Ég ætlaði að skrifa um Chinatown en er ekki enn búin að horfa á hana alla svo ég bloggaði um mynd sem heitir Festen en Chinatown kemur á morgun!
Ég ætla að fjalla um myndina Festen sem er dönsk mynd frá árinu 1998. Þessi mynd er svokölluð Dogme mynd og er hún sú fyrsta í röðinni. Dogme 95 er samningur sem nokkrir leikstjórar hafa skrifað undir og átti hann að færa áherslu frá tæknibrellum og sviðsmyndum og meira í átt að sögunni sjálfri. Upphafsmenn þessa samnings er enginn annar en Lars Von Trier og leikstjórinn Thomas Vinterberg. Í samningnum felst að leikstjórinn sem ætlar að gera Dogme mynd þarf að tilkynna að hann ætli að gera hana áður en tökur hefjast. Myndin þarf svo að fylgja reglunum sem kallast kyskhedslöfte. Í reglunum felst að það er bannað að nota aukaútbúnað , allt verður að vera á staðnum fyrir fram, eins og ef senan er tekin í hótelherberginu verður hótelherbergið að vera þannig fyrirfram. Reglurnar banna að lýsa myndina aukalega nema með einum lampa á myndavélina, það er bannað að bæta við tónlist undir myndina, ef það er tónlist er hún tekin upp á sama tíma og búningar eru bannaðir. Það sem þó einkennir myndirnar mest er að það er bannað að nota myndavéla stand eða leggja hana niður svo það þarf alltaf að halda á henni. Allt það sem er gerist í myndinni verður að vera í nútíð og allt í myndinni verður að gerast svo það er ekki hægt að hafa morð eða eitthvað ónáttúrulegt. Svo skil ég ekki eina regluna alveg en það má ekki nefna leikstjórann.
Fyrsta Dogmemyndin er Festen og er leikstýrt af frumkvöðlinum Thomas Vinterberg. Hún hefur unið til fjölda verðlauna og tilnefnd til m.a. BAFTA og Golden Globe. Hún gerist öll í veislu sem haldin er í tilefni af 60 ára afmæli Helge sem leikinn af Henning Moritzen. Fjölskyldu og vinum er boðið í hótelið sem Helge og konan hans eiga. Börnin þeirra þrjú koma öll i veisluna en þau eru öll flutt af heiman. Það kemur smám saman í ljós að nýverið hafði systir þeirra, sem var jafnframt tvíburasystir Christian (Ulick Thomsen), framið sjálfsmorð. Systkinin eru ólík og þá sérstaklega yngri bróðurinn Michael (Thomas Bo Larsen) sem er óþroskaður og stundum eins og ofvirkt barn. Hin tvö, Christian og Helene(Paprika Steen) eru frekar hógvær en Christian er miklu hlédrægari. Rétt fyrir veisluna fer Helene inní herbergið þar sem systir þeirra átti að hafa framið sjálfsmorðið og finnur bréf frá systur sinni sem segir hver sjálfsmorðsástæða hennar var og afhjúpar dimmt leyndarmál í fjölskyldunni. Þetta leyndarmál er uppljóstrað í veislunni þar sem flestir kjósa að trúa því ekki.
Myndin er virkilega góð og fjallar um alvarlegt vandamál. Hún fær mann til að hugsa hvað maður myndi gera ef maður myndi lenda í svona aðstæðum eða hversu vandræðalegt það hlýtur að vera. Gestirnir láta þetta allir svona renna framhjá sér því enginn vill eyðileggja þessa fínu veislu. Í staðinn fara allir í afneitun og láta eins og ekkert hafi í skorist. Leikararnir eru mjög sannfærandi í sínum hlutverkum en sá sem mér fannst standa sig best var Thomas Bo Larsen. Hann var mjög pirrandi karakter sem fer örugglega í taugarnar á öllum og náði hann því mjög vel.
Þessi Dogme mynd fylgir reglunum svo það er alltaf haldið á tökuvélinni sem gerir þetta svolítið raunverulegra en aðrar myndir. En þrátt fyrir að það var haldið á tökuvélunum var það samt ekkert of truflandi. Atriði eins og þegar Christian er í skóginum eru mjög dimm en það er eflaust vegna þess að það á að vera um kvöld og það má ekkert stilla ljósin. Það var kannski það eina sem truflaði eitthvað.
Það sem ég fór mest að spá í eftir myndina er t.d. atriðið þar sem Christian á að vera orðinn drukkinn hvort hann sé það í raun og veru því allt það sem sést á filmunni er í alvöru og þess vegna ætti rauðvínið sem hann var að drekka að vera alvöru rauðvín og þegar Michael sefur hjá konunni sinni, hvort að þau þurftu að sofa saman í alvöru?!
Allavega er Dogme stíllinn mjög skemmtilegur og breytir svolítið til. Mæli með Dogme myndunum þær eru ekkert allar danskar og það er meira segja búið að gera dogme mynd á ensku um Festen, eða The Celebration, ég hef samt ekki séð hana..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Góð færsla. 7 stig.
ReplyDeleteDogme '95 var alveg skemmtileg hugmynd, kannski helst vegna þess að hún færði áhersluna af lúkkinu á myndinni og yfir á handrit og leik. Samt pínu asnalegt að banna lýsingu, enda er það talsvert stór hluti af kvikmyndagerð. Finnska leikstjóranum Aki Kaurismaki fannst þetta fáránleg hugmynd, og sagði að hann gæti eins gert bíómynd án myndavélar...
Ég heyrði reyndar þá sögu að Lars von Trier hafi haft persónulegar ástæður fyrir því að koma fram með Dogme '95 stefnuskrána. Á þessum tíma var hann nýskilinn við konuna sína, en bróðir hennar hafði unnið við margar myndir von Triers sem tónskáld eða útsetjari. Og vegna þess að Lars von Trier er félagslega heftur og borderline geðveikur þá bjó hann frekar til þessar ýktu reglur (sem bönnuðu meðal annars tónlist) frekar en að segja fyrrverandi mági sínum að hann vildi ekki vinna með honum...
haha það er mjög fyndið með Trier. En þetta er samt alveg fyndin pælin, sérstakleg því leikstjórarnir taka þessu víst sjálfir mjög alvarlega og grandskoða myndir hjá hinum til að reyna finna eitthvað brot á reglunum.. Geri fastlega ráð fyrir því að Trier sé þar fremstur í flokki!
ReplyDeletejá, það var einmitt mikið "hneyksli" með Idioterne eftir von Trier. Það kom í ljós að hún hafði verið lýst í eftirvinnslu, án hans vitundar (eða svo sagði hann). Það mátti auðvitað ekki skv. Dogme reglunum, og því varð mikið fjaðrafok út af þessu...
ReplyDelete