Friday, April 16, 2010

Den eneste ene

Horfði á þessa í síðustu viku. Þetta er held ég 5. danska myndin sem ég blogga um, en það er nú einföld skýring á því, ég er í dönsku vali og við gerum fátt annað en að horfa á bíómyndir.


Allavega þessi mynd er frá leikstjóranum Susanne Bier sem gerði líka myndina Elsker dig for efvigt, mynd sem ég skrifaði um fyrir jól.
Den eneste ene fjallar um tvö pör sem eru bæði að reyna eignast börn. Annað virkar frekar eldra, Lizzie og Niller,en hitt og getur ekki eignast börn út af ástæðu sem ég skildi ekki, því þetta var á dönsku. Hitt parið, Sus og Sonny, getur heldur ekki eignast börn því konan segir að hún geti það ekki, en í rauninni heldur hún að þessi heiti ítalski maður sem hún er með muni fara frá henni ef hún verðu ólétt og feit. Myndin byrjar svolítið skemmtilega og uppbygging hennar er góð. Sýnir pörin tvö í upphafi hjá sitthvorum lækninum. Svo fara þau heim og fyrra parið fær að ættleiða en hitt auðvitað ekki. Svo fylgjumst við með þeim í lífi sínu. Þá lærir maður að hata þessa Liizzie sem er fáránlega stjórnsöm og asnaleg. Hún á líka systur sem heitir Mulle og er enn verri en systir sín! Þau enda á að ættleiða svo litla stelpu frá Afríku sem heitir Mgala.
Hjá Sonny og Sus byrjar maður að hata karlinn í sambandinu. Sonny er að halda framhjá Sus sem verður að lokum ólétt og kemst þá að því að hann sé að halda framhja´sér með einum að kúnnunum sínum en Sus vinnur á snyrtistofu. Líf paranna tveggja fléttast svo skemmtilega saman í byrjun og aftur í lokin og úr veður heldur klisjuleg rómantísk gamanmynd, en hver er það ekki ef myndin er flokkuð sem rómantísk gamanmynd?

Söguþráðurinn er fínn, kannski ekki spennandi en það gerist alveg eitthvað í þessari. Kannski eina að risið í sögunni er ekkert svakalega hátt enda er frekar fyrirsjáanlegt hvað á eftir að gerast. Hafði eflaust áhrif á álit mitt að ég horfði á hana með 10 örðum stelpum. Þá verður hún betri því það er hlegið meira að kjánalegum brandörum og svona meiri innlifun í myndina.

Tónlistin í myndinni passaði líka vel við. Held hún hafi meira að segja verið tilnefnd til Grammy verðlauna! Skemmtilegar andstæður líka í myndinni en samt sem áður hliðstæður í senn. Þessar dönsku myndir sem ég hef séð í vetur eru MJÖG mismunandi en af þeim rómantísku sem ég hef séð verð ég að segja þessa þá bestu. Allavega samanborið við hina myndina frá Susanne Bier er Den eneste ene bara óskarsverðlaunin!

Leikararnir eru kannski ekkert með neinn stjörnuleik. Helst þá sú sem leikur Sus en það er Sidse Babett Knudsen. Hún lék einmitt líka í Blå mænd sem ég hef bloggað áður um þar sem hú var langbest þar. Hún er kannski í aðeins alvarlegra hlutverki þarna en náði samt að vera mjög fyndin inná milli.

Fyndinn titillinn á þessari samt, svolítil kaldhæðni að hann þýðir sá eini sanni eða sú eina sanna, því það er einmitt þveröfugt við myndina þar sem enginn hefur fundið sinn eina sanna.

Gagnrýni

Jæja, ég vil byrja á því að þakka fyrir veturinn! Skemmtilegt fag og morgundagurinn verður áhugaverður, segi ekki meir. Held ég haldi mér bara nokkuð við spurningarnar þína og reyni að svara þeim öllum, bara misvel.



Það sem betur mátti fara... Ég ver að segja að betur mátti fara kannski með heimildamyndina okkar. Við völdum að vísu þetta efni en það er búið að vera alltof mikið stress að taka upp lokaverkefnið og heimildamyndina í sama skell. Held að það sem betur má fara er að gefa engum frest þangað til svona seint og svo líka að kannski hafa þá áætlun að allir verði að vera búnir að taka upp myndirnar sínar fyrir jól. Ekki endilega klára þær, en allavega taka þær upp. Minna stress og álag á myndavélinni. Annað þá væri kannski hægt eins og þú nefnir að hafa fleiri skilaverkefni og hafa þetta eins og þetta er núna, en sleppa þessu blessaða lokaprófi sem við erum að fara í. Frekar skrítið að taka bara lokapróf í fagi sem maður hefur aldrei tekið próf í. Kannski hafa eitt próf á önn úr efninu þá frekar, skila einum skets fyrir jólin og þá er komin fínasta prófseinkunn. Það sem mér fannst takast vel er t.d maraþon myndin en þar hafði maður ákveðinn tímaramma og kláraði bara myndina innan þess ramma. Gæti verið skemmtilegt að hafa kannski aðra þannig. Helst þá eftir að vera búin að gera heimildarmynd svo maður kunni alveg vel á myndavélina. Líka gaman ef það væri kannski skilyrði í verkefninu sem þú setur, dæmi (sem er frekar lélegt en hægt að finna betra) um það er kannski að það verður að vera matarsena, enginn má deyja og kannski eitthvað lögmál fyrir leikarana. Lögmálið getur veriðað þú verður að þú verður t.d. að vera sitjandi til að tala eða verður að koma við hálsinn þinn þegar þú ert ekki að tala o.s.frv....

Við fórum í bíó

Bloggið fannst mér skemmtilegt og ég held ég hafi lært mest á því. Ég myndaði mér frekar skoðun á því hvað mér fannst um myndina og gat rökstutt það í senn. Eitt með bloggið samt er að þegar við byrjuðum hafði ég ekki HUGMYND um hvað ég ætti að skrifa, fannst asnalegt að skrifa um hvað myndin var en líka erfitt að byrja bara að segja að tónlistin var fín. Mætti leiðbeina manni aðeins betur eða segja( nú veit ég ekki hvort ég hef misst af því) að þú sért búin að blogga um einhverjar myndir og við getum kíkt á það á síðunni þinni. Auk þess legg ég til að fækka stigin niður í kannski 70 á önn fyrir bloggið en svo kannski 10 fyrir komment hjá öðrum. Það myndi kannski skapa aðeins meiri stemmningu fyrir þessum bloggum. Þá væri líka hvatning fyrir að kommenta og lesa hjá hinum.

Held þú þurfir kannski aðeins að vera harðari á myndavélinni og tölvunni en þetta var svosem allt í lagi, allavega lenti ég og mínir hópar ekkert í svaka veseni þótt maraþon myndin hafi verið með lang þægilegasta sniðinu.

Varðandi röðunina á efninu fannst mér hún bara fín. Gott að klára handritamöppuna fyrir jól.Hefði verið betra kannski að geta geymt þessar möppur í skólanum jafnvel, því maður vann lítið í henni heim og þá hefði maður allt á sínum stað... það er samt örugglega bara ég og mitt skipulagsleysi...

það var gaman...

En ég hef þá lítið meira að segja, fyrirlestrarnir voru fínir.. mátt kannski slaka á þessum tímaramma á þeim, sérstaklega ef það er ekkert að gera í tímanum meir. Já, verð líka að segja að RIFF er klárlega eitthvað sem allir í kvikmyndagerð verða að fara á! Það stóð án efa uppúr hjá mér fyrirjól og ætla eflaust aftur á næsta ári
Takk fyrir veturinn

p.s. það er eitt blogg hérna fyrir neðan sem er eftir að fara yfir.. the good heart + mæting!
p.p.s. það stóð ekki við Kóngaveg bloggið en fékk ég ekki mætingu?

Wednesday, March 31, 2010

Shutter Island


Fór um daginn á Shutter Island í bíó. Ég hef aldrei fílað Leonardo DiCarprio. Finnst hann full mikill væluskjóða en hann er alltaf að vinna með þessum frábæra leikstjóra, Martin Scorsese sem hefur leikstýrt myndum með honum eins og Gangs og NY og Aviator. Svo ég ákvað að láta mig hafa það þar sem Scorsese leikstýrir Shutter Island.

En DiCaprio leikur sem sagt aðalhlutverkið í Shutter Island sem rannsóknarlögreglumaðurinn Teddy Daniels. Teddy og aðstoðarmaðurinn hans Chuck Aule (Ruffalo) eru sendir til eyjunnar Shutter Island til að rannsaka hvarf á einum sjúklingi. Þessi kona, Rachel, hvarf sporlaust úr klefa sínum og Teddy og Chuck ganga í málið. Fram kemur að Teddy hefur sérstaklega sókst eftir því að komast að einhverju verkefni þarna á eyjunni útaf perónulegum ástæðum. Þegar líða tekur á myndina fer Teddy að halda að hann hafi verið dregin á eyjuna í skipulagðri áætlun þeirra sem stjórna starfseminni á henni. Hann heldur að það eigi að nota hann og félaga sinn í einhverjar tilraunir, en fer svo að verða svo paranoied að hann heldur að hann sé einn gegn öllum hinum. Svo kom eitthvað óveður og hann komst ekki af eyjunni og allir fangarnir sluppu út og fleira spooky..


SPOILER

Þetta útskýrist svo allt að lokum þegar í ljós kemur að þetta allt saman er í höfðinu á Teddy sjálfum. Hann missti vitið eftir að hann kom heim þar sem kona hans hafði myrt börnin þeirra þrjú og þá drap Teddy hana. Eftir að hann kom til Shutter Island hefur hann búið til sögu í huganum um að hann heitir Teddy og sé rannsóknarlögreglu maður en í alvöru heitir hann Andrew læknirinn hans er þessi Chuck en ekki aðstoðarmaðurinn hans. Myndin er um tilraun spítalans, þar sem Andrew sem hefur fengið að stjórna staðnum í viku með sínu ofsóknarbrjálæði og ofsjónum, sem lokatilraun til að fá hann aftur til veruleikans. Lokasenan er því mjög töff þegar allt þetta smellur að lokum saman og maður fattar að allt það sem var óskýrt meikar nú sens. Konan í hellinum sem hann hélt að væri Rachel var þá ofskynjun í honum og fleira. Allt leiddi þetta hann upp í vitann þar sem hann hélt að tilraunirnar væru gerðar á fólki en kom í ljós að ekkert var í raun í gangi þar. Allt í kollinum á Andrew!

Atriðið sem sýndi hann svo koma heim þegar konan hans hefði myrt börnin þeirra var virkilega flott. Öll þessi hröðu skot í endann til að byggja upp eina alls herjar spennu sem síðan er rifin öll niður með einfaldri útskýringu og myndbroti af minningunni hans um þennan dag. Hann sem sagt áttar sig á hversu klikkaður hann er orðin og það er útskýrt fyrir honum að ef hann haldi sig ekki áfram á bataveg og hverfi ekki aftur í sama horfið verður hann færður í rafmagnsstólinn því það er ekki hægt að hafa stjórn á honum.



Mjög töff tvist á þessari mynd sem mér fannst kannski ekkert útúrdópaðslega flókin en vikraði vel í þessari mynd, allavega sá ég þetta ekki fyrir... Meira að segja þegar læknirinn var að segja Teddy/andrew útskýringuna á þesus öllu saman og var ég enn þá "Nei, ekki hlusta á þá!! þeir eru að ljúga af þér, þú verður að flýgja!". Lifði mig allavega vel inní þetta. Þegar ég núna er að blogga um hana er samt svolítið erfitt að segja vel frá þessu þar sem það er komin um þrjár vikur síðan ég sá hana og skyldi ekki alveg nokkra hluti þá. Eins og t.d. óveðrið þar sem allt rafmagnið fór af, var það þá bara tilviljun að allir fangarnir náðu að sleppa út akkurat þegar Andrew átti að vera "stjórna" staðnum? og var ekkert verið að fylgjast með þessum Andrew því læknirinn hans skilur hann bara einan eftir með þessum Laeddis og áfram í byggingunni? Ég væri allavega til í að sjá myndina núna aftur með það í huga að þetta er allt í kollinum á honum. Las til dæmis hjá Sögu sem bloggaði líka um myndina að nú skilur maður hvers vegna aðstoðarmaðurinn hans var svona lengi að taka upp byssuna, en það er náttla vegna þess að hann er bara læknir..

Annars fór DiCaprio ekkert svakalega í taugarnar á mér. Hann var kannski ekkert mikil væluskjóða, en mér finnst alltaf eitthvað við hann svo ósannfærandi. Svona eins og það sé allt erfitt, bara ALLT og þarf að reyna á sig til að gera hvað sem er.

Ég verð samt að hrósa þessu handriti aftur, þetta hljómar ekkert eins og brjálæðislega nýtt plot. Um mann sem er að leysa mál á geðsjúkrahúsi en er svo sjálfur sjúklingur. Ég bjóst svo lítið við því, að þetta gæti verið allt að gerast í raun og veru vegna þess að spítlinn sviðsetti þetta allt. Myndin á náttúrulega að gerast árið 1954 en þá voru örugglega ekki mikið af stórum og flóknum rannsóknum á svona geðsjúkdómum þá.

Skiptingin á milli þess sem er að gerast á geðspítalanum og ímyndun Andrews fannst mér mjög vel gerð. Ljósa munurinn var góður og skiptingin á milli fín en mér fannst brotin verða pirrandi löng stundum í byrjun.


Útlitið á myndinni í heild er mjög gott. Hún náði vel þessu spennu lúkki sem er varla hægt að klikka á þegar það er eyja á miðju hafi, óveður og geðspítali. Hún átti líka að gerast eins og ég sagði 1954 sem var einnig vel gert, bílarnir, tískan og það var flott. Eina sem mér fannt of mikið var tónlistin. Í fyrsta skotinu af geðsjúkrahúsinu var hábjartur dagur, sól og fínt veður. Myndin sýndi bílana vera keyra upp að spítalanum. Eins og ég sagði áðan náði myndin vel spennuþrunginni stemningu en það er alveg óþarfi að kreista hana fram í upphafi. Það leit allavega þannig út þar sem píóanóspilið fór ekki fram hjá neinum. Það var svona PÍANÓNÓTA, og bílinn að keyra eftir vegi PÍANÓNÓTA og þá opnast eitthvað hlið PÍANÓNÓTA og skot af bílnum aftur. Frekar spes..

Allavega, mæli með þessari.. ég ætla allavega að sjá hana bráðum aftur :)

The good hear


Fór um daginn á The good heart. Leikstjórinn Dagur Kári skom svo í tímanum eftir hana og spjallaði um myndina. Myndin er um Lucas sem býr á götunni, allt er misheppnað og ömurlegt. Hann reynir að fremja sjálfsmorð en meira að segja það mistekst. Hann er fluttur á spítalann þar sem hann kynnist Jacques. Jaques er á spítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall, í fimmta skipti. Hann rekur bar og vill fá einhvern til að taka við af sér þegar hann deyr. Miðað við lífstíl ætti það að gerast innan skamms! Lucas flytur svo inn til Jaques, sem býr á efri hæð barsins, og lærir að reka barinn.

Áður en ég fór á myndina var ég búin að frétta að af því að Dagur Kári leikstýrði Nói Albínói voru margir spenntir fyrir þessari mynd. Ég hins vegar hef bara séð helminginn af Nóa Albínóa og hafði ekki heyrt neitt um hvað þessi mynd var hafði engar væntingar. Ég verð að segja að hún hafi bara komið mér skemmtilega á óvart.



Söguþráðurinn er alveg fínn. Það gerist ekkert mikið svosem nema Lucas lærir að reka þennan bar, einhver stelpa flækist inní myndina og við lærum margt um persónurnar á barnum. Persónurnar á barnum fannst mér eiginlega það skemmtilegasta við þessa mynd og hvernig allt er sjálfstýrt þarna á staðnum. Það er ekkert komið með gríðarlega stóra hvata til að halda svo áfram með söguþráðinn, það þarf ekki meira en önd og þá er komin saga fyrir næsta korterið í myndinni. Eitt sem mér fannst samt frekar skrítið við söguþráðinn hvað mér fannst áberandi að Lucas að hann væri að deyja. Mér fannst þetta farið meira að snúast út í það hvenær hann myndi deyja. Æji, ég gerði annað spoiler blogg...

Allavega þá fannst mér þetta með að gera hann að líffæragjafa þarna í byrjun alveg klárlega vísbending, þegar Jaques fer uppá spítala til að fá nýtt hjarta sem á að vera komið en það virkaði svo ekki, svo þegar Lucas hleypur yfir götuna í fyrra skiptið var ég viss um að það kæmi bíll og svo þegar hann var að hlaupa yfir í annað skiptið út eftir öndinni var nokkuð ljóst hvernig það myndi enda. Man ekki alveg en var ekki komið fram að þeir pössuðu saman fyrir hjartaígræðslu. Það var spurt Dag hvort hann væri að reyna afvegaleiða fólk þegar Jaques var drifinn upp á spítala til að fá nýtt hjarta en hann svaraði því samt bara já,já það fer eftir því hvort fólk var búið að fatta það..



Annars fannst mér hann svara mjög vel því sem hann var spurður um. Gaman að fá að heyra lýsingu hans á að gera mynd úti í Bandaríkjunum og muninn á því og t.d. á Íslandi. Það hafði alveg pottþétt eitthvað að gera með tungumálið og aðstæðurnar en ég pældi ekkert í því þegar ég horfði á myndina að þetta væri íslenskur leikstjóri sem væri að leikstýra. Fannst hún miklu flottari en þær sem við vorum búnar að sjá frá hinum leikstjórunum. Bjarnfreðarson og Kóngavegur voru báðar mjög vel gerðar en þessi hafði sigurinn í handriti og Wale watching og Jóhannes eru ekki sambærilegar að mínu mati hvað varðar tækni.

Brian Cox fannst mér eiga frábæran leik og ná hinum geðstirða og úrilla Jaques mjög vel. Hann var líka svo kómískur, þetta með brokkáls brandarann, prinsippin sem hann hafði á barnum sínum (t.d. ekki vera vinur neins og ekki afgreiða neinn aðkomumann), viðhorf hans til kvenmanna og þegar hann var í slökuninni í byrjun og á að setja vísifingur að þumalfingri og notar sitthvora höndina fannst mér mjög fyndið. Paul Dano lék svo Lucas sem stóð sig með prýði. Hann er samt kannski að festast smá í þessum karakter, svolítill aumingi og lúðalegur náungi, en ég verð að segja að leikkonan sem lék April lék örugglega einn leiðinlegasta karakter sem ég veit um. Ég veit ekki alveg hvernig mér finnst hún hafa staðið sig, hún var bara svo ógeðslega leiðinleg. Svolítið fyndið að skoða April í sambandi við Jaques. Fyrst þegar Jaques sér hana sér hann hana bara sem einhverja hóru og segir Lucas að losa sig við hana, konur eiga ekki heima á bar. En þegar Lucas loksins losar sig við hana eða hún fer, þá líkar Jaques vel við hana. Þau skipta alveg um hlutverk finnst mér.


Dagur Kári, frekar líkur Zach Galifianakis úr Hangover..

Síðasta atriðið með Jaques á eyjunni með vini sínum var svo mjög fínn endir. Ekki öllum spurningum svarað eins og hvort það væri April sem hélt áfram með barinn eða ekki en maður fær bara sjálfur að ráða hvaða endir er valinn. Það er í raun líka í takt við alla myndina þar sem við fáum ekkert að vita um bakgrun persónanna.
Jæja, góð mynd og fræðandi að tala við Dag.
/

Tuesday, March 30, 2010

Kóngavegur


Í gær fór ég á Kóngaveg í bíó. (ath mæting!) Ég var búin að heyra að þessi mynd væri búin að fá 4 stjörnur í mig minnir mogganum. Ég var líka búin að sjá trailerinn sem mér fannst mjög fyndinn og hlakkaði ég því til að sjá myndina. Trailerinn var svona akkurat eins og hann á að vera, koma manni til að hlæja sýna svolítið hvað eða hvar myndin gerist en ekki of mikið um söguþráðinn. Eftir að ég sá myndina var ástæðan fyrir því að það var enginn söguþráður í trailernum mjög augljós.. það er enginn söguþráður.

Myndin er eiginlega um mann sem heitir júníor(gísli örn garðarsson) sem kemur aftur heim til íslands vegna þess að pabbi hans hætti að gefa honum pening. Með honum er vinur hans Rupert (Daniel Bruhl!!!) frá Þýskalandi. Þau fara að heimsækja pabba júníor(siggi sigurjóns), sínör, sem á nýja kærustu sem hefur aldrei heyrt um syni hans áður. Amma júníör(Kristbjörg Keld) býr líka með þeim en það er eins og hún sé orðin eitthvað klikkuð, gengur um í náttfötum og með uppstoppaðan sel.

Þau búa í trailerpark sem er frekar skrítið þar sem myndin er íslensk og á væntanlega að gerast á Íslandi en þetta er alveg frekar ólíkt einhverju sem þekkist á íslandi. Allavega eru síðan fullt af skrítnu fólki sem býr þarna í kring sem maður fær aðeins að kynnast. T.d. Ray (ólafur Darri) og Davis (Ólafur Egils) sem eru munaðarlausur menn sem hafa þroska á við 8 ára börn eru mjög fyndnir og sömuleiðis þessi kærasta sínör sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur er mjög fyndin.

En þrátt fyrir ágæta skemmtun frá leikurunum þá verð ég að segja eitt. Hver í ósköpunum var að semja þetta handrit?? Hvers vegna er ekkert útskýrt og ekkert látið gerast í þessari mynd? og hvers vegna samþykktu allir þessir frábæru leikarar að leika í þessari mynd??

Nú veit ég ekki hvort það hefur verið klippt eitthvað mikið úr myndinni þegar hún fór í vinnslu eða hvort þetta átti að vera svona mynd með fullt af ósvöruðum spurningum sem leyfir áhorfandanum að finna út úr þessu sjálfur. Sannleikurinn er bara sá að það tekst engan veginn. Sumar myndir heppnast oft mjög vel, t.d. Mommys at the hairdresser. Þar veit maður ekkert hvað er eftir að gerast enda endar myndin svolítið óvænt, það er samt bara gaman. Fá smá endi þar sem ekki allt er matað ofan í mann, svona tíbískan hollywood endi. Hinsvegar í Kóngaveg er ekkert gefið manni og þegar myndin var búin sat maður upp með tonn af spurningum. T.d. Hvaða peningabrask var Sínör með? Hvað var málið með leigubílstjórnann? Átti hann að hafa verið með þessari Gertrud sem Davís og Ray voru aldnir upp af? Var Rupert líka alinn upp af þessari sömu Gertrud eða átti það að vera einhver fyndin tilviljun? hvað var málið með peningana alla í selnum? var þá amman ekkert klikkuð? en hvers vegna var hún þá í barnanáttfötum? og hvað var málið með þennan Magnús sem kom í endann? Bjó hann hjá mömmu sinni sem hafði ekki talað við hann í 3 ár og kom að heimsækja ömmu sína í bústaðinn sem pabbi hans var búuin að búa í heil lengi? og já, hvað var þetta með þarna Rupert og júníör og vanta peninga? var þessi Rupert kominn með honum til Íslands vegna þess hann var góður listamaður eins og hann sagði, vegna þess að hann var að flýgja frænda sinn eða vegna þess að Júníör skuldaði honum pening???

Að mínu mati er þetta ekkert eðlilegt að skylja við áhorfendur, bara keyra í burtu þegar LOKSINS eitthvað gerðist. Þegar mamma Davis og Ray kom loksins leit út fyrir að eitthvað væri eftir að gerast, en nei! þá er keyrt yfir hana! Mesta anticlimax ever og svo fara þau bara öll upp í bíl, það er að segja öll þau góðu í þessari sögu, og keyra bara í burtu!

Okei ég nenni ekki að spá í þessu meir, hlakka bara til að spyrja Valdísi út í þetta allt saman, var þetta vikrilega viljandi tekið svona upp eða þurfti að klippa virkilega mikið út. Verður gaman að vita..

Tvennt sem ég verð samt að nefna sem mér fannst stór fínt í þessari mynd en það er þetta frábæra leikaraval, en þar verð ég að segja að Gísli Örn Garðarsson standi algjörlega upp úr! Hann er ekkert búinn að leika í svakalega mörgum myndum en ég hlakka til að sjá nýju myndina þarna, Prince of Persia. Ólafarnir voru líka snilld, veit ég er búin að segja það, en það má alveg koma tvisvar fram.. Hitt sem mér langaði að segja var um tónlistina en mér fannst hún vera mjög góð. Passaði vel við stemmninguna og fær Valdís hrós frá mér varðandi hana. Okei og eitt annað. Þetta var líka mjög vönduð mynd fannst mér, hún var vel klippt og góð skot í henni. Ef maður líkir henni t.a.m. við Jóhannes getur maður sagt að Jóhannes hafði þá að minnsta kosti söguþráð, þrátt fyrir að vera frekar kjánalegur en þessi hafði tæknina og gæðin.

Að lokum var ég að pæla hver í ósköpunum gaf þessari mynd 4 stjörnur.. skil það ekki alveg en heyrði að hún fékk 2 í fréttablaðinu, ég myndi gefa henni svona 2 og hálfa.
Samantekt! kostir: tónlist, myndataka og leikarar gallar:söguþráður og handrit


Þetta er svo fyndið samt.. allavega síðasta atriðið í þessu :')

Sunday, February 28, 2010

Hangover



Ég horfði á Hangover um helgina. Ég var ekkert búin að sjá hana síðan ég fór á hana í bíó. Þó ég var ekki búin að gleyma kannski hvar brúðguminn var niðurkominn fannst mér algjör snilld að horfa á þessa fáránlega fyndnu mynd aftur. Ég veit ekki hvort ég sé að fara svolítið mainstream með því að segja þetta en mér finnst hún alveg í topp 10 fyndnustu myndum sem ég hef séð!

Hún er leikstýrð af Todd Philps sem leikstýrði Old School sem mér finnst líka fáránlega fyndin. Hangover fjallar samsagt um Doug sem er að fara gifta sig og steggjaferðina hans til Las Vegas. Hann fer með bestu vinum sínum tveimur, grunnskólakennaranum Phil og tannlækninum Stu, og seingáfaða mági sínum, Alan. Myndin hefst á skoti þar sem sýnt er frá Phil, hringja í unnustu Dougs, Tracy, 5 klukkutímum fyrir brúðkaupið og segja henni að þeir séu búnir að týna honum. Þeir fóru á föstudeginum fyrir brúðkaupið sem átti að vera á sunnudeginum. Í næstu senu er svo sýnt frá þeim leggja af stað til Las Vegas tveim dögum áður. Skot fram í tímann sem koma svo aftur seinna í myndinni finnst mér mjög töff og í þessari mynd var það vel gert, enda passaði það vel inní í Hangover. Ég bældi einmitt í því þegar ég sá myndina í bíói af hverju einhver myndi fara í steggjapartýinu sínu til Las Vegas tveimur dögum fyrir brúðkaupið en ég horfði á lengri útgáfuna um helgina þar sem Doug sagði eitthvað við Tracy um að það væri slæmt að fara svona stuttu fyrir brúðkaupið en hún sagði honum að fara samt, hann ætlaði bara að vera í eina nótt.

Þeir fara semsagt fjórir saman á bíl frá tengdaföður Dougs. Leigja svaka svítu á hótelinu og fara svo út að skemmt sér. Næsta sem við sjáum er þegar þeir vakna á svítunni, allir nema Doug. Hel þunnir reyna þeir að setja saman hvað gerðist í gær og reyna þannig að finna Doug, sem reynist hægara sagt en gert! Þeir virðast allir hafa gleymt því sem gerðist um kvöldið enda var laumað lyfi í drykkinn þeirra. Inní leitina þeirra fléttast svo ýmislegt eins og týnt barn og tígrisdýr sem þeir finna í herberginu sínu á hótelinu. Fram koma svo Heather Graham og Mike Tyson sem hann sjálfur.

Flest allar gamanmyndir virka vel því þær fjalla um eitthvað sem við hin getum tengt við. Hangover er svo sannarlega engin undantekning. Flestir ef ekki allir geta einmitt tengt við það að vera þunnur og það er einmitt það sem gerir myndina fyndna. Auðvitað er þetta öfgakennt dæmi en ég er alveg viss um að það sé eitthvað til í þessu hjá mér.

Steggjaparty eða bachelor party myndir eru samt yfirleitt flestar eins. Ef það er eitthvað bachelor party sem á að gerast í mynd er yfirleitt sýnt frá því öllu og látið það vera eins og maður ímyndar sér að þannig bandarískt party eru eða það er sýnt í svona flash backum hvernig þau voru. Það er líka eitt að því sem gerir þessa mynd svolítið skemmtilega og frábrugðna öðrum grínmyndum að þar er ekki sýnt nákvæmlega hvernig hlutirnir gerðust heldur kannski sýn einstakar myndir frá atvikinu og svo er leyft manni að ímynda sér þetta sjálfur.

Aðalástæða fyrir velgengni þessarar myndar er því ekkert stórleikarar eða leikstjóri eða brjáluð markaðssetning heldur almennt fyndin mynd. Hún nær þessum ballansi milli þess að ofbjóða manni og hafa bara fyndnar persónur. Karaterarnir eru samt ekkert glænýjar. Við höfum stressaða gæjann sem er stjórnað algjörlega af leiðinlegu og fáránlega stjórnsömu kærustunni, skrítna gaurinn sem er með endalaust af fyndnum setningum og frekar steiktur en leynir engu að síður á sér með einhvern hæfileika (í þessu tilfelli að telja spil) og svo kvennamanninn og stjórnar svolítið hópnum. En leikararnir í þessari mynd eiga svo sannarlega hrós skilið og þrátt fyrir allt það fáránlega sem þeir gera eða lenda í virðist það einhvern vegin vera trúverðugt, væntanlega því þeir eru góðir leikarar. Gaman líka að sjá hvað aukaleikararnir pössuðu vel í hlutverkin sín en þar má nefna Graham en sérstaklega Jeffrey Tambor sem tengdapabbi Dougs sem hefur pínu þráhyggju fyrir bílnum sínum og hefur greinilega haft góðar stundir í Vegas miðað við hvernig hann tala um staðinn. Mike Tyson var líka góð viðbót í þessa mynd, svolítið skrítin en fyndin samt...
En ég held að fyrir mér sé leikarinn sem leikur feita Jesúsinn, Alan sá allra besti í þessari mynd.
Hann heitir Zach Galifianakis og ég kíkti inná imdb og kannast bara ekki við neitt sem hann hefur gert áður en hann lék í Hangover. Eftir hana hins vegar hefur hann leikið í Up in the air og er búinn að samþykkja eða leika í fjórum myndum sem koma út í ár eða á því næsta. Ég myndi allavega segja að hann hafi vakið athyglu með leik sínum í þessari mynd! Flest atriðin sem standa uppúr Hangover er vegna þess að hann er að fara á kostum. T.d. með ræðunni sinni uppá þakinu, hann að mastera að telja spilin og svo endalaust af fyndnum setningum eins og :

Alan: It would be so cool if I could breast-feed.

Alan: Tigers love pepper... they hate cinnamon.

Alan Garner: Oh, you know what? Next week's no good for me... The Jonas Brothers are in town. But any week after that, it's totally fine.

Alan: What if Doug's dead? I can't afford to lose somebody close to me again, it hurts too much. I was so upset when my grandpa died.
Phil: How'd he die?
Alan: World War II.
Phil : Died in battle?
Alan : No, he was skiing in Vermont, it was just during World War II.

En sem sagt, á heildina litið er þetta vel heppnuð grínmynd sem ég verð að mæla með. Meira að segja fyrir alla, mér finnst það ættu eiginlega allir að geta haf gaman af þessari mynd. Tók svolítið eftir tónlistinni þegar ég horfði á hana núna, kannski svolítið klúður að setja lög sem eru svona hittarar í mánuð inní mynd sem verður alveg vinsæl áfram en lögin passa samt alveg vel við Vegas stílinn. Verð bara nefna líka að handritið er gott, plottið virkaði vel og hvar Doug finnst að lokum kom mér alveg á óvart.. ég var allavega ekki búin að fatta það. Verð þó að viðurkenna að það er kannski ekki alveg jafnskemmtilegt að horfa á myndina í annað skiptið þegar maður veit hvar hann er.

Já, þegar ég kíkti inná imdb sá ég líka eitthvað Hangover 2 sem er einhver pæling held ég eða búið að ákveða að gera. Get ekki sagt að mér finnist það vera góð hugmynd. Allavega er endirinn á Hangover alveg ágætur og skil ekki alveg að þetta að þurfa mjólka það sem hefur gengið vel, en við sjáum til.

Sex and the city



Ég horfði á þessa í jólafríinu. Ótrúlegt fyrir sumum en þá var ég búin að sjá alla þættina en hafði ekki séð ennþá myndina. Ég fékk hana sem sagt í afmælisgjöf og horfði á hana daginn eftir. Mér finnst hún frekar umdeild þar sem margir eru auðvitað á móti framhaldsmyndum svona almennt, ég er það hins vegar ekki en þessi mynd var bara ein af þeim sem fer óvart framhjá manni. Allir búnir að sjá hana í bíó og kannski ekki mynd sem maður nennir að leigja sér og horfa á einn. Það voru samt avleg margir sem biðu eftir henni í röðum fyrir utan kvikmyndahúsin. Ég veit meira að segja um fullt af stelpum sem fóru á hana tvisvar jafnvel þrisvar á myndina í bíó. Það finnst mér nú pínu klikkað. En sem sagt, eftir frekar mismunandi dóma ákvað ég að skella myndinni í tækið og dæma fyrir sjálfa mig.

Hún er eins og flestir vita um Carrie Bradshaw og þrjár vinkonur hennar. Síðan að þættirnir hættu áttu að hafa liðið fjögur ár þar til myndin kom út. Margt á að hafa drifið á daga vinkvennanna en myndin hefst á því þegar Mr. Big og Carrie eru að leita sér að íbúð saman. Þau ákveða svo að gifta sig en sú ákvörðun á heldur betur eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar og þurfa þær stöllurnar að standa saman sem aldrei fyrr!

Ég nenni ekki að fara yfir söguþráðinn eitthvað betur. Hann minnti óneitanlega mikið á langan þátt af Sex and the city en mér fannst hann þó vera aðeins öðruvísi. Allavega í töluvert betri gæðum og lagt meira uppúr myndatökum og senum í þetta skiptið. Ætli það hafi ekki átt að sýna muninn á myndinni og þáttunum. Að þættirnir væru svona grófari úttgáfan af myndinni sem væri svona endalokin í seríunni. Því var þó ekki fylgt eftir því núna er á leiðinni Sex and the city 2!! jæjaaaa, talandi um að blóðmjólka hlutina. Mér fannst asnalegt að gera Joey þætti eftir Friends en að mínu mati slapp alveg framhaldsmyndin Sex and the city. En að gera aðra er bara full langt gengið en auðvitað eru flest allir aðdáendur og bara flest allar stelpur/konur að fara á þessa mynd! Hún getur eiginlega ekki klikkað. Þetta er svona eins með Twilight. Það vær alveg eins hægt að gera 100 mínútna langa mynd um snigla, svo lengi sem hún heitir Twilight og á að vera framhaldsmyndin af hinum tveimur mun seljast upp á hana í hálft ár eða eitthvað....



En aftur að Sex and the city myndinni. Ég kunni alveg að meta þessa mynd þegar ég sá hana alla að lokum. Stundum verið að gera aðeins of mikið úr fötunum sem þættirnir voru svo frægir fyrir. Hún byrjar á því að staðhæfa það að allar konur leita að L unum tveimur, Labels og Love.. Baahh! Svolítið að reyna vera of fabulous mynd og svaka fansý. En hún var svo bara fín og ekkert alltaf verið að nudda manni uppúr fína og fræga lífinu í NY. Sumar senurnar voru svolítið langdregnar, eins og þegar Carrie var að máta brúðkjóla og sitja fyrir hjá Vogue og það tók svona 10 mínútur að sýna hana í mismunandi kjólum. Sumt var líka bara kjánalegt eins og þegar hún fer uppí rúm að lesa bók er húní náttfötum en með perluhálsfesti, sem er svona að ofgera það að Carrie eigi að vera tísku frík sem lýtur alltaf vel út.

Allavega, þær fjórar voru frekar samkvæmar sjálfum sér í myndinni og þær voru í þáttunum. Söguþráðurinn var kannski full fyrirsjáanlegur en maður horfði á myndina engu að síður og dáðist af fötunum, hló af stælunum í Samanthu, kaldhæðni Miröndu og stressinu í Charlotte. Þetta var alveg klassísk stelpumynd sem sumir geta horft á aftur og aftur. Ég er samt ekki alveg viss um að ég horfi á hafa strax aftur, en ég mun eflaust hjá hana aftur einn daginn.

HIMYM


Ætla að henda inn einu stuttu í tilefni af, eins og venjulega, mánaðarmótum!!
Ég ætla sem sagt að taka annað þátta bloggið mitt. Þar sem að mér finnst frekar skrítið að blogg um heila þáttaröð í kvikmyndagerð verður þetta í styttri kanntinum.

How I met your mother eru þættir sem ég fylgist alltaf með. Þetta er þættir um fimm vini sem hanga saman á hverjum degi. Það er nú ekkert splunku nýtt að gera þætti um vini sem eru alltaf saman og hafa þekkst mis lengi og vel. En á meðan hugmyndirnar eru nýjar og góðar fylgist ég ennþá með. Það sem gerir þessa þætti þó öðruvísi frá t.d. Friends er að þættirnir eiga að vera engusögn aðalpersónunnar, Teds. Eins og nafnið gefur til kynna er hann sem sagt að segja börnunum sínum frá því hvernig hann kynntist mömmu þeirra.

Þáttaraðirnar enda þá væntanlega á því þegar það verður sýnt frá því hvernig hann kynnist henni. Það er því alltaf að styttast í það. Í síðustu þáttunum er Ted einmitt farinn að kenna arkitektúr en framtíðar konan hans er, eins og við höfum fengið að vita, að læra í skólanum.

Þessir fimm vinir lenda svo í ýmsu í þáttunum. Besti vinur Teds er Marshall og hefur verið það síðan í háskóla. Kona Marshalls, Lilly, er besta vinkona hans en Robin er það eiginlega líka. Hún og Ted voru líka einu sinni saman. Síðan kemur hinn óútreiknanlegi Barey sem er svona þessi tíbýski kvennabósi, alltaf í jakkafötum og vinnur hjá einhverju risa fyrirtæki, sefur hjá fullt af konum og er alveg sama um þær allar. Þrátt fyrir að vera samt alltof fyrirsjáanlegur er hann öðruvísi en þessi venjulegi ladysman, veit samt ekki alveg afhverju, örugglega af því að hann er meira en of ýktur. Líka með svona fáránlega frasa eins og "Legend- wait for it- dary" og "Suit up!". Fyndið að leikarinn sem leikur Barney, Neil Patrick Harris er samkynhneigður, eða ég heyrði það..

Þessa þætti get ég samt alveg horft á aftur, ef maður er kannski þreyttur og langar að horfa á eitthvað heilalaust er þetta tilvalið efni. Fyndið og alls ekki of djúpt. Húmorinn liggur yfirleitt í persónunum og skotunum sín á milli. Söguþráðurinn er samt misjafn og er oft svolítið framhald af síðasta þætti, þó það sé alls ekki nauðsynlegt að sjá alla þættina.

Þættirnir sem byggjast á fáránlegum skilgreiningum frá Barney eða lögmálum hans úr bókinni, "the Bro Code" (sem hægt er að kaupa á netinu) eru að mínu mati samt ofast fyndnastir. T.d. mæli ég með þáttum eins og Slapsgiving og The chain og screaming.
Hér er brot úr Slapsgiving þættinum:

Sunday, January 31, 2010

Sherlock Holmes (2009)



Ég fór í bíó í síðustu viku á myndina Sherlock Holmes sem er leikstýrð af Guy Ritchie. Ég var búin að heyra mjög góða gagnrýni um myndina og ég hafi aldrei séð neina aðra Sherlock mynd þannig að ég var með ágætar væntingar til myndarinnar.

Hún fjallar um eins og örugglega allir vita rannsóknar manninn eða einkaspæjarann Sherlock Holmes (Robert Downey Jr.) og aðstoðarmanninn hans, lækninn Dr. John Watson(Jude Law). Myndin hefst á því þegar þeir ná loks að handtaka Lord Blackwood fyrir morð og galdra og loka þar með málinu þar til hann rís aftur upp frá dauðum! Blackwood byrjar að drepa aftur og hefst þá aftur eltingaleikurinn við Blackwood. Í samkeppni við unnustu Watson og heimskingjana í Scotland Yard þarf Sherlock að leysa úr vísbendingunum sem munu leiða hann að lokum að svarinu um hvað Blackwood hefur í huga. Inní þetta allt saman fléttast svarti galdur, spilling og auðvitað, einu ástinni í lífi Sherlocks, Irene Adler(Rachel McAdams).

Fyrst vil ég byrja á því að segja að leikararnir í þessari mynd eru frábærir og þá sérstaklega Robert Downey Jr. held líka að hann hafi unnið Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni. Jude Law er frekar aumingjalegur sem passar vel í hlutverk Watson. En þrátt fyrir það er hann svo mjög nettur þegar kemur að öllum slagsmáls atriðunum. Rachel McAdams er góð í hlutverki sínu og útlitið ekki að verri endanum. Sá sem lék Blackwood kannast ég ekkert við en hann heitir Mark Strong. Hann hafði allavega útlitið fyrir þetta hlutverk en dökka hárið og skrítnu tennurnar pössuðu vel inní. Gæti verið að þetta hafi verið allt farði, það er nú margt hægt en hann var allavega mjög sannfærandi sem klikkaði svartagaldurs karlinn.

Þessi mynd var svolítið öðruvísi en kannski honum er lýst í upprunalegu sögunum. Hann er töluvert svalari (heitari?)og mun meira af slagsmálum held ég. En útlitið á myndinni var svo sannarlega flott. Kostnaðurinn hlýtur að hafa verið rosalegur en allir búningar, hús og bara allt umhverfið var óaðfinnanlegt! Myndin á að gerast í lok 18. Aldar, eða ég held það í London. Umgjörðin öll var samt svo mögnuð að maður gat varla trúað því að þetta hefði verið London, minnti mig svolítið á annan heim eins og úr mynd frá Tim Burton, kannski Sweeney Todd. Væri líka til í
vita hver kostnaðurinn við myndina hafi verið, allavega drjúgur. Ég var frekar upptekin að horfa á myndina og hlæja af henni svo ég tók ekkert sérstaklega eftir myndatökunni en mér fannst mjög töff hvernig slagmálsatriðin voru sýnd. Segja fyrst hvað hann ætli að gera og sýna um leið í slow motion og svo hverfa aftur yfir í raunveruleikann og sýna þetta hratt. Atriðið með slagnum við risann var þar mjög fyndinn.

Eiginlega var hún öll frekar fyndin. Allavega fíla ég þennan kaldhæðnis húmor sem Sherlock hefur og allt það sem hann gerir. Gera hundinn að tilraunadýri, veiða flugurnar og þegar hann analyserar unnustu Watson, sem var eiginlega eini karakterinn sem fór svolítið í taugarnar á mér. Watson er líka mjög fyndinn svona smá lúmskt eins og að skjóta eitthvað á Sherlock með ástarmálin hans. Lokaatriðið með uppgjörinu hvernig Blackwood fór að öllu þessu var líka mjög gott og svolítið svipuðum stíl og slagsmálin. Sherlock er þá að segja frá og á meðan sér maður hvernig þeir fara að þessu.

Eina sem mér fannst eiginlega asnalegt við þessa mynd er hvernig hún endaði. Eða hversu augljóst það er að það eigi eftir að verða framhald. Það er alveg hægt að benda aðeins að það verði önnur mynd en það hefði alveg eins geta komið texti sem sagði TO BE CONTINUED... sem er frekar kjánalegt.

En sem sagt, góð mynd í flesta staði og ekkert annað hægt að gera en að hrósa þessum leikurum! Mjög flott og fór fram úr mínum væntingum. Spurning um að tjekka hvað þessi mynd hafi kostað eða bara láta það eiga sig...

Tuesday, January 26, 2010

Bjarnfreðarson


Þessi mynd er leikstýrð af Ragnari Bragasyni og er framhald af sjónvarpsseríunum Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Hún var fyrir mér eins konar uppgjör þeirra og endalok. Ég er ekki búin að sjá neinn þátt í Fangavaktinni og bjóst því við að skilja ekki alveg söguþráðinn, en annað kom á daginn. Ég segi nú ekki að það hefði verið eins gaman ef ég hefði ekki séð neinn þátt en það var ekkert nauðsynlegt að hafa séð þá alla! Þetta er að mínu mati stór kostur við myndina Bjarnfreðarson.
Hún fjallar um þegar Georg Bjarnfreðarson losnar út úr fangelsi og þarf að hefja nýtt líf. Hann leitar til vinar síns Daníels en hjá honum býr einmitt Ólafur Ragnar. Þessar persónur eru auðvitað það sem gerir myndina og þættina svona góða. Þeir eru allt, allt öðruvísi en hvor annar bæði í útliti og hegðun. Myndin fjallar svo aðallega um það þegar Georg áttar sig fljótlega á því að hans sýn á lífinu er fáránleg og orsakast aðallega af móður hans, Bjarnfreði. Enn önnur persónan sem er öðruvísi en hinar en mér finnst þær samt svolítið of ýktar. Kannski þegar maður er búin að horfa á svona mikið af efni um þessar persónur verður það svolítið þreytt. Þetta var samt góður endir á þessum þáttum. Myndin var miklu dramantískari en þættirnir. Í fyrsta skiptið í öllum þáttunum, eftir að hafa hatað Georg allan tímann, þá byrjaði maður að vorkenna honum. Georg var líka ansi mikið í aðalhlutverki í myndinni svo það er ekki skrítið að grínið hafi minnkað smá, en það voru mörg atriði ansi góð! Eins og þegar konan hans Daníels var að syngja með fatlaða bróðir sínum í matarboðinu bókstaflega öskraði ég úr hlátri.

Söguþráðurinn var svosem ágætur en frekar hægur. Fannst eins og fyrir hlé að það væri voða lítið búið að gerast. Man að ég hugsaði að eina spennandi við hana þá var að vita hvernig Daníel ætlaði að redda sér út úr því að þykjast útskrifast sem læknir. En hún var töluvert betri eftir hlé að mínu mati. Það sem er líka búið að einkenna þættina tókst vel í myndinni, en það er að gera mann vandræðalegan. Það er eins og það sé keppni milli persónanna hvor gerir mann vandræðalegan. Georg með kjánaleg móment eins og þegar hann var að reyna vera góður við Ólaf en endaði á því að vera eins og kærastinn hans, Ólafur að vera bara misheppnaður yfir höfuð og svo Daníel fyrir endalausu lygarnar og fyrir að vera ein óákveðnasta manneskja landsins.

Myndatakan í þessari mynd er góð en það sem er betra við þessa mynd er hljóðið. Alveg eins og Ragnar sagði þá einblínir hann vel á að hafa hljóðið skýrt. Það meikar mjög mikið sens. Allavega fann ég stóran mun á Bjarnfreðarson og Jóhannesi útaf hljóðinu. Þetta eru kannski ekki sambærilegar myndir þar sem fjármagnið fyrir Bjarnfreðarson var töluvert meira, en samt á það ekki að skipta svo miklu um hljóðið. Eins og hann sagði þá vandaði hann líka upptöku ´hljóði í Börn og Foreldrar sem voru kostuðu mun minna en Jóhannes. Að hljóðið passi ekki við myndatökuna, er eins og hann sagði, mjög truflandi fyrir undirmeðvitundina og mættu íslenskir kvikmyndagerðarmenn alveg athuga þetta..

En þetta er sem sagt ágætur lokakafli af sögu þremenninganna. Ég er alveg spennt að sjá hvernig þessi nýja sería sem Ragnar Braga var að tala um að gera með sama genginu, útkoman verður örugglega góð. Verð líka að viðurkenna að mér fannst skemmtilegast að tala við Ragnar um myndina miðað við hina leikstjórana, held ég hafi allavega lært mest af honum!