Saturday, October 31, 2009

Jóhannes

Okei í tilefni af mánaðarmótum kemur blogg hérna inn.


Fór á Jóhannes eins og flest allir og fannst það bara ágæt skemmtun. Þetta er alveg ekta Ladda mynd og hann fellur vel inní hlutverkið sem Jóhannes. Skil vel þegar Þorsteinn Gunnar sagði að þeir höfðu viljað Ladda í hlutverkið, ekki bara til að selja fleiri miða heldur passar hann vel í hlutverkið. Eins og ég sagði áðan var þetta ágæt skemmtun ef maður var kannski ekki að pæla í smáatriðunum. Samtölin voru oft frekar kjánalegt og söguþráðurinn ekkert svakalega góður en hugmyndin var skemmtileg. Svolítil klisja, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis en það er líka oft fyndið.
Get ekki sagt að ég hafi verið sátt með alla leikarana. Unnur Birna er auðvitað nafn og selur örugglega nokkra miða, en hún kann ekki að leika af mínu mati. Man fyrir 5 árum fór ég á menntaskólaleikrit með henni og þá kunni hún ekki að leika of mér finnst það lítið breytt núna. Hún hefur örugglega ekki lagt eins mikinn metnað í vinnuna eins og t.d. Stefán Karl, því mjög margar setningarnar hennar eru stirðar og líklega lesnar beint uppúr handritinu. Stefán Karl stendur alveg uppúr af leikarahópnum og heldur t.d. alveg slagsmála senunni uppi að mínu mati. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart að hann hafi verið sá sem lagði mestu vinnuna við persónu sköpun og pælingar um karakterinn sinn.
Mér fannst nokkuð gott hjá Þorsteini að viðurkenna bara mistökin sín og segja að hann væri sammála þegar við bentum á galla myndarinnar. Þetta atriði þegar Laddi var í rútunni var alltof langt og það hefði bara verið asnalegt að neita því, rigningin klikkaði eitthvað og hann viðurkenndi það alveg og svo reyndi hann að útskýra sumt eins og klippinguna í flóttanum.
Margt af þessu sem mér fannst asnalegt beint eftir myndina gat Þorsteinn útskýrt með að það þurfti að klippa atriðið út úr myndinni. T.d.endirinn á bílferð Ladda og Unnar varð bara svona samantekt af öllu því sem þau hefðu talað um í u.m.b. 30 mínútur og ástæðan fyrir því að Laddi keypti sér fáránlega mikið að borða í sjoppunni kom bara eiginlega ekkert fram.
En það er hægt að benda á fullt af fleiri hlutum sem betur mátti fara, en það er samt ekkert endilega nauðsynlegt. Myndin hefur vissan blæ yfir sér. Hún var gerð á stuttum tíma og með lítið fjármagn en mér finnst hún virka svona eins og hún er. Minnir mig á gamlar íslenskar bíómyndir eins og Stellu í orlofi eða eitthvað svipað, sem er kannski bara ágætt.

1 comment: