Tuesday, March 30, 2010

Kóngavegur


Í gær fór ég á Kóngaveg í bíó. (ath mæting!) Ég var búin að heyra að þessi mynd væri búin að fá 4 stjörnur í mig minnir mogganum. Ég var líka búin að sjá trailerinn sem mér fannst mjög fyndinn og hlakkaði ég því til að sjá myndina. Trailerinn var svona akkurat eins og hann á að vera, koma manni til að hlæja sýna svolítið hvað eða hvar myndin gerist en ekki of mikið um söguþráðinn. Eftir að ég sá myndina var ástæðan fyrir því að það var enginn söguþráður í trailernum mjög augljós.. það er enginn söguþráður.

Myndin er eiginlega um mann sem heitir júníor(gísli örn garðarsson) sem kemur aftur heim til íslands vegna þess að pabbi hans hætti að gefa honum pening. Með honum er vinur hans Rupert (Daniel Bruhl!!!) frá Þýskalandi. Þau fara að heimsækja pabba júníor(siggi sigurjóns), sínör, sem á nýja kærustu sem hefur aldrei heyrt um syni hans áður. Amma júníör(Kristbjörg Keld) býr líka með þeim en það er eins og hún sé orðin eitthvað klikkuð, gengur um í náttfötum og með uppstoppaðan sel.

Þau búa í trailerpark sem er frekar skrítið þar sem myndin er íslensk og á væntanlega að gerast á Íslandi en þetta er alveg frekar ólíkt einhverju sem þekkist á íslandi. Allavega eru síðan fullt af skrítnu fólki sem býr þarna í kring sem maður fær aðeins að kynnast. T.d. Ray (ólafur Darri) og Davis (Ólafur Egils) sem eru munaðarlausur menn sem hafa þroska á við 8 ára börn eru mjög fyndnir og sömuleiðis þessi kærasta sínör sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur er mjög fyndin.

En þrátt fyrir ágæta skemmtun frá leikurunum þá verð ég að segja eitt. Hver í ósköpunum var að semja þetta handrit?? Hvers vegna er ekkert útskýrt og ekkert látið gerast í þessari mynd? og hvers vegna samþykktu allir þessir frábæru leikarar að leika í þessari mynd??

Nú veit ég ekki hvort það hefur verið klippt eitthvað mikið úr myndinni þegar hún fór í vinnslu eða hvort þetta átti að vera svona mynd með fullt af ósvöruðum spurningum sem leyfir áhorfandanum að finna út úr þessu sjálfur. Sannleikurinn er bara sá að það tekst engan veginn. Sumar myndir heppnast oft mjög vel, t.d. Mommys at the hairdresser. Þar veit maður ekkert hvað er eftir að gerast enda endar myndin svolítið óvænt, það er samt bara gaman. Fá smá endi þar sem ekki allt er matað ofan í mann, svona tíbískan hollywood endi. Hinsvegar í Kóngaveg er ekkert gefið manni og þegar myndin var búin sat maður upp með tonn af spurningum. T.d. Hvaða peningabrask var Sínör með? Hvað var málið með leigubílstjórnann? Átti hann að hafa verið með þessari Gertrud sem Davís og Ray voru aldnir upp af? Var Rupert líka alinn upp af þessari sömu Gertrud eða átti það að vera einhver fyndin tilviljun? hvað var málið með peningana alla í selnum? var þá amman ekkert klikkuð? en hvers vegna var hún þá í barnanáttfötum? og hvað var málið með þennan Magnús sem kom í endann? Bjó hann hjá mömmu sinni sem hafði ekki talað við hann í 3 ár og kom að heimsækja ömmu sína í bústaðinn sem pabbi hans var búuin að búa í heil lengi? og já, hvað var þetta með þarna Rupert og júníör og vanta peninga? var þessi Rupert kominn með honum til Íslands vegna þess hann var góður listamaður eins og hann sagði, vegna þess að hann var að flýgja frænda sinn eða vegna þess að Júníör skuldaði honum pening???

Að mínu mati er þetta ekkert eðlilegt að skylja við áhorfendur, bara keyra í burtu þegar LOKSINS eitthvað gerðist. Þegar mamma Davis og Ray kom loksins leit út fyrir að eitthvað væri eftir að gerast, en nei! þá er keyrt yfir hana! Mesta anticlimax ever og svo fara þau bara öll upp í bíl, það er að segja öll þau góðu í þessari sögu, og keyra bara í burtu!

Okei ég nenni ekki að spá í þessu meir, hlakka bara til að spyrja Valdísi út í þetta allt saman, var þetta vikrilega viljandi tekið svona upp eða þurfti að klippa virkilega mikið út. Verður gaman að vita..

Tvennt sem ég verð samt að nefna sem mér fannst stór fínt í þessari mynd en það er þetta frábæra leikaraval, en þar verð ég að segja að Gísli Örn Garðarsson standi algjörlega upp úr! Hann er ekkert búinn að leika í svakalega mörgum myndum en ég hlakka til að sjá nýju myndina þarna, Prince of Persia. Ólafarnir voru líka snilld, veit ég er búin að segja það, en það má alveg koma tvisvar fram.. Hitt sem mér langaði að segja var um tónlistina en mér fannst hún vera mjög góð. Passaði vel við stemmninguna og fær Valdís hrós frá mér varðandi hana. Okei og eitt annað. Þetta var líka mjög vönduð mynd fannst mér, hún var vel klippt og góð skot í henni. Ef maður líkir henni t.a.m. við Jóhannes getur maður sagt að Jóhannes hafði þá að minnsta kosti söguþráð, þrátt fyrir að vera frekar kjánalegur en þessi hafði tæknina og gæðin.

Að lokum var ég að pæla hver í ósköpunum gaf þessari mynd 4 stjörnur.. skil það ekki alveg en heyrði að hún fékk 2 í fréttablaðinu, ég myndi gefa henni svona 2 og hálfa.
Samantekt! kostir: tónlist, myndataka og leikarar gallar:söguþráður og handrit


Þetta er svo fyndið samt.. allavega síðasta atriðið í þessu :')

1 comment:

  1. Að langmestu leyti réttmæt gagnrýni hjá þér. Þetta söguþráðarleysi er að einhverju leyti afleiðing af því hvernig myndin er unnin, en ég held að Valdís geti svarað því betur ef/þegar hún kemur.

    Mjög fín færsla. 9 stig.

    ReplyDelete