Sunday, February 28, 2010
Hangover
Ég horfði á Hangover um helgina. Ég var ekkert búin að sjá hana síðan ég fór á hana í bíó. Þó ég var ekki búin að gleyma kannski hvar brúðguminn var niðurkominn fannst mér algjör snilld að horfa á þessa fáránlega fyndnu mynd aftur. Ég veit ekki hvort ég sé að fara svolítið mainstream með því að segja þetta en mér finnst hún alveg í topp 10 fyndnustu myndum sem ég hef séð!
Hún er leikstýrð af Todd Philps sem leikstýrði Old School sem mér finnst líka fáránlega fyndin. Hangover fjallar samsagt um Doug sem er að fara gifta sig og steggjaferðina hans til Las Vegas. Hann fer með bestu vinum sínum tveimur, grunnskólakennaranum Phil og tannlækninum Stu, og seingáfaða mági sínum, Alan. Myndin hefst á skoti þar sem sýnt er frá Phil, hringja í unnustu Dougs, Tracy, 5 klukkutímum fyrir brúðkaupið og segja henni að þeir séu búnir að týna honum. Þeir fóru á föstudeginum fyrir brúðkaupið sem átti að vera á sunnudeginum. Í næstu senu er svo sýnt frá þeim leggja af stað til Las Vegas tveim dögum áður. Skot fram í tímann sem koma svo aftur seinna í myndinni finnst mér mjög töff og í þessari mynd var það vel gert, enda passaði það vel inní í Hangover. Ég bældi einmitt í því þegar ég sá myndina í bíói af hverju einhver myndi fara í steggjapartýinu sínu til Las Vegas tveimur dögum fyrir brúðkaupið en ég horfði á lengri útgáfuna um helgina þar sem Doug sagði eitthvað við Tracy um að það væri slæmt að fara svona stuttu fyrir brúðkaupið en hún sagði honum að fara samt, hann ætlaði bara að vera í eina nótt.
Þeir fara semsagt fjórir saman á bíl frá tengdaföður Dougs. Leigja svaka svítu á hótelinu og fara svo út að skemmt sér. Næsta sem við sjáum er þegar þeir vakna á svítunni, allir nema Doug. Hel þunnir reyna þeir að setja saman hvað gerðist í gær og reyna þannig að finna Doug, sem reynist hægara sagt en gert! Þeir virðast allir hafa gleymt því sem gerðist um kvöldið enda var laumað lyfi í drykkinn þeirra. Inní leitina þeirra fléttast svo ýmislegt eins og týnt barn og tígrisdýr sem þeir finna í herberginu sínu á hótelinu. Fram koma svo Heather Graham og Mike Tyson sem hann sjálfur.
Flest allar gamanmyndir virka vel því þær fjalla um eitthvað sem við hin getum tengt við. Hangover er svo sannarlega engin undantekning. Flestir ef ekki allir geta einmitt tengt við það að vera þunnur og það er einmitt það sem gerir myndina fyndna. Auðvitað er þetta öfgakennt dæmi en ég er alveg viss um að það sé eitthvað til í þessu hjá mér.
Steggjaparty eða bachelor party myndir eru samt yfirleitt flestar eins. Ef það er eitthvað bachelor party sem á að gerast í mynd er yfirleitt sýnt frá því öllu og látið það vera eins og maður ímyndar sér að þannig bandarískt party eru eða það er sýnt í svona flash backum hvernig þau voru. Það er líka eitt að því sem gerir þessa mynd svolítið skemmtilega og frábrugðna öðrum grínmyndum að þar er ekki sýnt nákvæmlega hvernig hlutirnir gerðust heldur kannski sýn einstakar myndir frá atvikinu og svo er leyft manni að ímynda sér þetta sjálfur.
Aðalástæða fyrir velgengni þessarar myndar er því ekkert stórleikarar eða leikstjóri eða brjáluð markaðssetning heldur almennt fyndin mynd. Hún nær þessum ballansi milli þess að ofbjóða manni og hafa bara fyndnar persónur. Karaterarnir eru samt ekkert glænýjar. Við höfum stressaða gæjann sem er stjórnað algjörlega af leiðinlegu og fáránlega stjórnsömu kærustunni, skrítna gaurinn sem er með endalaust af fyndnum setningum og frekar steiktur en leynir engu að síður á sér með einhvern hæfileika (í þessu tilfelli að telja spil) og svo kvennamanninn og stjórnar svolítið hópnum. En leikararnir í þessari mynd eiga svo sannarlega hrós skilið og þrátt fyrir allt það fáránlega sem þeir gera eða lenda í virðist það einhvern vegin vera trúverðugt, væntanlega því þeir eru góðir leikarar. Gaman líka að sjá hvað aukaleikararnir pössuðu vel í hlutverkin sín en þar má nefna Graham en sérstaklega Jeffrey Tambor sem tengdapabbi Dougs sem hefur pínu þráhyggju fyrir bílnum sínum og hefur greinilega haft góðar stundir í Vegas miðað við hvernig hann tala um staðinn. Mike Tyson var líka góð viðbót í þessa mynd, svolítið skrítin en fyndin samt...
En ég held að fyrir mér sé leikarinn sem leikur feita Jesúsinn, Alan sá allra besti í þessari mynd.
Hann heitir Zach Galifianakis og ég kíkti inná imdb og kannast bara ekki við neitt sem hann hefur gert áður en hann lék í Hangover. Eftir hana hins vegar hefur hann leikið í Up in the air og er búinn að samþykkja eða leika í fjórum myndum sem koma út í ár eða á því næsta. Ég myndi allavega segja að hann hafi vakið athyglu með leik sínum í þessari mynd! Flest atriðin sem standa uppúr Hangover er vegna þess að hann er að fara á kostum. T.d. með ræðunni sinni uppá þakinu, hann að mastera að telja spilin og svo endalaust af fyndnum setningum eins og :
Alan: It would be so cool if I could breast-feed.
Alan: Tigers love pepper... they hate cinnamon.
Alan Garner: Oh, you know what? Next week's no good for me... The Jonas Brothers are in town. But any week after that, it's totally fine.
Alan: What if Doug's dead? I can't afford to lose somebody close to me again, it hurts too much. I was so upset when my grandpa died.
Phil: How'd he die?
Alan: World War II.
Phil : Died in battle?
Alan : No, he was skiing in Vermont, it was just during World War II.
En sem sagt, á heildina litið er þetta vel heppnuð grínmynd sem ég verð að mæla með. Meira að segja fyrir alla, mér finnst það ættu eiginlega allir að geta haf gaman af þessari mynd. Tók svolítið eftir tónlistinni þegar ég horfði á hana núna, kannski svolítið klúður að setja lög sem eru svona hittarar í mánuð inní mynd sem verður alveg vinsæl áfram en lögin passa samt alveg vel við Vegas stílinn. Verð bara nefna líka að handritið er gott, plottið virkaði vel og hvar Doug finnst að lokum kom mér alveg á óvart.. ég var allavega ekki búin að fatta það. Verð þó að viðurkenna að það er kannski ekki alveg jafnskemmtilegt að horfa á myndina í annað skiptið þegar maður veit hvar hann er.
Já, þegar ég kíkti inná imdb sá ég líka eitthvað Hangover 2 sem er einhver pæling held ég eða búið að ákveða að gera. Get ekki sagt að mér finnist það vera góð hugmynd. Allavega er endirinn á Hangover alveg ágætur og skil ekki alveg að þetta að þurfa mjólka það sem hefur gengið vel, en við sjáum til.
Sex and the city
Ég horfði á þessa í jólafríinu. Ótrúlegt fyrir sumum en þá var ég búin að sjá alla þættina en hafði ekki séð ennþá myndina. Ég fékk hana sem sagt í afmælisgjöf og horfði á hana daginn eftir. Mér finnst hún frekar umdeild þar sem margir eru auðvitað á móti framhaldsmyndum svona almennt, ég er það hins vegar ekki en þessi mynd var bara ein af þeim sem fer óvart framhjá manni. Allir búnir að sjá hana í bíó og kannski ekki mynd sem maður nennir að leigja sér og horfa á einn. Það voru samt avleg margir sem biðu eftir henni í röðum fyrir utan kvikmyndahúsin. Ég veit meira að segja um fullt af stelpum sem fóru á hana tvisvar jafnvel þrisvar á myndina í bíó. Það finnst mér nú pínu klikkað. En sem sagt, eftir frekar mismunandi dóma ákvað ég að skella myndinni í tækið og dæma fyrir sjálfa mig.
Hún er eins og flestir vita um Carrie Bradshaw og þrjár vinkonur hennar. Síðan að þættirnir hættu áttu að hafa liðið fjögur ár þar til myndin kom út. Margt á að hafa drifið á daga vinkvennanna en myndin hefst á því þegar Mr. Big og Carrie eru að leita sér að íbúð saman. Þau ákveða svo að gifta sig en sú ákvörðun á heldur betur eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar og þurfa þær stöllurnar að standa saman sem aldrei fyrr!
Ég nenni ekki að fara yfir söguþráðinn eitthvað betur. Hann minnti óneitanlega mikið á langan þátt af Sex and the city en mér fannst hann þó vera aðeins öðruvísi. Allavega í töluvert betri gæðum og lagt meira uppúr myndatökum og senum í þetta skiptið. Ætli það hafi ekki átt að sýna muninn á myndinni og þáttunum. Að þættirnir væru svona grófari úttgáfan af myndinni sem væri svona endalokin í seríunni. Því var þó ekki fylgt eftir því núna er á leiðinni Sex and the city 2!! jæjaaaa, talandi um að blóðmjólka hlutina. Mér fannst asnalegt að gera Joey þætti eftir Friends en að mínu mati slapp alveg framhaldsmyndin Sex and the city. En að gera aðra er bara full langt gengið en auðvitað eru flest allir aðdáendur og bara flest allar stelpur/konur að fara á þessa mynd! Hún getur eiginlega ekki klikkað. Þetta er svona eins með Twilight. Það vær alveg eins hægt að gera 100 mínútna langa mynd um snigla, svo lengi sem hún heitir Twilight og á að vera framhaldsmyndin af hinum tveimur mun seljast upp á hana í hálft ár eða eitthvað....
En aftur að Sex and the city myndinni. Ég kunni alveg að meta þessa mynd þegar ég sá hana alla að lokum. Stundum verið að gera aðeins of mikið úr fötunum sem þættirnir voru svo frægir fyrir. Hún byrjar á því að staðhæfa það að allar konur leita að L unum tveimur, Labels og Love.. Baahh! Svolítið að reyna vera of fabulous mynd og svaka fansý. En hún var svo bara fín og ekkert alltaf verið að nudda manni uppúr fína og fræga lífinu í NY. Sumar senurnar voru svolítið langdregnar, eins og þegar Carrie var að máta brúðkjóla og sitja fyrir hjá Vogue og það tók svona 10 mínútur að sýna hana í mismunandi kjólum. Sumt var líka bara kjánalegt eins og þegar hún fer uppí rúm að lesa bók er húní náttfötum en með perluhálsfesti, sem er svona að ofgera það að Carrie eigi að vera tísku frík sem lýtur alltaf vel út.
Allavega, þær fjórar voru frekar samkvæmar sjálfum sér í myndinni og þær voru í þáttunum. Söguþráðurinn var kannski full fyrirsjáanlegur en maður horfði á myndina engu að síður og dáðist af fötunum, hló af stælunum í Samanthu, kaldhæðni Miröndu og stressinu í Charlotte. Þetta var alveg klassísk stelpumynd sem sumir geta horft á aftur og aftur. Ég er samt ekki alveg viss um að ég horfi á hafa strax aftur, en ég mun eflaust hjá hana aftur einn daginn.
HIMYM
Ætla að henda inn einu stuttu í tilefni af, eins og venjulega, mánaðarmótum!!
Ég ætla sem sagt að taka annað þátta bloggið mitt. Þar sem að mér finnst frekar skrítið að blogg um heila þáttaröð í kvikmyndagerð verður þetta í styttri kanntinum.
How I met your mother eru þættir sem ég fylgist alltaf með. Þetta er þættir um fimm vini sem hanga saman á hverjum degi. Það er nú ekkert splunku nýtt að gera þætti um vini sem eru alltaf saman og hafa þekkst mis lengi og vel. En á meðan hugmyndirnar eru nýjar og góðar fylgist ég ennþá með. Það sem gerir þessa þætti þó öðruvísi frá t.d. Friends er að þættirnir eiga að vera engusögn aðalpersónunnar, Teds. Eins og nafnið gefur til kynna er hann sem sagt að segja börnunum sínum frá því hvernig hann kynntist mömmu þeirra.
Þáttaraðirnar enda þá væntanlega á því þegar það verður sýnt frá því hvernig hann kynnist henni. Það er því alltaf að styttast í það. Í síðustu þáttunum er Ted einmitt farinn að kenna arkitektúr en framtíðar konan hans er, eins og við höfum fengið að vita, að læra í skólanum.
Þessir fimm vinir lenda svo í ýmsu í þáttunum. Besti vinur Teds er Marshall og hefur verið það síðan í háskóla. Kona Marshalls, Lilly, er besta vinkona hans en Robin er það eiginlega líka. Hún og Ted voru líka einu sinni saman. Síðan kemur hinn óútreiknanlegi Barey sem er svona þessi tíbýski kvennabósi, alltaf í jakkafötum og vinnur hjá einhverju risa fyrirtæki, sefur hjá fullt af konum og er alveg sama um þær allar. Þrátt fyrir að vera samt alltof fyrirsjáanlegur er hann öðruvísi en þessi venjulegi ladysman, veit samt ekki alveg afhverju, örugglega af því að hann er meira en of ýktur. Líka með svona fáránlega frasa eins og "Legend- wait for it- dary" og "Suit up!". Fyndið að leikarinn sem leikur Barney, Neil Patrick Harris er samkynhneigður, eða ég heyrði það..
Þessa þætti get ég samt alveg horft á aftur, ef maður er kannski þreyttur og langar að horfa á eitthvað heilalaust er þetta tilvalið efni. Fyndið og alls ekki of djúpt. Húmorinn liggur yfirleitt í persónunum og skotunum sín á milli. Söguþráðurinn er samt misjafn og er oft svolítið framhald af síðasta þætti, þó það sé alls ekki nauðsynlegt að sjá alla þættina.
Þættirnir sem byggjast á fáránlegum skilgreiningum frá Barney eða lögmálum hans úr bókinni, "the Bro Code" (sem hægt er að kaupa á netinu) eru að mínu mati samt ofast fyndnastir. T.d. mæli ég með þáttum eins og Slapsgiving og The chain og screaming.
Hér er brot úr Slapsgiving þættinum:
Subscribe to:
Posts (Atom)