Sunday, February 28, 2010

HIMYM


Ætla að henda inn einu stuttu í tilefni af, eins og venjulega, mánaðarmótum!!
Ég ætla sem sagt að taka annað þátta bloggið mitt. Þar sem að mér finnst frekar skrítið að blogg um heila þáttaröð í kvikmyndagerð verður þetta í styttri kanntinum.

How I met your mother eru þættir sem ég fylgist alltaf með. Þetta er þættir um fimm vini sem hanga saman á hverjum degi. Það er nú ekkert splunku nýtt að gera þætti um vini sem eru alltaf saman og hafa þekkst mis lengi og vel. En á meðan hugmyndirnar eru nýjar og góðar fylgist ég ennþá með. Það sem gerir þessa þætti þó öðruvísi frá t.d. Friends er að þættirnir eiga að vera engusögn aðalpersónunnar, Teds. Eins og nafnið gefur til kynna er hann sem sagt að segja börnunum sínum frá því hvernig hann kynntist mömmu þeirra.

Þáttaraðirnar enda þá væntanlega á því þegar það verður sýnt frá því hvernig hann kynnist henni. Það er því alltaf að styttast í það. Í síðustu þáttunum er Ted einmitt farinn að kenna arkitektúr en framtíðar konan hans er, eins og við höfum fengið að vita, að læra í skólanum.

Þessir fimm vinir lenda svo í ýmsu í þáttunum. Besti vinur Teds er Marshall og hefur verið það síðan í háskóla. Kona Marshalls, Lilly, er besta vinkona hans en Robin er það eiginlega líka. Hún og Ted voru líka einu sinni saman. Síðan kemur hinn óútreiknanlegi Barey sem er svona þessi tíbýski kvennabósi, alltaf í jakkafötum og vinnur hjá einhverju risa fyrirtæki, sefur hjá fullt af konum og er alveg sama um þær allar. Þrátt fyrir að vera samt alltof fyrirsjáanlegur er hann öðruvísi en þessi venjulegi ladysman, veit samt ekki alveg afhverju, örugglega af því að hann er meira en of ýktur. Líka með svona fáránlega frasa eins og "Legend- wait for it- dary" og "Suit up!". Fyndið að leikarinn sem leikur Barney, Neil Patrick Harris er samkynhneigður, eða ég heyrði það..

Þessa þætti get ég samt alveg horft á aftur, ef maður er kannski þreyttur og langar að horfa á eitthvað heilalaust er þetta tilvalið efni. Fyndið og alls ekki of djúpt. Húmorinn liggur yfirleitt í persónunum og skotunum sín á milli. Söguþráðurinn er samt misjafn og er oft svolítið framhald af síðasta þætti, þó það sé alls ekki nauðsynlegt að sjá alla þættina.

Þættirnir sem byggjast á fáránlegum skilgreiningum frá Barney eða lögmálum hans úr bókinni, "the Bro Code" (sem hægt er að kaupa á netinu) eru að mínu mati samt ofast fyndnastir. T.d. mæli ég með þáttum eins og Slapsgiving og The chain og screaming.
Hér er brot úr Slapsgiving þættinum:

1 comment:

  1. Mjög misjafnir þættir. Sumir þættir eru "instant classic" og aðrir eru einfaldlega ekkert spes. Og svo er Ted frekar leiðinlegur karakter.

    5 stig.

    ReplyDelete