Monday, November 30, 2009
Some like it hot
Þessi bráðskemmtilega mynd frá árinu 1959 er með fyndnari svart hvítu myndum sem ég hef séð, ef ekki sú fyndnasta. Held þetta sé í fyrsta skipti sem ég hlæ í alvöru bara af því sem á að vera fyndið í myndinni en ekki af lélegum leikurum eða tæknibrellum. Myndin fjallar um saxafónleikarann Joe og bassaleikarann Jerry. Þeir verða vitni af hrottlegu morði flýgja þeir Chicago. Það eina sem býðst þessum fátæku tónlistarmönnum er vinna í Miami en eina vandamálið er að þeir þurfa að vera konur.
Það fyrsta sem ég vil nefna sem kostir við þessa mynd er leikurinn í henni. Joe Curtis og Jack Lemmon leika þar aðalhlutverkin en þeir fara báðir á kostum sem klæðskiptingarnir tveir. Húmorinn er svo góður hjá þeim og persónurnar eru algjör snilld. Monroe stóð sig líka ágætlega í sínu. Allavega skilaði ljósku bombu hlutverkinu ef maður horfir framhjá atriðinu þegar hún var að tala þarna í símann, og las greinilega handritið sitt um leið. Held að manni finnist þetta svona fyndið þar sem húmorinn er frekar nútímalegur, eins og þegar þeir eru alltaf að tala saman með mjög karlmannslegri röddu og gleyma sér kannski og segja eitthvað. Mynnti mig svolítið á ekki svo góðu myndina, White chicks, sem eflaust hefur sótt einhverja fyrirmynd í Some Like it Hot.
Annað sem gerir þessa mynd svona góða er að hún fer ekkert fram úr sjálfri sér. Þá meina ég að það er ekkert verið að gera neitt of mikið. Myndatakan er bara fín og tónlistin t.d. passar bara vel við. Oft finnst mér tónlistin í svart hvítu myndunum vera full mikil en í þessari fanns mér hún bara vel vil hæfi.
Ég hef ekki séð neina aðra mynd með Billu Wilder en mér leyst mjög vel á þessa. Einföld og vel leikstýrð. Vel skrifuð samtöl eru líka það sem mér hefur fundist vanta í svart hvítu myndirnar sem ég hef séð og ég fann ekkert fyrir neinu asnalegum setningum eða löngum pásum, það bara gekk allt frekar vel upp.
Ég kann kannski ekki alveg að meta þessar svart hvítu myndir en þetta er allt að koma og Some like it hot kom þeim allavega vel á kortið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Gamlar myndir eru "acquired taste". Myndirnar hans Billy Wilder hafa almennt elst vel og eru ekki það mikil viðbrigði frá nýrri myndum, en margar góðar gamlar myndir eru einfaldlega miklu hægari en myndirnar sem þið eruð vön og það tekur einfaldlega dágóðan tíma að venjast þessum hægagangi (ef maður á annað borð er til í að leggja það á sig). En gamlar myndir eru almennt séð alls ekki verri en nýjar myndir, þær eru bara öðruvísi.
ReplyDelete4 stig.