Friday, December 4, 2009

Death at a Funeral, handrit



Gerði loksins handritaverkefnið sem var sett fyrir löng. Fann ekkert handrit af mynd sem ég á og það var búin að vera í svolitlu veseni með að finna tíma til að gera þetta. Eins gott ég tók mér tíma í þetta því þetta er ansi tímafrekt verkefni! En ég hef ekki lesið mörg handrit í gegnum ævina. Eiginlega bara ekkert nema af leikritum svo ég get lítið verið að bera þetta saman við önnur sem ég hef lesið.

En myndin fjallar sem sagt um mann sem heitir Daniel og er giftur konu sem heitir Jane. Þau búa í húsi sem pabbi hans átti. Myndin gerist á einum degi. Dagurinn sem pabbi Daniels er jarðaður. Hún byrjar þannig að komið er með kistuna og í henni er rangur maður, sem er svona húmorinn í gegnum myndina. Flest allt sem fer úrskeiðis og lætur manni líða svona vandræðalega og langa að öskra „NEI, kommon! Ekki gera þetta!!“. Allavega, þá er Daniel að taka á móti öllum vinum sínum og vandamönnum. Þar á meðal er frægi, sjálfumglaði og sjálfselski bróðir hans Robert. Hann er rithöfundur og er alltaf að velta bróðir sínum upp úr því að honum vegni vel en Daniel ekki. Svo er það frændi hans Alfie sem er í hjólastól og er örugglega önugasta og leiðinlegasti karekter sem til er, sem verður mjög fyndið þegar líður á myndina. Það fyrsta sem ég tók eftir með handritið við hlið myndarinnar var að hann er ekki alltaf með sömu setningar og í myndinni sem varð yfirleitt skemmtilegra fyrir vikið. En til að segja áfram frá myndinni er síðan enn fleiri karakterar skrautlegir sem koma til sögunnar t.d. misheppni vinurinn, maðurinn sem kom í jarðaförina aðeins til að sofa hjá frænku Daniels, kærasti frænkunnar sem tók óvart eiturlyf í staðinn fyrir valíum og svo fannst mér líka presturinn eitthvað vera vafasamur, frekar hommalegur og hikandi og alltaf að drífa sig eitthvert. Ég bjóst við að skilja eitthvað meira í þessari persónu (prestinum) við það að lesa handritið en það var ekkert meiri karakter lýsingar en komu fram. Svo er það sem heldur sögunni gangandi og er aðal plottið en það er dvergurinn sem enginn virðist kannast við en kom svo í ljós að hann þekkti pabbann, mjög vel!

Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um að hafa lesið handritið, þetta er ekki beint flóknasta mynd sem ég hef séð svo. Ég hefði kannski mátt velja mér einverja betri mynd, en það er of seint að gera þetta aftur núna! Samtölunum var bara nokkuð vel fylgt eftir og söguþráðurinn alveg eins. Persónurnar eru líka aðalatriðið í þessari mynd. Fyndið hvernig þær skiptast á að halda sögunni uppi og koma með hvert annað atvik á fætur öðrum. Fyrst Alfie sem mætir of seint og tefur jarðaförina, síðan maðurinn á eiturlyfjum, dvergurinn sem mútar þeim, atvikið allt með hann og svo framvegis.

Nú kemur smá spoiler. En það að dvergurinn hafi verið elskhugi gamla karlsins er mjög fyndin hugmynd og svo reyna að græða pening á því að múta þeim. Honum er svo gefið það sem Daniel og þeir halda að sé valíum en gefa honum líka eiturlyf. Svo rekur hann hausinn í og þeir halda að hann hafi dáið! Þetta getur ekki flokkast sem neitt annað en klassa söguþráður. Lausnin sem þeir koma svo upp með til að losa sig við dverginn er að trufla hina og setja hann í kistuna með pabbanum.

Mér fannst þetta samt frekar tíbýsk grínmynd þar sem karakterarnir eru svona mikið aðalhlutverk og söguþráðurinn stuttur. Það fer því yfirleitt eftir því hvort leikararnir eru góðir hvort myndin sé góð. Í þessu tilfelli eru leikararnir mjög vel valdir og myndin nær því vel þessum svarta breska húmor sem mér finnst mjög fyndinn. Leikarinn sem leikur Daniel er sannfærandi sem óákveðni og leiði náunginn sem á við peningavandamál að stríða og hefur misst faðir sinn, er kúgaður og á bara almennt bágt. Allavega fær hann mína samúð í þessari mynd. Bróðir hans er ömurlegur við hann, neitar að borga honum peninginn sem hann skuldar honum og fær ekkert kredit fyrir skáldsögurnar sem hann gefur út.

Hinn leikarinn sem mér greip mína athygli var Alan Tudyk sem leikur Simon, kærasta frænkunnar sem tekur óvart eiturlyfin. Hann lék líka í Dodgeball frekar veruleikafirrtan einstakling svo hann ætti að þekkja þetta. Hann er líka ótrúlega fyndinn í þessari mynd og nær því aðeins of vel að vera útúrdópaði ruglhausinn sem ræður ekkert við sig. Hann var samt alveg eins í handritinu, fannst hann reyndar bara ýktari og fyndnari í myndinni!
Myndatakan er mjög fín í þessari mynd, stutt skot og atriðin líka. Það gerir söguþráðinn kannski meira spennandi fyrir vikið og atburðarrásina hraðari. Það finnst mér líka stór kostur við myndina, að það er hún er ekkert of langdregin eða að það komi einhverjar lægðir í myndina því þá er bara skipt yfir í sögu hjá annarri persónu.
Semsagt hin fínasta mynd en kannski ekki sú besta til að lesa handritið með..

1 comment: