Horfði á aðra Dogme mynd um daginn til að kynna mér þetta aðeins betur. Elskar dig for evigt varð fyrir valinu og er hún Dogme mynd númer 28. Hún er frá árinu 2002 og Susanne Bier leikstýrði henni. Þetta er með frægari Dogme myndum sem hefur verið gerð og varð mjög vinsæl í Danmörku. Myndin gerist í Kaupmannahöfn og eins og allar Dogme myndir, í nútíð. Læknirinn Niels (Mads Mikkelsen) er giftur Mariu(Paprika Steen) og eiga þau 3 börn saman. Cecilie(Sonja Richter) er unnusta Joachims(Nicholaj Lie Kaas) og eru þau að fara gifta sig. Þegar Jaochim, sem ætlar í skíðaferð, er nýbúinn að kveðja Cecilie lendir hann í bílslysi. Maria keyrir á hann og hann er fluttur á spítalann. Þegar komið er á spítalann tekur maður Mariu, Niels sem vinnur á spítalanum á móti Joachim. Joachim vaknar daginn og þá kemur í ljós að hann er lamaður fyrir neðan háls. Reiðin hjá Joachim byggist hratt upp og neitar að þiggja hjálp frá Cecilie og segir að hann vilji ekki að hennar líf endi líka eins og hans. Maria er algjörlega í rusli eftir þetta en Niels reynir að hugga hana og biður Cecilie hjálp sína og segir henni að hringja í sig ef það er eitthvað sem henni vantar. Cecilie reynir allt sem hún getur til að ná til Joachims en hann talar ekki við hana og biður læknana um að leyfa henni ekki að heimsækja sig á spítalann. Cecilie byrjar að hringja í Niels og leita eftir huggun hjá honum. Þau byrja að hittast og eitt leiðir af öðru þangað til að lokum verða þau ástfangin. Neils heldur því framhjá konunni sinni og að lokum þarf hann að velja á milli fjölskyldu sinnar
og Cecilie. Sektarkennd er mjög áberandi í þessari mynd. Maria kennir sér um að hafa keyrt á Joachim, Niels er fullur sektarkenndar því hann er að ljúga af fjölskyldunni sinni og Cecilie því hún er að eyðileggja fjölskyldu og halda framhjá kærastanum sínum.
Þrátt fyrir að Nicholaj er ekki beint með stærsta hlutverkið og þarf ekki að hreyfa sig mikið þá er hann mjög góður í myndinni. Hann leikur þetta mjög vel og fær samúð manns en maður verður líka pirraður á honum. Mads Mikkelsen er ekki með einhvern stórleik í þessari mynd en mér fannst samt allir leikararnir skila sínu ágætlega.
Mér fannst ég taka minna eftir því í þessari mynd að myndavélin er ekki á fæti heldur er haldið á henni miðað við í Festen. Lýsingin var heldur ekkert athugunarverð og að mörgu leiti virkaði þessi mynd bara eins og venjuleg mynd en ekki Dogma mynd. Eina sem ég tók eftir var að það hefði mátt vera tónlist á sumum stöðum sem ekkert er hægt að hafa tónlist út af Dogme. Reyndar var Cecilie þrisvar í myndinni að hlusta á tónlist og þá kom hún inn eins og hún væri dubbuð inn, sem ég hélt að mætti ekki. Það hefði líka alveg mátt sleppa þessari tónlist því hún var virkilega leiðinleg og passaði bara ekkert inní senurnar, gerði myndina bara langdregna.
Titillinn er samt frekar athyglisverður og kaldhæðinn. Elsker dig for evigt þýðir Elska þig að eilífu, sem er loforð sem enginn veit hvort hann getur haldið. Maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni. Cecilie hafði lofað Joachim að elska hana að eilífu áður en hann lenti í slysinu en þau hættu saman og Niels hafði lofa konunni sinni að elska hana en hann varð ástfanginn af annarri konu.
Myndin í heild sinni er kannski ekkert mikil skemmtun en mjög góð engu að síður. Hún var svolítið fyrirsjáanleg og svo það asnalegasta við þetta er að á hulstrinu er Cecilie og Niels að kyssast þannig að ég vissi að þau myndu vera eitthvað saman í myndinni. Myndin lætur mann samt hugsa svolítið um lífið og að það getur skyndilega horfið frá manni. En eins og ég sagði, stundum frekar langdregin og ég myndi ekki nenna að horfa á hana aftur en ég mæli samt engu að síður með henni.
Saturday, October 31, 2009
Jóhannes
Okei í tilefni af mánaðarmótum kemur blogg hérna inn.
Fór á Jóhannes eins og flest allir og fannst það bara ágæt skemmtun. Þetta er alveg ekta Ladda mynd og hann fellur vel inní hlutverkið sem Jóhannes. Skil vel þegar Þorsteinn Gunnar sagði að þeir höfðu viljað Ladda í hlutverkið, ekki bara til að selja fleiri miða heldur passar hann vel í hlutverkið. Eins og ég sagði áðan var þetta ágæt skemmtun ef maður var kannski ekki að pæla í smáatriðunum. Samtölin voru oft frekar kjánalegt og söguþráðurinn ekkert svakalega góður en hugmyndin var skemmtileg. Svolítil klisja, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis en það er líka oft fyndið.
Get ekki sagt að ég hafi verið sátt með alla leikarana. Unnur Birna er auðvitað nafn og selur örugglega nokkra miða, en hún kann ekki að leika af mínu mati. Man fyrir 5 árum fór ég á menntaskólaleikrit með henni og þá kunni hún ekki að leika of mér finnst það lítið breytt núna. Hún hefur örugglega ekki lagt eins mikinn metnað í vinnuna eins og t.d. Stefán Karl, því mjög margar setningarnar hennar eru stirðar og líklega lesnar beint uppúr handritinu. Stefán Karl stendur alveg uppúr af leikarahópnum og heldur t.d. alveg slagsmála senunni uppi að mínu mati. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart að hann hafi verið sá sem lagði mestu vinnuna við persónu sköpun og pælingar um karakterinn sinn.
Mér fannst nokkuð gott hjá Þorsteini að viðurkenna bara mistökin sín og segja að hann væri sammála þegar við bentum á galla myndarinnar. Þetta atriði þegar Laddi var í rútunni var alltof langt og það hefði bara verið asnalegt að neita því, rigningin klikkaði eitthvað og hann viðurkenndi það alveg og svo reyndi hann að útskýra sumt eins og klippinguna í flóttanum.
Margt af þessu sem mér fannst asnalegt beint eftir myndina gat Þorsteinn útskýrt með að það þurfti að klippa atriðið út úr myndinni. T.d.endirinn á bílferð Ladda og Unnar varð bara svona samantekt af öllu því sem þau hefðu talað um í u.m.b. 30 mínútur og ástæðan fyrir því að Laddi keypti sér fáránlega mikið að borða í sjoppunni kom bara eiginlega ekkert fram.
En það er hægt að benda á fullt af fleiri hlutum sem betur mátti fara, en það er samt ekkert endilega nauðsynlegt. Myndin hefur vissan blæ yfir sér. Hún var gerð á stuttum tíma og með lítið fjármagn en mér finnst hún virka svona eins og hún er. Minnir mig á gamlar íslenskar bíómyndir eins og Stellu í orlofi eða eitthvað svipað, sem er kannski bara ágætt.
Fór á Jóhannes eins og flest allir og fannst það bara ágæt skemmtun. Þetta er alveg ekta Ladda mynd og hann fellur vel inní hlutverkið sem Jóhannes. Skil vel þegar Þorsteinn Gunnar sagði að þeir höfðu viljað Ladda í hlutverkið, ekki bara til að selja fleiri miða heldur passar hann vel í hlutverkið. Eins og ég sagði áðan var þetta ágæt skemmtun ef maður var kannski ekki að pæla í smáatriðunum. Samtölin voru oft frekar kjánalegt og söguþráðurinn ekkert svakalega góður en hugmyndin var skemmtileg. Svolítil klisja, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis en það er líka oft fyndið.
Get ekki sagt að ég hafi verið sátt með alla leikarana. Unnur Birna er auðvitað nafn og selur örugglega nokkra miða, en hún kann ekki að leika af mínu mati. Man fyrir 5 árum fór ég á menntaskólaleikrit með henni og þá kunni hún ekki að leika of mér finnst það lítið breytt núna. Hún hefur örugglega ekki lagt eins mikinn metnað í vinnuna eins og t.d. Stefán Karl, því mjög margar setningarnar hennar eru stirðar og líklega lesnar beint uppúr handritinu. Stefán Karl stendur alveg uppúr af leikarahópnum og heldur t.d. alveg slagsmála senunni uppi að mínu mati. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart að hann hafi verið sá sem lagði mestu vinnuna við persónu sköpun og pælingar um karakterinn sinn.
Mér fannst nokkuð gott hjá Þorsteini að viðurkenna bara mistökin sín og segja að hann væri sammála þegar við bentum á galla myndarinnar. Þetta atriði þegar Laddi var í rútunni var alltof langt og það hefði bara verið asnalegt að neita því, rigningin klikkaði eitthvað og hann viðurkenndi það alveg og svo reyndi hann að útskýra sumt eins og klippinguna í flóttanum.
Margt af þessu sem mér fannst asnalegt beint eftir myndina gat Þorsteinn útskýrt með að það þurfti að klippa atriðið út úr myndinni. T.d.endirinn á bílferð Ladda og Unnar varð bara svona samantekt af öllu því sem þau hefðu talað um í u.m.b. 30 mínútur og ástæðan fyrir því að Laddi keypti sér fáránlega mikið að borða í sjoppunni kom bara eiginlega ekkert fram.
En það er hægt að benda á fullt af fleiri hlutum sem betur mátti fara, en það er samt ekkert endilega nauðsynlegt. Myndin hefur vissan blæ yfir sér. Hún var gerð á stuttum tíma og með lítið fjármagn en mér finnst hún virka svona eins og hún er. Minnir mig á gamlar íslenskar bíómyndir eins og Stellu í orlofi eða eitthvað svipað, sem er kannski bara ágætt.
Thursday, October 29, 2009
Festen
Ég ætlaði að skrifa um Chinatown en er ekki enn búin að horfa á hana alla svo ég bloggaði um mynd sem heitir Festen en Chinatown kemur á morgun!
Ég ætla að fjalla um myndina Festen sem er dönsk mynd frá árinu 1998. Þessi mynd er svokölluð Dogme mynd og er hún sú fyrsta í röðinni. Dogme 95 er samningur sem nokkrir leikstjórar hafa skrifað undir og átti hann að færa áherslu frá tæknibrellum og sviðsmyndum og meira í átt að sögunni sjálfri. Upphafsmenn þessa samnings er enginn annar en Lars Von Trier og leikstjórinn Thomas Vinterberg. Í samningnum felst að leikstjórinn sem ætlar að gera Dogme mynd þarf að tilkynna að hann ætli að gera hana áður en tökur hefjast. Myndin þarf svo að fylgja reglunum sem kallast kyskhedslöfte. Í reglunum felst að það er bannað að nota aukaútbúnað , allt verður að vera á staðnum fyrir fram, eins og ef senan er tekin í hótelherberginu verður hótelherbergið að vera þannig fyrirfram. Reglurnar banna að lýsa myndina aukalega nema með einum lampa á myndavélina, það er bannað að bæta við tónlist undir myndina, ef það er tónlist er hún tekin upp á sama tíma og búningar eru bannaðir. Það sem þó einkennir myndirnar mest er að það er bannað að nota myndavéla stand eða leggja hana niður svo það þarf alltaf að halda á henni. Allt það sem er gerist í myndinni verður að vera í nútíð og allt í myndinni verður að gerast svo það er ekki hægt að hafa morð eða eitthvað ónáttúrulegt. Svo skil ég ekki eina regluna alveg en það má ekki nefna leikstjórann.
Fyrsta Dogmemyndin er Festen og er leikstýrt af frumkvöðlinum Thomas Vinterberg. Hún hefur unið til fjölda verðlauna og tilnefnd til m.a. BAFTA og Golden Globe. Hún gerist öll í veislu sem haldin er í tilefni af 60 ára afmæli Helge sem leikinn af Henning Moritzen. Fjölskyldu og vinum er boðið í hótelið sem Helge og konan hans eiga. Börnin þeirra þrjú koma öll i veisluna en þau eru öll flutt af heiman. Það kemur smám saman í ljós að nýverið hafði systir þeirra, sem var jafnframt tvíburasystir Christian (Ulick Thomsen), framið sjálfsmorð. Systkinin eru ólík og þá sérstaklega yngri bróðurinn Michael (Thomas Bo Larsen) sem er óþroskaður og stundum eins og ofvirkt barn. Hin tvö, Christian og Helene(Paprika Steen) eru frekar hógvær en Christian er miklu hlédrægari. Rétt fyrir veisluna fer Helene inní herbergið þar sem systir þeirra átti að hafa framið sjálfsmorðið og finnur bréf frá systur sinni sem segir hver sjálfsmorðsástæða hennar var og afhjúpar dimmt leyndarmál í fjölskyldunni. Þetta leyndarmál er uppljóstrað í veislunni þar sem flestir kjósa að trúa því ekki.
Myndin er virkilega góð og fjallar um alvarlegt vandamál. Hún fær mann til að hugsa hvað maður myndi gera ef maður myndi lenda í svona aðstæðum eða hversu vandræðalegt það hlýtur að vera. Gestirnir láta þetta allir svona renna framhjá sér því enginn vill eyðileggja þessa fínu veislu. Í staðinn fara allir í afneitun og láta eins og ekkert hafi í skorist. Leikararnir eru mjög sannfærandi í sínum hlutverkum en sá sem mér fannst standa sig best var Thomas Bo Larsen. Hann var mjög pirrandi karakter sem fer örugglega í taugarnar á öllum og náði hann því mjög vel.
Þessi Dogme mynd fylgir reglunum svo það er alltaf haldið á tökuvélinni sem gerir þetta svolítið raunverulegra en aðrar myndir. En þrátt fyrir að það var haldið á tökuvélunum var það samt ekkert of truflandi. Atriði eins og þegar Christian er í skóginum eru mjög dimm en það er eflaust vegna þess að það á að vera um kvöld og það má ekkert stilla ljósin. Það var kannski það eina sem truflaði eitthvað.
Það sem ég fór mest að spá í eftir myndina er t.d. atriðið þar sem Christian á að vera orðinn drukkinn hvort hann sé það í raun og veru því allt það sem sést á filmunni er í alvöru og þess vegna ætti rauðvínið sem hann var að drekka að vera alvöru rauðvín og þegar Michael sefur hjá konunni sinni, hvort að þau þurftu að sofa saman í alvöru?!
Allavega er Dogme stíllinn mjög skemmtilegur og breytir svolítið til. Mæli með Dogme myndunum þær eru ekkert allar danskar og það er meira segja búið að gera dogme mynd á ensku um Festen, eða The Celebration, ég hef samt ekki séð hana..
Ég ætla að fjalla um myndina Festen sem er dönsk mynd frá árinu 1998. Þessi mynd er svokölluð Dogme mynd og er hún sú fyrsta í röðinni. Dogme 95 er samningur sem nokkrir leikstjórar hafa skrifað undir og átti hann að færa áherslu frá tæknibrellum og sviðsmyndum og meira í átt að sögunni sjálfri. Upphafsmenn þessa samnings er enginn annar en Lars Von Trier og leikstjórinn Thomas Vinterberg. Í samningnum felst að leikstjórinn sem ætlar að gera Dogme mynd þarf að tilkynna að hann ætli að gera hana áður en tökur hefjast. Myndin þarf svo að fylgja reglunum sem kallast kyskhedslöfte. Í reglunum felst að það er bannað að nota aukaútbúnað , allt verður að vera á staðnum fyrir fram, eins og ef senan er tekin í hótelherberginu verður hótelherbergið að vera þannig fyrirfram. Reglurnar banna að lýsa myndina aukalega nema með einum lampa á myndavélina, það er bannað að bæta við tónlist undir myndina, ef það er tónlist er hún tekin upp á sama tíma og búningar eru bannaðir. Það sem þó einkennir myndirnar mest er að það er bannað að nota myndavéla stand eða leggja hana niður svo það þarf alltaf að halda á henni. Allt það sem er gerist í myndinni verður að vera í nútíð og allt í myndinni verður að gerast svo það er ekki hægt að hafa morð eða eitthvað ónáttúrulegt. Svo skil ég ekki eina regluna alveg en það má ekki nefna leikstjórann.
Fyrsta Dogmemyndin er Festen og er leikstýrt af frumkvöðlinum Thomas Vinterberg. Hún hefur unið til fjölda verðlauna og tilnefnd til m.a. BAFTA og Golden Globe. Hún gerist öll í veislu sem haldin er í tilefni af 60 ára afmæli Helge sem leikinn af Henning Moritzen. Fjölskyldu og vinum er boðið í hótelið sem Helge og konan hans eiga. Börnin þeirra þrjú koma öll i veisluna en þau eru öll flutt af heiman. Það kemur smám saman í ljós að nýverið hafði systir þeirra, sem var jafnframt tvíburasystir Christian (Ulick Thomsen), framið sjálfsmorð. Systkinin eru ólík og þá sérstaklega yngri bróðurinn Michael (Thomas Bo Larsen) sem er óþroskaður og stundum eins og ofvirkt barn. Hin tvö, Christian og Helene(Paprika Steen) eru frekar hógvær en Christian er miklu hlédrægari. Rétt fyrir veisluna fer Helene inní herbergið þar sem systir þeirra átti að hafa framið sjálfsmorðið og finnur bréf frá systur sinni sem segir hver sjálfsmorðsástæða hennar var og afhjúpar dimmt leyndarmál í fjölskyldunni. Þetta leyndarmál er uppljóstrað í veislunni þar sem flestir kjósa að trúa því ekki.
Myndin er virkilega góð og fjallar um alvarlegt vandamál. Hún fær mann til að hugsa hvað maður myndi gera ef maður myndi lenda í svona aðstæðum eða hversu vandræðalegt það hlýtur að vera. Gestirnir láta þetta allir svona renna framhjá sér því enginn vill eyðileggja þessa fínu veislu. Í staðinn fara allir í afneitun og láta eins og ekkert hafi í skorist. Leikararnir eru mjög sannfærandi í sínum hlutverkum en sá sem mér fannst standa sig best var Thomas Bo Larsen. Hann var mjög pirrandi karakter sem fer örugglega í taugarnar á öllum og náði hann því mjög vel.
Þessi Dogme mynd fylgir reglunum svo það er alltaf haldið á tökuvélinni sem gerir þetta svolítið raunverulegra en aðrar myndir. En þrátt fyrir að það var haldið á tökuvélunum var það samt ekkert of truflandi. Atriði eins og þegar Christian er í skóginum eru mjög dimm en það er eflaust vegna þess að það á að vera um kvöld og það má ekkert stilla ljósin. Það var kannski það eina sem truflaði eitthvað.
Það sem ég fór mest að spá í eftir myndina er t.d. atriðið þar sem Christian á að vera orðinn drukkinn hvort hann sé það í raun og veru því allt það sem sést á filmunni er í alvöru og þess vegna ætti rauðvínið sem hann var að drekka að vera alvöru rauðvín og þegar Michael sefur hjá konunni sinni, hvort að þau þurftu að sofa saman í alvöru?!
Allavega er Dogme stíllinn mjög skemmtilegur og breytir svolítið til. Mæli með Dogme myndunum þær eru ekkert allar danskar og það er meira segja búið að gera dogme mynd á ensku um Festen, eða The Celebration, ég hef samt ekki séð hana..
Subscribe to:
Posts (Atom)