Monday, November 30, 2009

Tvær danskar

Tvær danskar, í viðbót!
Horfði á tvær danskar kvikmyndir um daginnþ Sú fyrri heitir Cecilie og er frá árinu 2007. Hún er spennumynd eða nokkurs konar sálfræðitryllir. Hún fjallar um konu, Cecilie, sem flytur í nýtt hús með unnustanum sínum. Þar fær hún nýtt starf sem kennari í skólanum. Þá hefjast einhverjir yfirnáttúrulegir hluti að gerast fyrir hana. Hún byrjar að vakna á nóttunni og heyra í stelpu vera gráta. Hún segir kærastanum sínum frá þessu sem hann á mjög erfitt með að trúa. Atburðirnir verða svo alltaf stærri og stærri. Hún er í baði þegar unnustinn hennar kemur að henni og þá lýtur allt út fyrir að hún sé að reyna fremja sjálfsmorð með því að drekkja sér. En það sem gerðist frá henni séð var að hún var í baði og allt í einu er hún stödd í vatni þar sem hún sekkur niður og það frýs yfir svo hún kemst ekki upp. Þetta veldur því að hún er lögð inná spítala á geðdeild. Þar kynnist hún lækni sem reynir að hjálpa henni og með hans hjálp finnur hún útskýringuna á þessum atburðum. Þessi útskýring hljómar frekar kunnuglega en hún er sú að það er einhver tengin við stelpu sem dó fyrir 30 árum tíma sem heitir Camilla og hún er að reyna ná til Cecilie því morðinginn sem drap Camille gengur enn laus.
Mér fannst þetta ekkert sérstök mynd á heildina litið. Hún var frekar langdregin og klisjukennd og þar sem hún átti að vera einhver sálfræði tryllir, eða svo sagði hulstrið, þá var hún það bara ekkert. Heldur frekar fyrirsjáanleg. Hins vegar má benda á góða myndatöku og mjög flott skot. Þegar myndavélin er sett í gegnum rúðuna á bílnum út um hana aftur og inn í húsið og gegnum handriðið var mjög töff, átti að vera draugurinn að ferðast sem var að vísu frekar kjánalegt en myndatakan vel gerð. Annað sem má benda gott við þetta myndatökuna er mjög vel gerð skiptingin þegar verið er að sýna frá Cecilie og yfir til Camillu þegar hún var t.d. á sama stað og Cecilie, 30 árum áður.

Ég horfði líka á aukaefnið þar sem sýnt var mikið frá því að lita samsetningin í myndinni var mikið pælt í, m.a.s. veggina á baðherberginu þar sem atvikið með baðið átti sér stað. Að mínu mati hefði mátt hugsa betur út í eitthvað annað svo sem söguþráð frekar en þannig.
Þetta er kannski ágætis mynd ef marka má aðrar danska sálfræði trylla, ef það eru einhverjir til en annars samanborði við marga slíka er hún ekki upp á marga fiska.


Önnur danska myndin sem ég horfði á var Blå mænd. Hún er frá árinu 2008 og er gamanmynd. Hún fjallar um mann sem heitir Jesper Jendssen. Hann vinnur hjá stórfyrirtæki þar sem allt er mjög ópersónulegt en Jesper er mjög góður í starfinu sínu þar, yfirleitt starfsmaður mánaðarins. Hann býr í voða fínu húsi með konunni sinni. Kvöld eitt þegar hann var búinn að drekka nokkur rauðvínsglös ákvað hann að fara út í búð að kaupa trönuberjadjús. Hann lendir þá í árekstri og er sviptur ökuleyfinu og dæmdur til að vinna á lokal ruslahaugunum eða endurvinnslustöð ein og þetta heitir víst. Hann segist þurfa frí í vinnunni sinni en lýgur að vinum sínum og flest öðrum að hann sé að fara byrja nýtt fyrirtæki því hann þorir ekki að segja þeim að hann hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur hvað þá að hann vinni á endurvinnslustöð. Þegar yfirmaður hans fréttir svo að Jesper sé að reyna stofna fyrirtæki á bak við hann rekur hann Jesper. Þá brotnar allt niður og konan hans fer meira að segja frá honum.

Þetta er frekar fyndin mynd og góð pæling, að setja clean cut gæja á endurvinnslu stöð með fullt af rugluðu liði. Það fyndnasta í myndinni er einmitt fólkið sem hann fer að vinna með. Samstarfsfólkið hans eru 3, ein veruleikafyrrt og ímyndunarveik kona sem heitir Lotte, óöruggur og asnalegur maður sem heitir Dion og svo yfirmaðurinn hans sem heitir Theodor sem er líka bara kjánalegur, svona vandræðalega týpan.
Hún er frekar vel gerð þessi mynd en samt mjög einföld. Ekkert af tæknibrellum eða neitt þannig nema kannski þegar Lotte er að ímynda sér eitthvað og það allt kemur bara vel út. Þetta er ekkert nýjasta tæknin en hún er bara látin virka þannig og heppnast ágætlega. Reyndar frekar kjánalegur endir að mínu mati, hann kynnist svo einhverri konu sem er alltaf á ruslahaugunum og enda á því að vera ástfangin, en endirinn hefði verið asnalegri ef hann hefði farið bara aftur i fyrirtækið og ekkert breyst. Fín mynd og góðir leikarar með mjög fyndna karaktera á milli.

1 comment:

  1. Pældu samt í því hvað uppbyggingin (a.m.k. eins og þú lýsir henni) er eftir bókinni. Við kynnumst aðalpersónunni sem lendir svo í einhverju sem kemur lífi hans úr skorðum (hvatningaratvikið), og svo þarf hann að takast á við eitt og annað þangað til líf hans nær að lokum nýju jafnvægi...

    7 stig.

    ReplyDelete