Friday, December 4, 2009

Örblogg-Whose line is it anyway?


Ég ætla blogga eitt stutt hérna um uppáhalds þáttinn minn í þessu. En ég var eiginlega að enduruppgötva þá í síðasta mánuði. Hann heitir Whose line is it anyway? og er spunaþáttur. Ég horfði á marga af þeim fyrir svona 5 árum þegar þeir voru sýndir á daginn á stöð 2 en hef ekkert horft á þá síðan þangað til fyrir semsagt mánuði. Þeir voru í gangi frá árinu 1998 þar til 2006 og það voru gerðir 130 þættir í Bandaríkjunum. Ég er ætla bara að fjalla um þá en það er líka til breska whose line..

Þættirnir fara þannig fram að Drew Carey er þáttastjórnandinn . Hann hefur með sér 4 gesti sem gera spuna í ýmsu formi. Þessir gestir eru yfirleitt þeir sömu, Ryan Stiles og Colin Mochrie eru eiginlega alltaf og oftast söngsnillingurinn Wayne Brady. Síðan eru nokkrir eins og Brad Sherwood, Greg Proops og Charles Esten í mörgum þáttum og svo koma fyrir nokkrir gesta leikarar, t.d. Whoopi Goldberg.

Drew segir svo einhverja tegund af spuna og segir hverjir taka þátt í honum. Þá stíga þeir fram og fá yfirleitt eihverja tillögu úr salnum með einhvern hlut eða atvinnu eða hvað sem er og svo er framkvæmdur spuni sem nánast undantekningalaus er fáránlega fyndinn.

Dæmi um þessar spuna eru: Scenes from a hat: þar sem Drew dregur upp miða með spuna á sem áhorfendur hafa skrifað, upp úr hatti, og hinir leikararnir þurfa að túlka. T.d. lélegt umræðuefni á fyrsta stefnumóti og svo reyna hinir leikararnir að koma með eitthvað fyndið umræðuefni.
Annað dæmi er Hoedown þegar einn syngur í einu um eitthvað sem áhorfendur stinga uppá t.d. var einu sinni hoedown um „Going bald“ og þá þurfa þeir að syngja um það með undirspil frá píanó leikararnum Laura Hall sem er alltaf í þáttunum. Það getur verið ógeðslega fyndið og er eiginlega mitt uppáhalds. Aðrir spunar eru t.d. Props, dubbing, sound effects, songstiles og helping hands (sem er líka ógeðslega fyndið!)

Mæli sem sagt með þessum þáttum fyrir alla þá sem finnst gaman að því að hlæja!
Hér er eitt gott:

Death at a Funeral, handrit



Gerði loksins handritaverkefnið sem var sett fyrir löng. Fann ekkert handrit af mynd sem ég á og það var búin að vera í svolitlu veseni með að finna tíma til að gera þetta. Eins gott ég tók mér tíma í þetta því þetta er ansi tímafrekt verkefni! En ég hef ekki lesið mörg handrit í gegnum ævina. Eiginlega bara ekkert nema af leikritum svo ég get lítið verið að bera þetta saman við önnur sem ég hef lesið.

En myndin fjallar sem sagt um mann sem heitir Daniel og er giftur konu sem heitir Jane. Þau búa í húsi sem pabbi hans átti. Myndin gerist á einum degi. Dagurinn sem pabbi Daniels er jarðaður. Hún byrjar þannig að komið er með kistuna og í henni er rangur maður, sem er svona húmorinn í gegnum myndina. Flest allt sem fer úrskeiðis og lætur manni líða svona vandræðalega og langa að öskra „NEI, kommon! Ekki gera þetta!!“. Allavega, þá er Daniel að taka á móti öllum vinum sínum og vandamönnum. Þar á meðal er frægi, sjálfumglaði og sjálfselski bróðir hans Robert. Hann er rithöfundur og er alltaf að velta bróðir sínum upp úr því að honum vegni vel en Daniel ekki. Svo er það frændi hans Alfie sem er í hjólastól og er örugglega önugasta og leiðinlegasti karekter sem til er, sem verður mjög fyndið þegar líður á myndina. Það fyrsta sem ég tók eftir með handritið við hlið myndarinnar var að hann er ekki alltaf með sömu setningar og í myndinni sem varð yfirleitt skemmtilegra fyrir vikið. En til að segja áfram frá myndinni er síðan enn fleiri karakterar skrautlegir sem koma til sögunnar t.d. misheppni vinurinn, maðurinn sem kom í jarðaförina aðeins til að sofa hjá frænku Daniels, kærasti frænkunnar sem tók óvart eiturlyf í staðinn fyrir valíum og svo fannst mér líka presturinn eitthvað vera vafasamur, frekar hommalegur og hikandi og alltaf að drífa sig eitthvert. Ég bjóst við að skilja eitthvað meira í þessari persónu (prestinum) við það að lesa handritið en það var ekkert meiri karakter lýsingar en komu fram. Svo er það sem heldur sögunni gangandi og er aðal plottið en það er dvergurinn sem enginn virðist kannast við en kom svo í ljós að hann þekkti pabbann, mjög vel!

Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um að hafa lesið handritið, þetta er ekki beint flóknasta mynd sem ég hef séð svo. Ég hefði kannski mátt velja mér einverja betri mynd, en það er of seint að gera þetta aftur núna! Samtölunum var bara nokkuð vel fylgt eftir og söguþráðurinn alveg eins. Persónurnar eru líka aðalatriðið í þessari mynd. Fyndið hvernig þær skiptast á að halda sögunni uppi og koma með hvert annað atvik á fætur öðrum. Fyrst Alfie sem mætir of seint og tefur jarðaförina, síðan maðurinn á eiturlyfjum, dvergurinn sem mútar þeim, atvikið allt með hann og svo framvegis.

Nú kemur smá spoiler. En það að dvergurinn hafi verið elskhugi gamla karlsins er mjög fyndin hugmynd og svo reyna að græða pening á því að múta þeim. Honum er svo gefið það sem Daniel og þeir halda að sé valíum en gefa honum líka eiturlyf. Svo rekur hann hausinn í og þeir halda að hann hafi dáið! Þetta getur ekki flokkast sem neitt annað en klassa söguþráður. Lausnin sem þeir koma svo upp með til að losa sig við dverginn er að trufla hina og setja hann í kistuna með pabbanum.

Mér fannst þetta samt frekar tíbýsk grínmynd þar sem karakterarnir eru svona mikið aðalhlutverk og söguþráðurinn stuttur. Það fer því yfirleitt eftir því hvort leikararnir eru góðir hvort myndin sé góð. Í þessu tilfelli eru leikararnir mjög vel valdir og myndin nær því vel þessum svarta breska húmor sem mér finnst mjög fyndinn. Leikarinn sem leikur Daniel er sannfærandi sem óákveðni og leiði náunginn sem á við peningavandamál að stríða og hefur misst faðir sinn, er kúgaður og á bara almennt bágt. Allavega fær hann mína samúð í þessari mynd. Bróðir hans er ömurlegur við hann, neitar að borga honum peninginn sem hann skuldar honum og fær ekkert kredit fyrir skáldsögurnar sem hann gefur út.

Hinn leikarinn sem mér greip mína athygli var Alan Tudyk sem leikur Simon, kærasta frænkunnar sem tekur óvart eiturlyfin. Hann lék líka í Dodgeball frekar veruleikafirrtan einstakling svo hann ætti að þekkja þetta. Hann er líka ótrúlega fyndinn í þessari mynd og nær því aðeins of vel að vera útúrdópaði ruglhausinn sem ræður ekkert við sig. Hann var samt alveg eins í handritinu, fannst hann reyndar bara ýktari og fyndnari í myndinni!
Myndatakan er mjög fín í þessari mynd, stutt skot og atriðin líka. Það gerir söguþráðinn kannski meira spennandi fyrir vikið og atburðarrásina hraðari. Það finnst mér líka stór kostur við myndina, að það er hún er ekkert of langdregin eða að það komi einhverjar lægðir í myndina því þá er bara skipt yfir í sögu hjá annarri persónu.
Semsagt hin fínasta mynd en kannski ekki sú besta til að lesa handritið með..

Wednesday, December 2, 2009

The Twilight Saga: New Moon



Ég ætla að segja frá myndinni Twilight saga: New Moon og já ég fór á hana í bíó! Eftir að hafa heyrt að það væri búið að vera þvílík aðsókn á þessa mynd og á sumum sýningunum hafi verið klappað og öskrað og troðist inní salinn þá þorði ég ekki annað en að kaupa miða á undan, það hefði ég ekki þurft að gera! Það var eiginlega tómur salur og samt þriðjudagur, kannski umfjöllunin sé farin að segja til sín, en myndin hefur fengið heldur betur slæma dóma. Kannski ekkert að marka en 4,6 á imdb t.d.
En allavega, að myndinni, þá er hún byggð á samnefndri skáldsögu frá höfundinum Stephenie Meyer en New moon er önnur bókin af Twilight bókunum. Þessar bækur hafa heldur betur farið hamförum í Bandaríkjunum, sjálf hef ég ekki lesið þær en hef frétt að þær séu allavega betri en myndirnar. Ég er búin að sjá fyrri myndina og fannst hún ekkert góð mynd en ágætis afþreying, allavega á meðan Robert Pattinson var á skjánum.
Svo ég fór á þessa með vel opinn huga og vissi svona nokkurn veginn hverju ég átti að búast við. En þar sem ég er ekkert búin að sjá þá fyrri síðan hún kom út í bíó mundi ég ekkert alveg hvað gerðist í þessari fyrstu svo ég var pínu lost. Allavega voru þeir sem gerðu myndina algjörlega að ganga út frá því að maður hefði séð þá fyrri og helst ætti maður að muna alveg söguþráðinn. Það var eitt tvo brot sýnd úr fyrri myndinni og þá voru það svona endurminning sem kom bara svona rétt skot í svona 2 sek. En myndin fjallar sem sagt um stelpuna Bella Swan(Kristen Stewart) sem flytur til pabba síns í smábæinn Forks og kynnist þar strák sem heitir Edward Cullen(Robert Patterson). Hann er hlédrægur strákur og reyndar allir í fjölskyldunni hans líka. Hún kynnist honum betur og kemst að því að hann er vampíra. Fyrsta myndin endaði svo þannig að Bella var næstum því drepin af annarri vampíru en Edward rétt nær að bjarga henni, hjúkket! Í New Moon eru þau svo rosa rosa rosa ástfangin, og þá meina ég rosa! Það er eiginlega ekki bara krípí heldur vandræðalegt. Þau eru 18 ára, eða hann reyndar 109 ára, en hafa ekki þekkst í mikið meir en ár og allt sem myndin er um fyrstu 20 mín eru að hann elskar hana svo mikið, hvernig getur framtíðin þeirra virkað saman, hún vill verða vampíra, hann vill það ekki því þá glatar hún sálinni sinni, hann getur ekki lifað án hennar, líf hennar verður erfitt með honum og hún vill ekki lifa án hans. Okei, ég veit að hann er vampíra en þetta var kjánalegt samt stundum t.d. eru þetta quotes úr byrjun myndarinnar:
Edward: You just don't belong in my world Bella.
Bella: I belong with you.
---
Edward: I love you. You're my only reason to stay alive... if that's what I am.
---
Edward: Bella, you give me everything by just breathing.
---
Þetta finnst mér alveg full mikið af því góða enda var ég alveg komin með upp í kok. En söguþráðurinn kom nú allavega ekkert mikið á óvart ef maður hefur eitthvað séð vampírumyndir eða bara nokkrar kjánalegar unglingamyndir því sagan er sú að Edward lýgur af henni og segist ekki geta né vilja vera með henni. Hann sem sagt lýgur af henni og segir henni að lifa lífinu sínu áfram því hann vilji hana ekki en hann er auðvitað að gera þetta því hann elskar hana svo mikið og vill ekki stofna lífi hennar í hættu. Hann vill hana og hún hann, en þau eru ekki eins :O Eina skilyrðið sem hann setur svo er að hún haldi sér fjarri hættu og hann segist þá skuli láta hana alveg í friði. Bella brotnar niður og þá verða kaflaskil í myndinni. Kaflaskil sem ég vil meina að séu léleg þar sem Robert Pattinson varð miklu minna í mynd eftir þetta! Þarna fer myndin algjörlega að snúast um þunglyndi Bellu og ömurlega lífið hennar. Hún reynir allt sem hún getur til að finna fjölskyldu Edwards og hann en ekkert gengur. Hún sendir póst til systur hans(sem getur séð framtíðina) en fær heldur engin svör frá henni. Hún getur ekki sofið því hún fær svo miklar martraðir og hún vill ekkert með vini sína hafa þannig að hún verður eiginlega bara bitur, þunglynd stelpa í ástarsorg, sem ótrúlegt en satt er ekkert rosalega gaman að horfa á lengi. En hún kemst svo að því að þegar hún er í hættu þá birtist Edward henni í sýn og segir henni að fara varlega og vinsamlegast efna loforðið hennar. En hún segir þá að hann sé ekki að halda sínu, þ.e.a.s. þessi frábæra setning: „You promised it would be as if you never existed. You lied.“ Hún fær þá hugmynd að gera upp mótorhjól og fær strák sem hún þekkir Jackob Black(Taylor Lautner),16 ára úr ætt indíána, til að hjálpa sér. Þá er svona þriðji kaflinn að byrja. Þau gera upp þessi hjól saman og prufa þau svo. Bella byrjar að sjá Edward þegar hún fer á hjólið sem endar svo illa(frekar fyndið líka að hún á að fara sjúklega hratt en hárið hennar hreyfist varla). Og þá kemur eflaust eitt asnalegasta atriði sem ég hef séð í bíómynd! Henni blæðir og Jackob kemur til hennar og til að þurrka blóðið, þá rífur hann ekki bút af bolnum sínum, nei nei, hann fer bara úr honum.
Allavega þá kynnast Jackob og hún voða vel þar til Jackob segist elska Bellu og hún neitar honum og hann talar ekkert meir við hana. Hún gefst ekki upp og eltist við hann og þá kemur leyndarmál hans í ljós. Hann hafði einmitt uppgötvað þá að hann er orðinn VARÚLFUR! Og ég skyldi það allavega þannig að hann var fæddur þannig en varð varúlfur bara þegar hann hætti að tala við Bellu. Útskýringin á varúlfum í myndinni var sú að þeir eru bara menn en þegar vampírur eru nálægt verða þeir að vampírum og það meikar bara ekkert sjens. Vampírufjölskyldan var farin áður en Jackob fattaði að hann væri varúlfur, og ef hann er fæddur þannig, hvers vegna varð hann allt í einu varúlfur. Það var heldur aldrei útskýrt en þegar hann var að tala við Bellu var hann orðinn ÞVÍLÍK massaður eins og eitthvað sterafrík og ég vissi ekkert hvort að það átti að tengjast því að hann væri að breytast í varúlf eða ekki. Allavega þegar Bella fattar að hann er varúlfur er alveg frekar svalt atriði, það er semsagt annar varúlfur að fara ráðast á hana en Jackob kemur til bjargar. Það asnalega við það er atriðið eftir á þegar varúlfurinn er orðinn maður aftur og er eitthvað, „nei hæææ, sorry með mig áðan, hehehe“ sem var mjög kjánalegt og dró svolítið úr atriðinu á undan. En til þess að segja ekki alveg frá ALLRI myndinni þá enda ég bara á að segja að það verða eiginlega aftur kaflaskil og það fléttast svo inní drama með vampíru úr síðustu mynd og Edward kemur loksins aftur við sögu í endann!
Lokaatriðið, eða uppgjörið var svo mjög svalt! Eiginlega það sem ég var búin að bíða eftir alla myndina. Loksins aksjón og spenna. Alveg ágætis pæling þarna á bak við með söguþráðinn en það varð pínu flókið að átta sig á öllu. Minnti mig svolítið á Harry Potter myndirnar, ég var búin að lesa allar bækurnar og horfa svo á myndirnar við en síðast sá ég bara myndina án þess að hafa lesið bókina, og skildi þá ekki nærrum því allt. Sama á við þessa mynd þar sem eins og ég sagði áðan þá er alveg betra að hafa lesið bókina! Mér fannst líka mjög asnalegt að systir hans gat séð í framtíðina, sagði samt bróðir sínum að Bella væri dauð og akkurat á sama tíma var hann að fara reyna drepa sig því hann gat ekki lifa án hennar? En hún var samt ekki dáin eða hélt hann það, því sagði hann það ekki? Whaaat?
Þetta er kannski ekki myndin sem maður á beint að vera rýna í söguþráðinn. Eflaust betri í bókinni en myndinni. Sumt er mjög random í myndinni, eins og Jckob að hoppa eins og froskur upp tré, áður en Bella átti að vita að hann væri varúlfur og yfirleitt allt með þennan Jackob, allir varúlfarnir voru t.d. með hringlaga tattoo á öxlinni sem aldrei var sagt frá hversvegna og hann var alltaf ber að ofan, sem var ekki svo slæmt, en varúlfum er víst alltaf voða heitt.
Myndatakan í þessari mynd var bara fín. Tæknibrellurnar vor líka mjö svalar og bardaginn í endann var frakar töff atriði með helminginn í slowmotion, því vampírur gera jú allt of hratt annars. Tónlistin hélt því líka spennunni alveg á floti og kapphlaupið við tímann í endann var frekar svalt atriðið, allavega svona uppá aðstæðurnar en það var einhver messa í gangi þar sem ALLIR eru klæddir rauðum kuflum sem gerðu náttla erfiðara að komast á leiðarenda.
En sem sagt, það má alveg segja að Jackob karakterinn hafi farið frekar mikið í taugarnar á mér. Þessi Lautner er ekkert svakalega góður leikari, reyndar bara 16 ára, en samt.. og svo er persónan hans eitthvað svo illaútfærð og útskýrð. Stewart fer líka smá í taugarnar á mér. Ég veit ekki samt alveg hvort persónan hennar á bara að vera svona en hún er svo tóm eitthvað og dofin. Ég veit ekki alveg hvort ég kaupi það bara að hún sé að leika, það er allavega ekki mikil tilfinning frá henni. En Robert Pattinson er.. bara hann. Hann er reyndar ekki eins mikið og ég hélt í þessari mynd, því miður. Hann er bara eitthvað svo kúl og rólegur, og já, HEITUR!!! Veit ekkert hvað það er, hann er alveg fölur og svo glansar hann ef hann er í sól en samt sem áður er hann svo yfirvegaður og nettur, ég get ekki útskýrt það eiginlega. Svo var ég líka að bíða eftir því að sjá Dakotu Fanning í myndinni, hélt að hún væri eitthvað númer í þessari mynd, en hún var í svona rúmlega 10 mínútur af myndinni. Kannski verður hún eitthvað meira í þeirri næstu.
Ég veit ekki hvers vegna, en ég ætla pottþétt að sjá næstu. Þetta eru bara svona ævintýri sem er alveg gaman að sjá við og við og gleyma sér bara í frekar kjánalegri mynd. Ég get eiginlega ekki útskýrt það heldur en þegar uppi er staðið, eftir svo margt sem hægt er að dæma og gera betur, þá er þetta bara það sem ég bjóst við og ég fílaða!

Hérna er semsagt mótorhjólaatriðið sem endar á stórum kjánahroll! Njótið: http://www.youtube.com/watch?v=mGIa947Xvsw