Wednesday, March 31, 2010

The good hear


Fór um daginn á The good heart. Leikstjórinn Dagur Kári skom svo í tímanum eftir hana og spjallaði um myndina. Myndin er um Lucas sem býr á götunni, allt er misheppnað og ömurlegt. Hann reynir að fremja sjálfsmorð en meira að segja það mistekst. Hann er fluttur á spítalann þar sem hann kynnist Jacques. Jaques er á spítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall, í fimmta skipti. Hann rekur bar og vill fá einhvern til að taka við af sér þegar hann deyr. Miðað við lífstíl ætti það að gerast innan skamms! Lucas flytur svo inn til Jaques, sem býr á efri hæð barsins, og lærir að reka barinn.

Áður en ég fór á myndina var ég búin að frétta að af því að Dagur Kári leikstýrði Nói Albínói voru margir spenntir fyrir þessari mynd. Ég hins vegar hef bara séð helminginn af Nóa Albínóa og hafði ekki heyrt neitt um hvað þessi mynd var hafði engar væntingar. Ég verð að segja að hún hafi bara komið mér skemmtilega á óvart.



Söguþráðurinn er alveg fínn. Það gerist ekkert mikið svosem nema Lucas lærir að reka þennan bar, einhver stelpa flækist inní myndina og við lærum margt um persónurnar á barnum. Persónurnar á barnum fannst mér eiginlega það skemmtilegasta við þessa mynd og hvernig allt er sjálfstýrt þarna á staðnum. Það er ekkert komið með gríðarlega stóra hvata til að halda svo áfram með söguþráðinn, það þarf ekki meira en önd og þá er komin saga fyrir næsta korterið í myndinni. Eitt sem mér fannst samt frekar skrítið við söguþráðinn hvað mér fannst áberandi að Lucas að hann væri að deyja. Mér fannst þetta farið meira að snúast út í það hvenær hann myndi deyja. Æji, ég gerði annað spoiler blogg...

Allavega þá fannst mér þetta með að gera hann að líffæragjafa þarna í byrjun alveg klárlega vísbending, þegar Jaques fer uppá spítala til að fá nýtt hjarta sem á að vera komið en það virkaði svo ekki, svo þegar Lucas hleypur yfir götuna í fyrra skiptið var ég viss um að það kæmi bíll og svo þegar hann var að hlaupa yfir í annað skiptið út eftir öndinni var nokkuð ljóst hvernig það myndi enda. Man ekki alveg en var ekki komið fram að þeir pössuðu saman fyrir hjartaígræðslu. Það var spurt Dag hvort hann væri að reyna afvegaleiða fólk þegar Jaques var drifinn upp á spítala til að fá nýtt hjarta en hann svaraði því samt bara já,já það fer eftir því hvort fólk var búið að fatta það..



Annars fannst mér hann svara mjög vel því sem hann var spurður um. Gaman að fá að heyra lýsingu hans á að gera mynd úti í Bandaríkjunum og muninn á því og t.d. á Íslandi. Það hafði alveg pottþétt eitthvað að gera með tungumálið og aðstæðurnar en ég pældi ekkert í því þegar ég horfði á myndina að þetta væri íslenskur leikstjóri sem væri að leikstýra. Fannst hún miklu flottari en þær sem við vorum búnar að sjá frá hinum leikstjórunum. Bjarnfreðarson og Kóngavegur voru báðar mjög vel gerðar en þessi hafði sigurinn í handriti og Wale watching og Jóhannes eru ekki sambærilegar að mínu mati hvað varðar tækni.

Brian Cox fannst mér eiga frábæran leik og ná hinum geðstirða og úrilla Jaques mjög vel. Hann var líka svo kómískur, þetta með brokkáls brandarann, prinsippin sem hann hafði á barnum sínum (t.d. ekki vera vinur neins og ekki afgreiða neinn aðkomumann), viðhorf hans til kvenmanna og þegar hann var í slökuninni í byrjun og á að setja vísifingur að þumalfingri og notar sitthvora höndina fannst mér mjög fyndið. Paul Dano lék svo Lucas sem stóð sig með prýði. Hann er samt kannski að festast smá í þessum karakter, svolítill aumingi og lúðalegur náungi, en ég verð að segja að leikkonan sem lék April lék örugglega einn leiðinlegasta karakter sem ég veit um. Ég veit ekki alveg hvernig mér finnst hún hafa staðið sig, hún var bara svo ógeðslega leiðinleg. Svolítið fyndið að skoða April í sambandi við Jaques. Fyrst þegar Jaques sér hana sér hann hana bara sem einhverja hóru og segir Lucas að losa sig við hana, konur eiga ekki heima á bar. En þegar Lucas loksins losar sig við hana eða hún fer, þá líkar Jaques vel við hana. Þau skipta alveg um hlutverk finnst mér.


Dagur Kári, frekar líkur Zach Galifianakis úr Hangover..

Síðasta atriðið með Jaques á eyjunni með vini sínum var svo mjög fínn endir. Ekki öllum spurningum svarað eins og hvort það væri April sem hélt áfram með barinn eða ekki en maður fær bara sjálfur að ráða hvaða endir er valinn. Það er í raun líka í takt við alla myndina þar sem við fáum ekkert að vita um bakgrun persónanna.
Jæja, góð mynd og fræðandi að tala við Dag.
/

1 comment: