Monday, November 30, 2009

Chinatown


Mánaðarmót eru að ganga í garð og því tilvalið að blogga smá...
Chinatown (1974) frá leikstjóranum Roman Polanski fjallar um fyrrverandi lögreglumanninn Jake Gittes. Hann er einkaspæjari sem er ráðin af konu sem segist vera Mrs. Mulwray kona Mr. Hollis Mulwray. Hún biður hann um að fylgjast með manninum sínum því hún heldur að hann sé að halda framhjá sér. Gittes gerir þetta og kemst að því að Mulwray er að halda framhjá konunni sinni og kemst framhjáhaldið í blöðin. Mr. Mulwray hverfur og finnst að lokum dáin en þá kemur kona til Gittes og kemur þá í ljós að hún er raunverulega Mrs. Mulwray en ekki sú sem kom til Gittes áður.
Gittes fer að rannsaka morðið, sem lögregla segir fyrst vera slys, og kemst að miklu samsæri um vatnsuppsprettu í L.A. og faðir Mrs. Mulwray, Noah Cross. Auðvitað varð svo eitthvað samband til milli Gittes og Mrs. Mulwray.
Þrátt fyrir nokkrar klisjur og kannski fyrirsjáanleg atriði þá fannst mér endirinn ekki vera það, allavega ekki endalok Mrs. Mulwrays. Það er líka margt sem maður bjóst kannski ekki við, eins og að dóttir hennar væri systir hennar líka! En sem sagt ágætur söguþráður, samt smá skrítinn titill á myndinni þar sem tengingin við Chinatown var ekkert stór partur af myndinni, Gittes vann þar bara og var lögregla þar. Ekkert að setja út á myndartöku eða tónlist, bæði bara ágætt í myndinni, ég tók allavega ekki eftir neinu sérstöku.
Jack Nicholson leikur Gittes vel. Reyndar finnst Jack bara vera frekar töff leikari og karakterinn hans verður þá bara sjálfkrafa frekar kúl. Hann er mjög greinilega aðalhlutverkið í myndinni enda held ég að það sé ekki eitt einasta atriði sem hann er ekki í. Meira að segja þegar hann varð meðvitundarlaus þá kemur fade to black. Fay Dunaway er fín líka en enginn stórleikur neitt. Annars hef ég ekkert meira að segja um myndina nema eitt sem mér fannst frekar asnalegt og tók eftir reyndar var þegar Gittes blotnar þarna þegar hann lendir í vatninu og svo stuttu seinna er hann alveg orðinn þurr...
Allavega fín mynd og mæli með henni, það er líka til framhaldsmynd sem heitir The Two Jakes sem ég væri alveg til í að sjá.

1 comment:

  1. The Two Jakes þykir mun mun slakari (og eiginlega algjört drasl). Upphaflega áttu myndirnar að vera þrjár, en Two Jakes floppaði svo gjörsamlega að númer þrjú var aldrei gerð.

    4 stig.

    ReplyDelete