1. One flew over the Cuckoo's nest
2. Mommy is at the hairdresser
3. Rocky Horror Pictureshow
4. Dogtooth
5. Prodigal sons
6. I killed my mother
7. Red race
8. With eyes wide open
Ég var búin að sjá Rocky Horror Pictureshow og vissi ekki alveg hvar ég átti að setja hana inní, þótt hún sé ein af uppáhalds myndunum mínum þá fannst mér auðvitað skemmtilegra að sjá nýjar myndir. Eftir bæði Cuckoo's nest og Prodigal sons var Q and A sem var líka áhugavert. Ég ætla að skrifa hér um bestu myndina, að mínu mati, sem ég sá á hátíðinni.
One flew over the Cuckoo's nest er mynd frá árinu 1975 frá leikstjóranum Milas Forman. Áður en hann leikstýrði þessari mynd hafði hann leikstýrt fjölda annarra en samt engin sem ég kannast við. Eftir hana hins vegar hefur hann sent frá sér myndir eins og People vs. Larry Flynt, Man on the Moon, Hair og Amadeus sem líka var sýnd á hátíðinni.

Myndin fjallar um Patrick McMurphy sem leikinn er af Jack Nicholson. McMurphy þykist vera geðveikur til að komast hjá því að fara í fangelsi. Hann reynir að koma sér í hvert klandrið á fætur öðrum og dregur klikkhausana á deildinni með sér í það. Þegar honum tekst loksins að sleppa við fangelsið uppgvötar hann það að vistin á geðspítalanum verður ekki eins stutt og fangavistin sem hann átti yfir höfði sér. Þá hefst flóttinn.
Mér fannst frábært að heyra Forman tala um myndina eftir á. Áhugavert að heyra að hann myndi enn þá eftir 34 ár ekki breyta neinu í myndinni og stendur enn við hana. Kannski ekki furða, myndin er algjör snilld og vann 5 óskarsverðlaun! Það var lögð mikil undirbúningsvinna í þessa mynd eins og hann sagði. Það er líka margt mjög sniðugt sem hann gerði eins og þegar hópasenurnar með spjallhópinn á deildinni eru teknar þá hafði Forman myndavél á öllum allan tíman svo leikararnir væru í karakter allan tímann. Þetta fannst mér skila sér mjög vel enda verulega fyndnir karakterar í myndinni. Myndatakan er líka mjög vel gerð og nær vel andrúmsloftinu á þessari lokuðu deild. Myndin er meira að segja tekin upp á alvöru geðspítala og sjúklingarnir sem þar voru eru stadistar meira að segja!! Að hafa alla myndina innan veggja deildarinnar (fyrir utan reyndar bátasenuna) lætur það líka verða þeim mun magnaðara þegar indíáninn/Höfðinginn sleppur út í lokin.

Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Ég veit allavega að ég ætla einhvern tíman að lesa bókina sem myndin er byggð á en hún er skrifuð frá sjónarhorni Höfðingjans, sem hljómar frekar nett.
Ágæt færsla. 5 stig.
ReplyDelete