Friday, December 4, 2009
Örblogg-Whose line is it anyway?
Ég ætla blogga eitt stutt hérna um uppáhalds þáttinn minn í þessu. En ég var eiginlega að enduruppgötva þá í síðasta mánuði. Hann heitir Whose line is it anyway? og er spunaþáttur. Ég horfði á marga af þeim fyrir svona 5 árum þegar þeir voru sýndir á daginn á stöð 2 en hef ekkert horft á þá síðan þangað til fyrir semsagt mánuði. Þeir voru í gangi frá árinu 1998 þar til 2006 og það voru gerðir 130 þættir í Bandaríkjunum. Ég er ætla bara að fjalla um þá en það er líka til breska whose line..
Þættirnir fara þannig fram að Drew Carey er þáttastjórnandinn . Hann hefur með sér 4 gesti sem gera spuna í ýmsu formi. Þessir gestir eru yfirleitt þeir sömu, Ryan Stiles og Colin Mochrie eru eiginlega alltaf og oftast söngsnillingurinn Wayne Brady. Síðan eru nokkrir eins og Brad Sherwood, Greg Proops og Charles Esten í mörgum þáttum og svo koma fyrir nokkrir gesta leikarar, t.d. Whoopi Goldberg.
Drew segir svo einhverja tegund af spuna og segir hverjir taka þátt í honum. Þá stíga þeir fram og fá yfirleitt eihverja tillögu úr salnum með einhvern hlut eða atvinnu eða hvað sem er og svo er framkvæmdur spuni sem nánast undantekningalaus er fáránlega fyndinn.
Dæmi um þessar spuna eru: Scenes from a hat: þar sem Drew dregur upp miða með spuna á sem áhorfendur hafa skrifað, upp úr hatti, og hinir leikararnir þurfa að túlka. T.d. lélegt umræðuefni á fyrsta stefnumóti og svo reyna hinir leikararnir að koma með eitthvað fyndið umræðuefni.
Annað dæmi er Hoedown þegar einn syngur í einu um eitthvað sem áhorfendur stinga uppá t.d. var einu sinni hoedown um „Going bald“ og þá þurfa þeir að syngja um það með undirspil frá píanó leikararnum Laura Hall sem er alltaf í þáttunum. Það getur verið ógeðslega fyndið og er eiginlega mitt uppáhalds. Aðrir spunar eru t.d. Props, dubbing, sound effects, songstiles og helping hands (sem er líka ógeðslega fyndið!)
Mæli sem sagt með þessum þáttum fyrir alla þá sem finnst gaman að því að hlæja!
Hér er eitt gott:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
þetta er náttúrúlega bara best!
ReplyDeleteHmmm ég gaf þessum aldrei séns, aðallega vegna the Drew Carey Show, sem mér þóttu sérlega vondir og voru einmitt með sama mannskapnum...
ReplyDeleteHljómar samt furðu vel.
5 stig.