Sunday, February 28, 2010
Hangover
Ég horfði á Hangover um helgina. Ég var ekkert búin að sjá hana síðan ég fór á hana í bíó. Þó ég var ekki búin að gleyma kannski hvar brúðguminn var niðurkominn fannst mér algjör snilld að horfa á þessa fáránlega fyndnu mynd aftur. Ég veit ekki hvort ég sé að fara svolítið mainstream með því að segja þetta en mér finnst hún alveg í topp 10 fyndnustu myndum sem ég hef séð!
Hún er leikstýrð af Todd Philps sem leikstýrði Old School sem mér finnst líka fáránlega fyndin. Hangover fjallar samsagt um Doug sem er að fara gifta sig og steggjaferðina hans til Las Vegas. Hann fer með bestu vinum sínum tveimur, grunnskólakennaranum Phil og tannlækninum Stu, og seingáfaða mági sínum, Alan. Myndin hefst á skoti þar sem sýnt er frá Phil, hringja í unnustu Dougs, Tracy, 5 klukkutímum fyrir brúðkaupið og segja henni að þeir séu búnir að týna honum. Þeir fóru á föstudeginum fyrir brúðkaupið sem átti að vera á sunnudeginum. Í næstu senu er svo sýnt frá þeim leggja af stað til Las Vegas tveim dögum áður. Skot fram í tímann sem koma svo aftur seinna í myndinni finnst mér mjög töff og í þessari mynd var það vel gert, enda passaði það vel inní í Hangover. Ég bældi einmitt í því þegar ég sá myndina í bíói af hverju einhver myndi fara í steggjapartýinu sínu til Las Vegas tveimur dögum fyrir brúðkaupið en ég horfði á lengri útgáfuna um helgina þar sem Doug sagði eitthvað við Tracy um að það væri slæmt að fara svona stuttu fyrir brúðkaupið en hún sagði honum að fara samt, hann ætlaði bara að vera í eina nótt.
Þeir fara semsagt fjórir saman á bíl frá tengdaföður Dougs. Leigja svaka svítu á hótelinu og fara svo út að skemmt sér. Næsta sem við sjáum er þegar þeir vakna á svítunni, allir nema Doug. Hel þunnir reyna þeir að setja saman hvað gerðist í gær og reyna þannig að finna Doug, sem reynist hægara sagt en gert! Þeir virðast allir hafa gleymt því sem gerðist um kvöldið enda var laumað lyfi í drykkinn þeirra. Inní leitina þeirra fléttast svo ýmislegt eins og týnt barn og tígrisdýr sem þeir finna í herberginu sínu á hótelinu. Fram koma svo Heather Graham og Mike Tyson sem hann sjálfur.
Flest allar gamanmyndir virka vel því þær fjalla um eitthvað sem við hin getum tengt við. Hangover er svo sannarlega engin undantekning. Flestir ef ekki allir geta einmitt tengt við það að vera þunnur og það er einmitt það sem gerir myndina fyndna. Auðvitað er þetta öfgakennt dæmi en ég er alveg viss um að það sé eitthvað til í þessu hjá mér.
Steggjaparty eða bachelor party myndir eru samt yfirleitt flestar eins. Ef það er eitthvað bachelor party sem á að gerast í mynd er yfirleitt sýnt frá því öllu og látið það vera eins og maður ímyndar sér að þannig bandarískt party eru eða það er sýnt í svona flash backum hvernig þau voru. Það er líka eitt að því sem gerir þessa mynd svolítið skemmtilega og frábrugðna öðrum grínmyndum að þar er ekki sýnt nákvæmlega hvernig hlutirnir gerðust heldur kannski sýn einstakar myndir frá atvikinu og svo er leyft manni að ímynda sér þetta sjálfur.
Aðalástæða fyrir velgengni þessarar myndar er því ekkert stórleikarar eða leikstjóri eða brjáluð markaðssetning heldur almennt fyndin mynd. Hún nær þessum ballansi milli þess að ofbjóða manni og hafa bara fyndnar persónur. Karaterarnir eru samt ekkert glænýjar. Við höfum stressaða gæjann sem er stjórnað algjörlega af leiðinlegu og fáránlega stjórnsömu kærustunni, skrítna gaurinn sem er með endalaust af fyndnum setningum og frekar steiktur en leynir engu að síður á sér með einhvern hæfileika (í þessu tilfelli að telja spil) og svo kvennamanninn og stjórnar svolítið hópnum. En leikararnir í þessari mynd eiga svo sannarlega hrós skilið og þrátt fyrir allt það fáránlega sem þeir gera eða lenda í virðist það einhvern vegin vera trúverðugt, væntanlega því þeir eru góðir leikarar. Gaman líka að sjá hvað aukaleikararnir pössuðu vel í hlutverkin sín en þar má nefna Graham en sérstaklega Jeffrey Tambor sem tengdapabbi Dougs sem hefur pínu þráhyggju fyrir bílnum sínum og hefur greinilega haft góðar stundir í Vegas miðað við hvernig hann tala um staðinn. Mike Tyson var líka góð viðbót í þessa mynd, svolítið skrítin en fyndin samt...
En ég held að fyrir mér sé leikarinn sem leikur feita Jesúsinn, Alan sá allra besti í þessari mynd.
Hann heitir Zach Galifianakis og ég kíkti inná imdb og kannast bara ekki við neitt sem hann hefur gert áður en hann lék í Hangover. Eftir hana hins vegar hefur hann leikið í Up in the air og er búinn að samþykkja eða leika í fjórum myndum sem koma út í ár eða á því næsta. Ég myndi allavega segja að hann hafi vakið athyglu með leik sínum í þessari mynd! Flest atriðin sem standa uppúr Hangover er vegna þess að hann er að fara á kostum. T.d. með ræðunni sinni uppá þakinu, hann að mastera að telja spilin og svo endalaust af fyndnum setningum eins og :
Alan: It would be so cool if I could breast-feed.
Alan: Tigers love pepper... they hate cinnamon.
Alan Garner: Oh, you know what? Next week's no good for me... The Jonas Brothers are in town. But any week after that, it's totally fine.
Alan: What if Doug's dead? I can't afford to lose somebody close to me again, it hurts too much. I was so upset when my grandpa died.
Phil: How'd he die?
Alan: World War II.
Phil : Died in battle?
Alan : No, he was skiing in Vermont, it was just during World War II.
En sem sagt, á heildina litið er þetta vel heppnuð grínmynd sem ég verð að mæla með. Meira að segja fyrir alla, mér finnst það ættu eiginlega allir að geta haf gaman af þessari mynd. Tók svolítið eftir tónlistinni þegar ég horfði á hana núna, kannski svolítið klúður að setja lög sem eru svona hittarar í mánuð inní mynd sem verður alveg vinsæl áfram en lögin passa samt alveg vel við Vegas stílinn. Verð bara nefna líka að handritið er gott, plottið virkaði vel og hvar Doug finnst að lokum kom mér alveg á óvart.. ég var allavega ekki búin að fatta það. Verð þó að viðurkenna að það er kannski ekki alveg jafnskemmtilegt að horfa á myndina í annað skiptið þegar maður veit hvar hann er.
Já, þegar ég kíkti inná imdb sá ég líka eitthvað Hangover 2 sem er einhver pæling held ég eða búið að ákveða að gera. Get ekki sagt að mér finnist það vera góð hugmynd. Allavega er endirinn á Hangover alveg ágætur og skil ekki alveg að þetta að þurfa mjólka það sem hefur gengið vel, en við sjáum til.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sammála því að Zach Galifianikis er klárlega langfyndnastur í þessari mynd. Ég get mælt með þáttunum Bored to Death - þeir eru ekkert spes en Zach leikur í þeim og er alveg jafn góður og í þessari. Einnig er hann með skemmtilega spjallþætti á Funny or Die sem heita Between Two Ferns. Mæli hiklaust með þeim.
ReplyDelete8 stig.