
Ég horfði á þessa í jólafríinu. Ótrúlegt fyrir sumum en þá var ég búin að sjá alla þættina en hafði ekki séð ennþá myndina. Ég fékk hana sem sagt í afmælisgjöf og horfði á hana daginn eftir. Mér finnst hún frekar umdeild þar sem margir eru auðvitað á móti framhaldsmyndum svona almennt, ég er það hins vegar ekki en þessi mynd var bara ein af þeim sem fer óvart framhjá manni. Allir búnir að sjá hana í bíó og kannski ekki mynd sem maður nennir að leigja sér og horfa á einn. Það voru samt avleg margir sem biðu eftir henni í röðum fyrir utan kvikmyndahúsin. Ég veit meira að segja um fullt af stelpum sem fóru á hana tvisvar jafnvel þrisvar á myndina í bíó. Það finnst mér nú pínu klikkað. En sem sagt, eftir frekar mismunandi dóma ákvað ég að skella myndinni í tækið og dæma fyrir sjálfa mig.
Hún er eins og flestir vita um Carrie Bradshaw og þrjár vinkonur hennar. Síðan að þættirnir hættu áttu að hafa liðið fjögur ár þar til myndin kom út. Margt á að hafa drifið á daga vinkvennanna en myndin hefst á því þegar Mr. Big og Carrie eru að leita sér að íbúð saman. Þau ákveða svo að gifta sig en sú ákvörðun á heldur betur eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar og þurfa þær stöllurnar að standa saman sem aldrei fyrr!
Ég nenni ekki að fara yfir söguþráðinn eitthvað betur. Hann minnti óneitanlega mikið á langan þátt af Sex and the city en mér fannst hann þó vera aðeins öðruvísi. Allavega í töluvert betri gæðum og lagt meira uppúr myndatökum og senum í þetta skiptið. Ætli það hafi ekki átt að sýna muninn á myndinni og þáttunum. Að þættirnir væru svona grófari úttgáfan

En aftur að Sex and the city myndinni. Ég kunni alveg að meta þessa mynd þegar ég sá hana alla að lokum. Stundum verið að gera aðeins of mikið úr fötunum sem þættirnir voru svo frægir fyrir. Hún byrjar á því að staðhæfa það að allar konur leita að L unum tveimur, Labels og Love.. Baahh! Svolítið að reyna vera of fabulous mynd og svaka fansý. En hún var svo bara fín og ekkert alltaf verið að nudda manni uppúr fína og fræga lífinu í NY.

Allavega, þær fjórar voru frekar samkvæmar sjálfum sér í myndinni og þær voru í þáttunum. Söguþráðurinn var kannski full fyrirsjáanlegur en maður horfði á myndina engu að síður og dáðist af fötunum, hló af stælunum í Samanthu, kaldhæðni Miröndu og stressinu í Charlotte. Þetta var alveg klassísk stelpumynd sem sumir geta horft á aftur og aftur. Ég er samt ekki alveg viss um að ég horfi á hafa strax aftur, en ég mun eflaust hjá hana aftur einn daginn.
7 stig
ReplyDelete