim og fyrra parið fær að ættleiða en hitt auðvitað ekki. Svo fylgjumst við með þeim í lífi sínu. Þá lærir maður að hata þessa Liizzie sem er fáránlega stjórnsöm og asnaleg. Hún á líka systur sem heitir Mulle og er enn verri en systir sín! Þau enda á að ættleiða svo litla stelpu frá Afríku sem heitir Mgala.
Hjá Sonny og Sus byrjar maður að hata karlinn í sambandinu. Sonny er að halda framhjá Sus sem verður að lokum ólétt og kemst þá að því að hann sé að halda framhja´sér með einum að kúnnunum sínum en Sus vinnur á snyrtistofu. Líf paranna tveggja fléttast svo skemmtilega saman í byrjun og aftur í lokin og úr veður heldur klisjuleg rómantísk gamanmynd, en hver er það ekki ef myndin er flokkuð sem rómantísk gamanmynd?

Söguþráðurinn er fínn, kannski ekki spennandi en það gerist alveg eitthvað í þessari. Kannski eina að risið í sögunni er ekkert svakalega hátt enda er frekar fyrirsjáanlegt hvað á eftir að gerast. Hafði eflaust áhrif á álit mitt að ég horfði á hana með 10 örðum stelpum. Þá verður hún betri því það er hlegið meira að kjánalegum brandörum og svona meiri innlifun í myndina.

Tónlistin í myndinni passaði líka vel við. Held hún hafi meira að segja verið tilnefnd til Grammy verðlauna! Skemmtilegar andstæður líka í myndinni en samt sem áður hliðstæður í senn. Þessar dönsku myndir sem ég hef séð í vetur eru MJÖG mismunandi en af þeim rómantísku sem ég hef séð verð ég að segja þessa þá bestu. Allavega samanborið við hina myndina frá Susanne Bier er Den eneste ene bara óskarsverðlaunin!

Leikararnir eru kannski ekkert með neinn stjörnuleik. Helst þá sú sem leikur Sus en það er Sidse Babett Knudsen. Hún lék einmitt líka í Blå mænd sem ég hef bloggað áður um þar sem hú var langbest þar. Hún er kannski í aðeins alvarlegra hlutverki þarna en náði samt að vera mjög fyndin inná milli.

Fyndinn titillinn á þessari samt, svolítil kaldhæðni að hann þýðir sá eini sanni eða sú eina sanna, því það er einmitt þveröfugt við myndina þar sem enginn hefur fundið sinn eina sanna.

1 comment: