Monday, November 30, 2009

Some like it hot



Þessi bráðskemmtilega mynd frá árinu 1959 er með fyndnari svart hvítu myndum sem ég hef séð, ef ekki sú fyndnasta. Held þetta sé í fyrsta skipti sem ég hlæ í alvöru bara af því sem á að vera fyndið í myndinni en ekki af lélegum leikurum eða tæknibrellum. Myndin fjallar um saxafónleikarann Joe og bassaleikarann Jerry. Þeir verða vitni af hrottlegu morði flýgja þeir Chicago. Það eina sem býðst þessum fátæku tónlistarmönnum er vinna í Miami en eina vandamálið er að þeir þurfa að vera konur.

Það fyrsta sem ég vil nefna sem kostir við þessa mynd er leikurinn í henni. Joe Curtis og Jack Lemmon leika þar aðalhlutverkin en þeir fara báðir á kostum sem klæðskiptingarnir tveir. Húmorinn er svo góður hjá þeim og persónurnar eru algjör snilld. Monroe stóð sig líka ágætlega í sínu. Allavega skilaði ljósku bombu hlutverkinu ef maður horfir framhjá atriðinu þegar hún var að tala þarna í símann, og las greinilega handritið sitt um leið. Held að manni finnist þetta svona fyndið þar sem húmorinn er frekar nútímalegur, eins og þegar þeir eru alltaf að tala saman með mjög karlmannslegri röddu og gleyma sér kannski og segja eitthvað. Mynnti mig svolítið á ekki svo góðu myndina, White chicks, sem eflaust hefur sótt einhverja fyrirmynd í Some Like it Hot.

Annað sem gerir þessa mynd svona góða er að hún fer ekkert fram úr sjálfri sér. Þá meina ég að það er ekkert verið að gera neitt of mikið. Myndatakan er bara fín og tónlistin t.d. passar bara vel við. Oft finnst mér tónlistin í svart hvítu myndunum vera full mikil en í þessari fanns mér hún bara vel vil hæfi.
Ég hef ekki séð neina aðra mynd með Billu Wilder en mér leyst mjög vel á þessa. Einföld og vel leikstýrð. Vel skrifuð samtöl eru líka það sem mér hefur fundist vanta í svart hvítu myndirnar sem ég hef séð og ég fann ekkert fyrir neinu asnalegum setningum eða löngum pásum, það bara gekk allt frekar vel upp.
Ég kann kannski ekki alveg að meta þessar svart hvítu myndir en þetta er allt að koma og Some like it hot kom þeim allavega vel á kortið.

Tvær danskar

Tvær danskar, í viðbót!
Horfði á tvær danskar kvikmyndir um daginnþ Sú fyrri heitir Cecilie og er frá árinu 2007. Hún er spennumynd eða nokkurs konar sálfræðitryllir. Hún fjallar um konu, Cecilie, sem flytur í nýtt hús með unnustanum sínum. Þar fær hún nýtt starf sem kennari í skólanum. Þá hefjast einhverjir yfirnáttúrulegir hluti að gerast fyrir hana. Hún byrjar að vakna á nóttunni og heyra í stelpu vera gráta. Hún segir kærastanum sínum frá þessu sem hann á mjög erfitt með að trúa. Atburðirnir verða svo alltaf stærri og stærri. Hún er í baði þegar unnustinn hennar kemur að henni og þá lýtur allt út fyrir að hún sé að reyna fremja sjálfsmorð með því að drekkja sér. En það sem gerðist frá henni séð var að hún var í baði og allt í einu er hún stödd í vatni þar sem hún sekkur niður og það frýs yfir svo hún kemst ekki upp. Þetta veldur því að hún er lögð inná spítala á geðdeild. Þar kynnist hún lækni sem reynir að hjálpa henni og með hans hjálp finnur hún útskýringuna á þessum atburðum. Þessi útskýring hljómar frekar kunnuglega en hún er sú að það er einhver tengin við stelpu sem dó fyrir 30 árum tíma sem heitir Camilla og hún er að reyna ná til Cecilie því morðinginn sem drap Camille gengur enn laus.
Mér fannst þetta ekkert sérstök mynd á heildina litið. Hún var frekar langdregin og klisjukennd og þar sem hún átti að vera einhver sálfræði tryllir, eða svo sagði hulstrið, þá var hún það bara ekkert. Heldur frekar fyrirsjáanleg. Hins vegar má benda á góða myndatöku og mjög flott skot. Þegar myndavélin er sett í gegnum rúðuna á bílnum út um hana aftur og inn í húsið og gegnum handriðið var mjög töff, átti að vera draugurinn að ferðast sem var að vísu frekar kjánalegt en myndatakan vel gerð. Annað sem má benda gott við þetta myndatökuna er mjög vel gerð skiptingin þegar verið er að sýna frá Cecilie og yfir til Camillu þegar hún var t.d. á sama stað og Cecilie, 30 árum áður.

Ég horfði líka á aukaefnið þar sem sýnt var mikið frá því að lita samsetningin í myndinni var mikið pælt í, m.a.s. veggina á baðherberginu þar sem atvikið með baðið átti sér stað. Að mínu mati hefði mátt hugsa betur út í eitthvað annað svo sem söguþráð frekar en þannig.
Þetta er kannski ágætis mynd ef marka má aðrar danska sálfræði trylla, ef það eru einhverjir til en annars samanborði við marga slíka er hún ekki upp á marga fiska.


Önnur danska myndin sem ég horfði á var Blå mænd. Hún er frá árinu 2008 og er gamanmynd. Hún fjallar um mann sem heitir Jesper Jendssen. Hann vinnur hjá stórfyrirtæki þar sem allt er mjög ópersónulegt en Jesper er mjög góður í starfinu sínu þar, yfirleitt starfsmaður mánaðarins. Hann býr í voða fínu húsi með konunni sinni. Kvöld eitt þegar hann var búinn að drekka nokkur rauðvínsglös ákvað hann að fara út í búð að kaupa trönuberjadjús. Hann lendir þá í árekstri og er sviptur ökuleyfinu og dæmdur til að vinna á lokal ruslahaugunum eða endurvinnslustöð ein og þetta heitir víst. Hann segist þurfa frí í vinnunni sinni en lýgur að vinum sínum og flest öðrum að hann sé að fara byrja nýtt fyrirtæki því hann þorir ekki að segja þeim að hann hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur hvað þá að hann vinni á endurvinnslustöð. Þegar yfirmaður hans fréttir svo að Jesper sé að reyna stofna fyrirtæki á bak við hann rekur hann Jesper. Þá brotnar allt niður og konan hans fer meira að segja frá honum.

Þetta er frekar fyndin mynd og góð pæling, að setja clean cut gæja á endurvinnslu stöð með fullt af rugluðu liði. Það fyndnasta í myndinni er einmitt fólkið sem hann fer að vinna með. Samstarfsfólkið hans eru 3, ein veruleikafyrrt og ímyndunarveik kona sem heitir Lotte, óöruggur og asnalegur maður sem heitir Dion og svo yfirmaðurinn hans sem heitir Theodor sem er líka bara kjánalegur, svona vandræðalega týpan.
Hún er frekar vel gerð þessi mynd en samt mjög einföld. Ekkert af tæknibrellum eða neitt þannig nema kannski þegar Lotte er að ímynda sér eitthvað og það allt kemur bara vel út. Þetta er ekkert nýjasta tæknin en hún er bara látin virka þannig og heppnast ágætlega. Reyndar frekar kjánalegur endir að mínu mati, hann kynnist svo einhverri konu sem er alltaf á ruslahaugunum og enda á því að vera ástfangin, en endirinn hefði verið asnalegri ef hann hefði farið bara aftur i fyrirtækið og ekkert breyst. Fín mynd og góðir leikarar með mjög fyndna karaktera á milli.

Chinatown


Mánaðarmót eru að ganga í garð og því tilvalið að blogga smá...
Chinatown (1974) frá leikstjóranum Roman Polanski fjallar um fyrrverandi lögreglumanninn Jake Gittes. Hann er einkaspæjari sem er ráðin af konu sem segist vera Mrs. Mulwray kona Mr. Hollis Mulwray. Hún biður hann um að fylgjast með manninum sínum því hún heldur að hann sé að halda framhjá sér. Gittes gerir þetta og kemst að því að Mulwray er að halda framhjá konunni sinni og kemst framhjáhaldið í blöðin. Mr. Mulwray hverfur og finnst að lokum dáin en þá kemur kona til Gittes og kemur þá í ljós að hún er raunverulega Mrs. Mulwray en ekki sú sem kom til Gittes áður.
Gittes fer að rannsaka morðið, sem lögregla segir fyrst vera slys, og kemst að miklu samsæri um vatnsuppsprettu í L.A. og faðir Mrs. Mulwray, Noah Cross. Auðvitað varð svo eitthvað samband til milli Gittes og Mrs. Mulwray.
Þrátt fyrir nokkrar klisjur og kannski fyrirsjáanleg atriði þá fannst mér endirinn ekki vera það, allavega ekki endalok Mrs. Mulwrays. Það er líka margt sem maður bjóst kannski ekki við, eins og að dóttir hennar væri systir hennar líka! En sem sagt ágætur söguþráður, samt smá skrítinn titill á myndinni þar sem tengingin við Chinatown var ekkert stór partur af myndinni, Gittes vann þar bara og var lögregla þar. Ekkert að setja út á myndartöku eða tónlist, bæði bara ágætt í myndinni, ég tók allavega ekki eftir neinu sérstöku.
Jack Nicholson leikur Gittes vel. Reyndar finnst Jack bara vera frekar töff leikari og karakterinn hans verður þá bara sjálfkrafa frekar kúl. Hann er mjög greinilega aðalhlutverkið í myndinni enda held ég að það sé ekki eitt einasta atriði sem hann er ekki í. Meira að segja þegar hann varð meðvitundarlaus þá kemur fade to black. Fay Dunaway er fín líka en enginn stórleikur neitt. Annars hef ég ekkert meira að segja um myndina nema eitt sem mér fannst frekar asnalegt og tók eftir reyndar var þegar Gittes blotnar þarna þegar hann lendir í vatninu og svo stuttu seinna er hann alveg orðinn þurr...
Allavega fín mynd og mæli með henni, það er líka til framhaldsmynd sem heitir The Two Jakes sem ég væri alveg til í að sjá.