Wednesday, March 31, 2010

Shutter Island


Fór um daginn á Shutter Island í bíó. Ég hef aldrei fílað Leonardo DiCarprio. Finnst hann full mikill væluskjóða en hann er alltaf að vinna með þessum frábæra leikstjóra, Martin Scorsese sem hefur leikstýrt myndum með honum eins og Gangs og NY og Aviator. Svo ég ákvað að láta mig hafa það þar sem Scorsese leikstýrir Shutter Island.

En DiCaprio leikur sem sagt aðalhlutverkið í Shutter Island sem rannsóknarlögreglumaðurinn Teddy Daniels. Teddy og aðstoðarmaðurinn hans Chuck Aule (Ruffalo) eru sendir til eyjunnar Shutter Island til að rannsaka hvarf á einum sjúklingi. Þessi kona, Rachel, hvarf sporlaust úr klefa sínum og Teddy og Chuck ganga í málið. Fram kemur að Teddy hefur sérstaklega sókst eftir því að komast að einhverju verkefni þarna á eyjunni útaf perónulegum ástæðum. Þegar líða tekur á myndina fer Teddy að halda að hann hafi verið dregin á eyjuna í skipulagðri áætlun þeirra sem stjórna starfseminni á henni. Hann heldur að það eigi að nota hann og félaga sinn í einhverjar tilraunir, en fer svo að verða svo paranoied að hann heldur að hann sé einn gegn öllum hinum. Svo kom eitthvað óveður og hann komst ekki af eyjunni og allir fangarnir sluppu út og fleira spooky..


SPOILER

Þetta útskýrist svo allt að lokum þegar í ljós kemur að þetta allt saman er í höfðinu á Teddy sjálfum. Hann missti vitið eftir að hann kom heim þar sem kona hans hafði myrt börnin þeirra þrjú og þá drap Teddy hana. Eftir að hann kom til Shutter Island hefur hann búið til sögu í huganum um að hann heitir Teddy og sé rannsóknarlögreglu maður en í alvöru heitir hann Andrew læknirinn hans er þessi Chuck en ekki aðstoðarmaðurinn hans. Myndin er um tilraun spítalans, þar sem Andrew sem hefur fengið að stjórna staðnum í viku með sínu ofsóknarbrjálæði og ofsjónum, sem lokatilraun til að fá hann aftur til veruleikans. Lokasenan er því mjög töff þegar allt þetta smellur að lokum saman og maður fattar að allt það sem var óskýrt meikar nú sens. Konan í hellinum sem hann hélt að væri Rachel var þá ofskynjun í honum og fleira. Allt leiddi þetta hann upp í vitann þar sem hann hélt að tilraunirnar væru gerðar á fólki en kom í ljós að ekkert var í raun í gangi þar. Allt í kollinum á Andrew!

Atriðið sem sýndi hann svo koma heim þegar konan hans hefði myrt börnin þeirra var virkilega flott. Öll þessi hröðu skot í endann til að byggja upp eina alls herjar spennu sem síðan er rifin öll niður með einfaldri útskýringu og myndbroti af minningunni hans um þennan dag. Hann sem sagt áttar sig á hversu klikkaður hann er orðin og það er útskýrt fyrir honum að ef hann haldi sig ekki áfram á bataveg og hverfi ekki aftur í sama horfið verður hann færður í rafmagnsstólinn því það er ekki hægt að hafa stjórn á honum.



Mjög töff tvist á þessari mynd sem mér fannst kannski ekkert útúrdópaðslega flókin en vikraði vel í þessari mynd, allavega sá ég þetta ekki fyrir... Meira að segja þegar læknirinn var að segja Teddy/andrew útskýringuna á þesus öllu saman og var ég enn þá "Nei, ekki hlusta á þá!! þeir eru að ljúga af þér, þú verður að flýgja!". Lifði mig allavega vel inní þetta. Þegar ég núna er að blogga um hana er samt svolítið erfitt að segja vel frá þessu þar sem það er komin um þrjár vikur síðan ég sá hana og skyldi ekki alveg nokkra hluti þá. Eins og t.d. óveðrið þar sem allt rafmagnið fór af, var það þá bara tilviljun að allir fangarnir náðu að sleppa út akkurat þegar Andrew átti að vera "stjórna" staðnum? og var ekkert verið að fylgjast með þessum Andrew því læknirinn hans skilur hann bara einan eftir með þessum Laeddis og áfram í byggingunni? Ég væri allavega til í að sjá myndina núna aftur með það í huga að þetta er allt í kollinum á honum. Las til dæmis hjá Sögu sem bloggaði líka um myndina að nú skilur maður hvers vegna aðstoðarmaðurinn hans var svona lengi að taka upp byssuna, en það er náttla vegna þess að hann er bara læknir..

Annars fór DiCaprio ekkert svakalega í taugarnar á mér. Hann var kannski ekkert mikil væluskjóða, en mér finnst alltaf eitthvað við hann svo ósannfærandi. Svona eins og það sé allt erfitt, bara ALLT og þarf að reyna á sig til að gera hvað sem er.

Ég verð samt að hrósa þessu handriti aftur, þetta hljómar ekkert eins og brjálæðislega nýtt plot. Um mann sem er að leysa mál á geðsjúkrahúsi en er svo sjálfur sjúklingur. Ég bjóst svo lítið við því, að þetta gæti verið allt að gerast í raun og veru vegna þess að spítlinn sviðsetti þetta allt. Myndin á náttúrulega að gerast árið 1954 en þá voru örugglega ekki mikið af stórum og flóknum rannsóknum á svona geðsjúkdómum þá.

Skiptingin á milli þess sem er að gerast á geðspítalanum og ímyndun Andrews fannst mér mjög vel gerð. Ljósa munurinn var góður og skiptingin á milli fín en mér fannst brotin verða pirrandi löng stundum í byrjun.


Útlitið á myndinni í heild er mjög gott. Hún náði vel þessu spennu lúkki sem er varla hægt að klikka á þegar það er eyja á miðju hafi, óveður og geðspítali. Hún átti líka að gerast eins og ég sagði 1954 sem var einnig vel gert, bílarnir, tískan og það var flott. Eina sem mér fannt of mikið var tónlistin. Í fyrsta skotinu af geðsjúkrahúsinu var hábjartur dagur, sól og fínt veður. Myndin sýndi bílana vera keyra upp að spítalanum. Eins og ég sagði áðan náði myndin vel spennuþrunginni stemningu en það er alveg óþarfi að kreista hana fram í upphafi. Það leit allavega þannig út þar sem píóanóspilið fór ekki fram hjá neinum. Það var svona PÍANÓNÓTA, og bílinn að keyra eftir vegi PÍANÓNÓTA og þá opnast eitthvað hlið PÍANÓNÓTA og skot af bílnum aftur. Frekar spes..

Allavega, mæli með þessari.. ég ætla allavega að sjá hana bráðum aftur :)

4 comments:

  1. Ein athugasemd, þeir ætluðu ekki að senda hann í rafmagnsstólinn heldur að fara með hann í lobotomy þar sem að ennisblaðið er fjarlægt í gegnum nefið eða eitthvað álíka og það gerir það að verkum að hann verður bara einskonar zombie sem að auðvelt er að stjórna. Og fyrst að þetta er svona spoiler blogg hjá þér þá langar mig að segja það hérna að mér fannst setningin í lokin " would you rather live as a monster or die as a good man" vera hrein snilld!

    ReplyDelete
  2. já, var einmitt að lesa bloggið þitt og sá þetta með plásturinn og mundi þá eftir því að ég pældi hálfa myndina "hvað er fokkin málið með þennan plástur!!!".

    En eins og ég segi, þá var kannski aðeins og langt síðan ég sá myndina því ég var búin að gleyma því að þeir ætluðu að gera þetta með ennisblaðið, kom alveg oft fram í myndinni auðvitað, var það ekki meira að segja það sem hann hélt fram að væri verið að gera í vitanum?

    og já, siggi ég ákvað að hafa spoilerblogg því ég ók eftir því að þú varst búin að sjá myndina eftir að þú kommentaðir hjá Sögu...

    ReplyDelete
  3. Mjög fín færsla. 9 stig.

    Með tónlistina í upphafi þá held ég að hún sé notuð til þess að koma áhorfendum í ákveðinn gír. Tónlistin segir ekki bara "Þú ert að horfa á spennumynd," heldur segir hún "Þú ert að horfa á gamaldags thriller í anda Alfred Hitchcock," þannig að því leyti er hún gagnleg.

    ReplyDelete