Friday, December 4, 2009

Örblogg-Whose line is it anyway?


Ég ætla blogga eitt stutt hérna um uppáhalds þáttinn minn í þessu. En ég var eiginlega að enduruppgötva þá í síðasta mánuði. Hann heitir Whose line is it anyway? og er spunaþáttur. Ég horfði á marga af þeim fyrir svona 5 árum þegar þeir voru sýndir á daginn á stöð 2 en hef ekkert horft á þá síðan þangað til fyrir semsagt mánuði. Þeir voru í gangi frá árinu 1998 þar til 2006 og það voru gerðir 130 þættir í Bandaríkjunum. Ég er ætla bara að fjalla um þá en það er líka til breska whose line..

Þættirnir fara þannig fram að Drew Carey er þáttastjórnandinn . Hann hefur með sér 4 gesti sem gera spuna í ýmsu formi. Þessir gestir eru yfirleitt þeir sömu, Ryan Stiles og Colin Mochrie eru eiginlega alltaf og oftast söngsnillingurinn Wayne Brady. Síðan eru nokkrir eins og Brad Sherwood, Greg Proops og Charles Esten í mörgum þáttum og svo koma fyrir nokkrir gesta leikarar, t.d. Whoopi Goldberg.

Drew segir svo einhverja tegund af spuna og segir hverjir taka þátt í honum. Þá stíga þeir fram og fá yfirleitt eihverja tillögu úr salnum með einhvern hlut eða atvinnu eða hvað sem er og svo er framkvæmdur spuni sem nánast undantekningalaus er fáránlega fyndinn.

Dæmi um þessar spuna eru: Scenes from a hat: þar sem Drew dregur upp miða með spuna á sem áhorfendur hafa skrifað, upp úr hatti, og hinir leikararnir þurfa að túlka. T.d. lélegt umræðuefni á fyrsta stefnumóti og svo reyna hinir leikararnir að koma með eitthvað fyndið umræðuefni.
Annað dæmi er Hoedown þegar einn syngur í einu um eitthvað sem áhorfendur stinga uppá t.d. var einu sinni hoedown um „Going bald“ og þá þurfa þeir að syngja um það með undirspil frá píanó leikararnum Laura Hall sem er alltaf í þáttunum. Það getur verið ógeðslega fyndið og er eiginlega mitt uppáhalds. Aðrir spunar eru t.d. Props, dubbing, sound effects, songstiles og helping hands (sem er líka ógeðslega fyndið!)

Mæli sem sagt með þessum þáttum fyrir alla þá sem finnst gaman að því að hlæja!
Hér er eitt gott:

Death at a Funeral, handrit



Gerði loksins handritaverkefnið sem var sett fyrir löng. Fann ekkert handrit af mynd sem ég á og það var búin að vera í svolitlu veseni með að finna tíma til að gera þetta. Eins gott ég tók mér tíma í þetta því þetta er ansi tímafrekt verkefni! En ég hef ekki lesið mörg handrit í gegnum ævina. Eiginlega bara ekkert nema af leikritum svo ég get lítið verið að bera þetta saman við önnur sem ég hef lesið.

En myndin fjallar sem sagt um mann sem heitir Daniel og er giftur konu sem heitir Jane. Þau búa í húsi sem pabbi hans átti. Myndin gerist á einum degi. Dagurinn sem pabbi Daniels er jarðaður. Hún byrjar þannig að komið er með kistuna og í henni er rangur maður, sem er svona húmorinn í gegnum myndina. Flest allt sem fer úrskeiðis og lætur manni líða svona vandræðalega og langa að öskra „NEI, kommon! Ekki gera þetta!!“. Allavega, þá er Daniel að taka á móti öllum vinum sínum og vandamönnum. Þar á meðal er frægi, sjálfumglaði og sjálfselski bróðir hans Robert. Hann er rithöfundur og er alltaf að velta bróðir sínum upp úr því að honum vegni vel en Daniel ekki. Svo er það frændi hans Alfie sem er í hjólastól og er örugglega önugasta og leiðinlegasti karekter sem til er, sem verður mjög fyndið þegar líður á myndina. Það fyrsta sem ég tók eftir með handritið við hlið myndarinnar var að hann er ekki alltaf með sömu setningar og í myndinni sem varð yfirleitt skemmtilegra fyrir vikið. En til að segja áfram frá myndinni er síðan enn fleiri karakterar skrautlegir sem koma til sögunnar t.d. misheppni vinurinn, maðurinn sem kom í jarðaförina aðeins til að sofa hjá frænku Daniels, kærasti frænkunnar sem tók óvart eiturlyf í staðinn fyrir valíum og svo fannst mér líka presturinn eitthvað vera vafasamur, frekar hommalegur og hikandi og alltaf að drífa sig eitthvert. Ég bjóst við að skilja eitthvað meira í þessari persónu (prestinum) við það að lesa handritið en það var ekkert meiri karakter lýsingar en komu fram. Svo er það sem heldur sögunni gangandi og er aðal plottið en það er dvergurinn sem enginn virðist kannast við en kom svo í ljós að hann þekkti pabbann, mjög vel!

Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um að hafa lesið handritið, þetta er ekki beint flóknasta mynd sem ég hef séð svo. Ég hefði kannski mátt velja mér einverja betri mynd, en það er of seint að gera þetta aftur núna! Samtölunum var bara nokkuð vel fylgt eftir og söguþráðurinn alveg eins. Persónurnar eru líka aðalatriðið í þessari mynd. Fyndið hvernig þær skiptast á að halda sögunni uppi og koma með hvert annað atvik á fætur öðrum. Fyrst Alfie sem mætir of seint og tefur jarðaförina, síðan maðurinn á eiturlyfjum, dvergurinn sem mútar þeim, atvikið allt með hann og svo framvegis.

Nú kemur smá spoiler. En það að dvergurinn hafi verið elskhugi gamla karlsins er mjög fyndin hugmynd og svo reyna að græða pening á því að múta þeim. Honum er svo gefið það sem Daniel og þeir halda að sé valíum en gefa honum líka eiturlyf. Svo rekur hann hausinn í og þeir halda að hann hafi dáið! Þetta getur ekki flokkast sem neitt annað en klassa söguþráður. Lausnin sem þeir koma svo upp með til að losa sig við dverginn er að trufla hina og setja hann í kistuna með pabbanum.

Mér fannst þetta samt frekar tíbýsk grínmynd þar sem karakterarnir eru svona mikið aðalhlutverk og söguþráðurinn stuttur. Það fer því yfirleitt eftir því hvort leikararnir eru góðir hvort myndin sé góð. Í þessu tilfelli eru leikararnir mjög vel valdir og myndin nær því vel þessum svarta breska húmor sem mér finnst mjög fyndinn. Leikarinn sem leikur Daniel er sannfærandi sem óákveðni og leiði náunginn sem á við peningavandamál að stríða og hefur misst faðir sinn, er kúgaður og á bara almennt bágt. Allavega fær hann mína samúð í þessari mynd. Bróðir hans er ömurlegur við hann, neitar að borga honum peninginn sem hann skuldar honum og fær ekkert kredit fyrir skáldsögurnar sem hann gefur út.

Hinn leikarinn sem mér greip mína athygli var Alan Tudyk sem leikur Simon, kærasta frænkunnar sem tekur óvart eiturlyfin. Hann lék líka í Dodgeball frekar veruleikafirrtan einstakling svo hann ætti að þekkja þetta. Hann er líka ótrúlega fyndinn í þessari mynd og nær því aðeins of vel að vera útúrdópaði ruglhausinn sem ræður ekkert við sig. Hann var samt alveg eins í handritinu, fannst hann reyndar bara ýktari og fyndnari í myndinni!
Myndatakan er mjög fín í þessari mynd, stutt skot og atriðin líka. Það gerir söguþráðinn kannski meira spennandi fyrir vikið og atburðarrásina hraðari. Það finnst mér líka stór kostur við myndina, að það er hún er ekkert of langdregin eða að það komi einhverjar lægðir í myndina því þá er bara skipt yfir í sögu hjá annarri persónu.
Semsagt hin fínasta mynd en kannski ekki sú besta til að lesa handritið með..

Wednesday, December 2, 2009

The Twilight Saga: New Moon



Ég ætla að segja frá myndinni Twilight saga: New Moon og já ég fór á hana í bíó! Eftir að hafa heyrt að það væri búið að vera þvílík aðsókn á þessa mynd og á sumum sýningunum hafi verið klappað og öskrað og troðist inní salinn þá þorði ég ekki annað en að kaupa miða á undan, það hefði ég ekki þurft að gera! Það var eiginlega tómur salur og samt þriðjudagur, kannski umfjöllunin sé farin að segja til sín, en myndin hefur fengið heldur betur slæma dóma. Kannski ekkert að marka en 4,6 á imdb t.d.
En allavega, að myndinni, þá er hún byggð á samnefndri skáldsögu frá höfundinum Stephenie Meyer en New moon er önnur bókin af Twilight bókunum. Þessar bækur hafa heldur betur farið hamförum í Bandaríkjunum, sjálf hef ég ekki lesið þær en hef frétt að þær séu allavega betri en myndirnar. Ég er búin að sjá fyrri myndina og fannst hún ekkert góð mynd en ágætis afþreying, allavega á meðan Robert Pattinson var á skjánum.
Svo ég fór á þessa með vel opinn huga og vissi svona nokkurn veginn hverju ég átti að búast við. En þar sem ég er ekkert búin að sjá þá fyrri síðan hún kom út í bíó mundi ég ekkert alveg hvað gerðist í þessari fyrstu svo ég var pínu lost. Allavega voru þeir sem gerðu myndina algjörlega að ganga út frá því að maður hefði séð þá fyrri og helst ætti maður að muna alveg söguþráðinn. Það var eitt tvo brot sýnd úr fyrri myndinni og þá voru það svona endurminning sem kom bara svona rétt skot í svona 2 sek. En myndin fjallar sem sagt um stelpuna Bella Swan(Kristen Stewart) sem flytur til pabba síns í smábæinn Forks og kynnist þar strák sem heitir Edward Cullen(Robert Patterson). Hann er hlédrægur strákur og reyndar allir í fjölskyldunni hans líka. Hún kynnist honum betur og kemst að því að hann er vampíra. Fyrsta myndin endaði svo þannig að Bella var næstum því drepin af annarri vampíru en Edward rétt nær að bjarga henni, hjúkket! Í New Moon eru þau svo rosa rosa rosa ástfangin, og þá meina ég rosa! Það er eiginlega ekki bara krípí heldur vandræðalegt. Þau eru 18 ára, eða hann reyndar 109 ára, en hafa ekki þekkst í mikið meir en ár og allt sem myndin er um fyrstu 20 mín eru að hann elskar hana svo mikið, hvernig getur framtíðin þeirra virkað saman, hún vill verða vampíra, hann vill það ekki því þá glatar hún sálinni sinni, hann getur ekki lifað án hennar, líf hennar verður erfitt með honum og hún vill ekki lifa án hans. Okei, ég veit að hann er vampíra en þetta var kjánalegt samt stundum t.d. eru þetta quotes úr byrjun myndarinnar:
Edward: You just don't belong in my world Bella.
Bella: I belong with you.
---
Edward: I love you. You're my only reason to stay alive... if that's what I am.
---
Edward: Bella, you give me everything by just breathing.
---
Þetta finnst mér alveg full mikið af því góða enda var ég alveg komin með upp í kok. En söguþráðurinn kom nú allavega ekkert mikið á óvart ef maður hefur eitthvað séð vampírumyndir eða bara nokkrar kjánalegar unglingamyndir því sagan er sú að Edward lýgur af henni og segist ekki geta né vilja vera með henni. Hann sem sagt lýgur af henni og segir henni að lifa lífinu sínu áfram því hann vilji hana ekki en hann er auðvitað að gera þetta því hann elskar hana svo mikið og vill ekki stofna lífi hennar í hættu. Hann vill hana og hún hann, en þau eru ekki eins :O Eina skilyrðið sem hann setur svo er að hún haldi sér fjarri hættu og hann segist þá skuli láta hana alveg í friði. Bella brotnar niður og þá verða kaflaskil í myndinni. Kaflaskil sem ég vil meina að séu léleg þar sem Robert Pattinson varð miklu minna í mynd eftir þetta! Þarna fer myndin algjörlega að snúast um þunglyndi Bellu og ömurlega lífið hennar. Hún reynir allt sem hún getur til að finna fjölskyldu Edwards og hann en ekkert gengur. Hún sendir póst til systur hans(sem getur séð framtíðina) en fær heldur engin svör frá henni. Hún getur ekki sofið því hún fær svo miklar martraðir og hún vill ekkert með vini sína hafa þannig að hún verður eiginlega bara bitur, þunglynd stelpa í ástarsorg, sem ótrúlegt en satt er ekkert rosalega gaman að horfa á lengi. En hún kemst svo að því að þegar hún er í hættu þá birtist Edward henni í sýn og segir henni að fara varlega og vinsamlegast efna loforðið hennar. En hún segir þá að hann sé ekki að halda sínu, þ.e.a.s. þessi frábæra setning: „You promised it would be as if you never existed. You lied.“ Hún fær þá hugmynd að gera upp mótorhjól og fær strák sem hún þekkir Jackob Black(Taylor Lautner),16 ára úr ætt indíána, til að hjálpa sér. Þá er svona þriðji kaflinn að byrja. Þau gera upp þessi hjól saman og prufa þau svo. Bella byrjar að sjá Edward þegar hún fer á hjólið sem endar svo illa(frekar fyndið líka að hún á að fara sjúklega hratt en hárið hennar hreyfist varla). Og þá kemur eflaust eitt asnalegasta atriði sem ég hef séð í bíómynd! Henni blæðir og Jackob kemur til hennar og til að þurrka blóðið, þá rífur hann ekki bút af bolnum sínum, nei nei, hann fer bara úr honum.
Allavega þá kynnast Jackob og hún voða vel þar til Jackob segist elska Bellu og hún neitar honum og hann talar ekkert meir við hana. Hún gefst ekki upp og eltist við hann og þá kemur leyndarmál hans í ljós. Hann hafði einmitt uppgötvað þá að hann er orðinn VARÚLFUR! Og ég skyldi það allavega þannig að hann var fæddur þannig en varð varúlfur bara þegar hann hætti að tala við Bellu. Útskýringin á varúlfum í myndinni var sú að þeir eru bara menn en þegar vampírur eru nálægt verða þeir að vampírum og það meikar bara ekkert sjens. Vampírufjölskyldan var farin áður en Jackob fattaði að hann væri varúlfur, og ef hann er fæddur þannig, hvers vegna varð hann allt í einu varúlfur. Það var heldur aldrei útskýrt en þegar hann var að tala við Bellu var hann orðinn ÞVÍLÍK massaður eins og eitthvað sterafrík og ég vissi ekkert hvort að það átti að tengjast því að hann væri að breytast í varúlf eða ekki. Allavega þegar Bella fattar að hann er varúlfur er alveg frekar svalt atriði, það er semsagt annar varúlfur að fara ráðast á hana en Jackob kemur til bjargar. Það asnalega við það er atriðið eftir á þegar varúlfurinn er orðinn maður aftur og er eitthvað, „nei hæææ, sorry með mig áðan, hehehe“ sem var mjög kjánalegt og dró svolítið úr atriðinu á undan. En til þess að segja ekki alveg frá ALLRI myndinni þá enda ég bara á að segja að það verða eiginlega aftur kaflaskil og það fléttast svo inní drama með vampíru úr síðustu mynd og Edward kemur loksins aftur við sögu í endann!
Lokaatriðið, eða uppgjörið var svo mjög svalt! Eiginlega það sem ég var búin að bíða eftir alla myndina. Loksins aksjón og spenna. Alveg ágætis pæling þarna á bak við með söguþráðinn en það varð pínu flókið að átta sig á öllu. Minnti mig svolítið á Harry Potter myndirnar, ég var búin að lesa allar bækurnar og horfa svo á myndirnar við en síðast sá ég bara myndina án þess að hafa lesið bókina, og skildi þá ekki nærrum því allt. Sama á við þessa mynd þar sem eins og ég sagði áðan þá er alveg betra að hafa lesið bókina! Mér fannst líka mjög asnalegt að systir hans gat séð í framtíðina, sagði samt bróðir sínum að Bella væri dauð og akkurat á sama tíma var hann að fara reyna drepa sig því hann gat ekki lifa án hennar? En hún var samt ekki dáin eða hélt hann það, því sagði hann það ekki? Whaaat?
Þetta er kannski ekki myndin sem maður á beint að vera rýna í söguþráðinn. Eflaust betri í bókinni en myndinni. Sumt er mjög random í myndinni, eins og Jckob að hoppa eins og froskur upp tré, áður en Bella átti að vita að hann væri varúlfur og yfirleitt allt með þennan Jackob, allir varúlfarnir voru t.d. með hringlaga tattoo á öxlinni sem aldrei var sagt frá hversvegna og hann var alltaf ber að ofan, sem var ekki svo slæmt, en varúlfum er víst alltaf voða heitt.
Myndatakan í þessari mynd var bara fín. Tæknibrellurnar vor líka mjö svalar og bardaginn í endann var frakar töff atriði með helminginn í slowmotion, því vampírur gera jú allt of hratt annars. Tónlistin hélt því líka spennunni alveg á floti og kapphlaupið við tímann í endann var frekar svalt atriðið, allavega svona uppá aðstæðurnar en það var einhver messa í gangi þar sem ALLIR eru klæddir rauðum kuflum sem gerðu náttla erfiðara að komast á leiðarenda.
En sem sagt, það má alveg segja að Jackob karakterinn hafi farið frekar mikið í taugarnar á mér. Þessi Lautner er ekkert svakalega góður leikari, reyndar bara 16 ára, en samt.. og svo er persónan hans eitthvað svo illaútfærð og útskýrð. Stewart fer líka smá í taugarnar á mér. Ég veit ekki samt alveg hvort persónan hennar á bara að vera svona en hún er svo tóm eitthvað og dofin. Ég veit ekki alveg hvort ég kaupi það bara að hún sé að leika, það er allavega ekki mikil tilfinning frá henni. En Robert Pattinson er.. bara hann. Hann er reyndar ekki eins mikið og ég hélt í þessari mynd, því miður. Hann er bara eitthvað svo kúl og rólegur, og já, HEITUR!!! Veit ekkert hvað það er, hann er alveg fölur og svo glansar hann ef hann er í sól en samt sem áður er hann svo yfirvegaður og nettur, ég get ekki útskýrt það eiginlega. Svo var ég líka að bíða eftir því að sjá Dakotu Fanning í myndinni, hélt að hún væri eitthvað númer í þessari mynd, en hún var í svona rúmlega 10 mínútur af myndinni. Kannski verður hún eitthvað meira í þeirri næstu.
Ég veit ekki hvers vegna, en ég ætla pottþétt að sjá næstu. Þetta eru bara svona ævintýri sem er alveg gaman að sjá við og við og gleyma sér bara í frekar kjánalegri mynd. Ég get eiginlega ekki útskýrt það heldur en þegar uppi er staðið, eftir svo margt sem hægt er að dæma og gera betur, þá er þetta bara það sem ég bjóst við og ég fílaða!

Hérna er semsagt mótorhjólaatriðið sem endar á stórum kjánahroll! Njótið: http://www.youtube.com/watch?v=mGIa947Xvsw

Monday, November 30, 2009

Some like it hot



Þessi bráðskemmtilega mynd frá árinu 1959 er með fyndnari svart hvítu myndum sem ég hef séð, ef ekki sú fyndnasta. Held þetta sé í fyrsta skipti sem ég hlæ í alvöru bara af því sem á að vera fyndið í myndinni en ekki af lélegum leikurum eða tæknibrellum. Myndin fjallar um saxafónleikarann Joe og bassaleikarann Jerry. Þeir verða vitni af hrottlegu morði flýgja þeir Chicago. Það eina sem býðst þessum fátæku tónlistarmönnum er vinna í Miami en eina vandamálið er að þeir þurfa að vera konur.

Það fyrsta sem ég vil nefna sem kostir við þessa mynd er leikurinn í henni. Joe Curtis og Jack Lemmon leika þar aðalhlutverkin en þeir fara báðir á kostum sem klæðskiptingarnir tveir. Húmorinn er svo góður hjá þeim og persónurnar eru algjör snilld. Monroe stóð sig líka ágætlega í sínu. Allavega skilaði ljósku bombu hlutverkinu ef maður horfir framhjá atriðinu þegar hún var að tala þarna í símann, og las greinilega handritið sitt um leið. Held að manni finnist þetta svona fyndið þar sem húmorinn er frekar nútímalegur, eins og þegar þeir eru alltaf að tala saman með mjög karlmannslegri röddu og gleyma sér kannski og segja eitthvað. Mynnti mig svolítið á ekki svo góðu myndina, White chicks, sem eflaust hefur sótt einhverja fyrirmynd í Some Like it Hot.

Annað sem gerir þessa mynd svona góða er að hún fer ekkert fram úr sjálfri sér. Þá meina ég að það er ekkert verið að gera neitt of mikið. Myndatakan er bara fín og tónlistin t.d. passar bara vel við. Oft finnst mér tónlistin í svart hvítu myndunum vera full mikil en í þessari fanns mér hún bara vel vil hæfi.
Ég hef ekki séð neina aðra mynd með Billu Wilder en mér leyst mjög vel á þessa. Einföld og vel leikstýrð. Vel skrifuð samtöl eru líka það sem mér hefur fundist vanta í svart hvítu myndirnar sem ég hef séð og ég fann ekkert fyrir neinu asnalegum setningum eða löngum pásum, það bara gekk allt frekar vel upp.
Ég kann kannski ekki alveg að meta þessar svart hvítu myndir en þetta er allt að koma og Some like it hot kom þeim allavega vel á kortið.

Tvær danskar

Tvær danskar, í viðbót!
Horfði á tvær danskar kvikmyndir um daginnþ Sú fyrri heitir Cecilie og er frá árinu 2007. Hún er spennumynd eða nokkurs konar sálfræðitryllir. Hún fjallar um konu, Cecilie, sem flytur í nýtt hús með unnustanum sínum. Þar fær hún nýtt starf sem kennari í skólanum. Þá hefjast einhverjir yfirnáttúrulegir hluti að gerast fyrir hana. Hún byrjar að vakna á nóttunni og heyra í stelpu vera gráta. Hún segir kærastanum sínum frá þessu sem hann á mjög erfitt með að trúa. Atburðirnir verða svo alltaf stærri og stærri. Hún er í baði þegar unnustinn hennar kemur að henni og þá lýtur allt út fyrir að hún sé að reyna fremja sjálfsmorð með því að drekkja sér. En það sem gerðist frá henni séð var að hún var í baði og allt í einu er hún stödd í vatni þar sem hún sekkur niður og það frýs yfir svo hún kemst ekki upp. Þetta veldur því að hún er lögð inná spítala á geðdeild. Þar kynnist hún lækni sem reynir að hjálpa henni og með hans hjálp finnur hún útskýringuna á þessum atburðum. Þessi útskýring hljómar frekar kunnuglega en hún er sú að það er einhver tengin við stelpu sem dó fyrir 30 árum tíma sem heitir Camilla og hún er að reyna ná til Cecilie því morðinginn sem drap Camille gengur enn laus.
Mér fannst þetta ekkert sérstök mynd á heildina litið. Hún var frekar langdregin og klisjukennd og þar sem hún átti að vera einhver sálfræði tryllir, eða svo sagði hulstrið, þá var hún það bara ekkert. Heldur frekar fyrirsjáanleg. Hins vegar má benda á góða myndatöku og mjög flott skot. Þegar myndavélin er sett í gegnum rúðuna á bílnum út um hana aftur og inn í húsið og gegnum handriðið var mjög töff, átti að vera draugurinn að ferðast sem var að vísu frekar kjánalegt en myndatakan vel gerð. Annað sem má benda gott við þetta myndatökuna er mjög vel gerð skiptingin þegar verið er að sýna frá Cecilie og yfir til Camillu þegar hún var t.d. á sama stað og Cecilie, 30 árum áður.

Ég horfði líka á aukaefnið þar sem sýnt var mikið frá því að lita samsetningin í myndinni var mikið pælt í, m.a.s. veggina á baðherberginu þar sem atvikið með baðið átti sér stað. Að mínu mati hefði mátt hugsa betur út í eitthvað annað svo sem söguþráð frekar en þannig.
Þetta er kannski ágætis mynd ef marka má aðrar danska sálfræði trylla, ef það eru einhverjir til en annars samanborði við marga slíka er hún ekki upp á marga fiska.


Önnur danska myndin sem ég horfði á var Blå mænd. Hún er frá árinu 2008 og er gamanmynd. Hún fjallar um mann sem heitir Jesper Jendssen. Hann vinnur hjá stórfyrirtæki þar sem allt er mjög ópersónulegt en Jesper er mjög góður í starfinu sínu þar, yfirleitt starfsmaður mánaðarins. Hann býr í voða fínu húsi með konunni sinni. Kvöld eitt þegar hann var búinn að drekka nokkur rauðvínsglös ákvað hann að fara út í búð að kaupa trönuberjadjús. Hann lendir þá í árekstri og er sviptur ökuleyfinu og dæmdur til að vinna á lokal ruslahaugunum eða endurvinnslustöð ein og þetta heitir víst. Hann segist þurfa frí í vinnunni sinni en lýgur að vinum sínum og flest öðrum að hann sé að fara byrja nýtt fyrirtæki því hann þorir ekki að segja þeim að hann hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur hvað þá að hann vinni á endurvinnslustöð. Þegar yfirmaður hans fréttir svo að Jesper sé að reyna stofna fyrirtæki á bak við hann rekur hann Jesper. Þá brotnar allt niður og konan hans fer meira að segja frá honum.

Þetta er frekar fyndin mynd og góð pæling, að setja clean cut gæja á endurvinnslu stöð með fullt af rugluðu liði. Það fyndnasta í myndinni er einmitt fólkið sem hann fer að vinna með. Samstarfsfólkið hans eru 3, ein veruleikafyrrt og ímyndunarveik kona sem heitir Lotte, óöruggur og asnalegur maður sem heitir Dion og svo yfirmaðurinn hans sem heitir Theodor sem er líka bara kjánalegur, svona vandræðalega týpan.
Hún er frekar vel gerð þessi mynd en samt mjög einföld. Ekkert af tæknibrellum eða neitt þannig nema kannski þegar Lotte er að ímynda sér eitthvað og það allt kemur bara vel út. Þetta er ekkert nýjasta tæknin en hún er bara látin virka þannig og heppnast ágætlega. Reyndar frekar kjánalegur endir að mínu mati, hann kynnist svo einhverri konu sem er alltaf á ruslahaugunum og enda á því að vera ástfangin, en endirinn hefði verið asnalegri ef hann hefði farið bara aftur i fyrirtækið og ekkert breyst. Fín mynd og góðir leikarar með mjög fyndna karaktera á milli.

Chinatown


Mánaðarmót eru að ganga í garð og því tilvalið að blogga smá...
Chinatown (1974) frá leikstjóranum Roman Polanski fjallar um fyrrverandi lögreglumanninn Jake Gittes. Hann er einkaspæjari sem er ráðin af konu sem segist vera Mrs. Mulwray kona Mr. Hollis Mulwray. Hún biður hann um að fylgjast með manninum sínum því hún heldur að hann sé að halda framhjá sér. Gittes gerir þetta og kemst að því að Mulwray er að halda framhjá konunni sinni og kemst framhjáhaldið í blöðin. Mr. Mulwray hverfur og finnst að lokum dáin en þá kemur kona til Gittes og kemur þá í ljós að hún er raunverulega Mrs. Mulwray en ekki sú sem kom til Gittes áður.
Gittes fer að rannsaka morðið, sem lögregla segir fyrst vera slys, og kemst að miklu samsæri um vatnsuppsprettu í L.A. og faðir Mrs. Mulwray, Noah Cross. Auðvitað varð svo eitthvað samband til milli Gittes og Mrs. Mulwray.
Þrátt fyrir nokkrar klisjur og kannski fyrirsjáanleg atriði þá fannst mér endirinn ekki vera það, allavega ekki endalok Mrs. Mulwrays. Það er líka margt sem maður bjóst kannski ekki við, eins og að dóttir hennar væri systir hennar líka! En sem sagt ágætur söguþráður, samt smá skrítinn titill á myndinni þar sem tengingin við Chinatown var ekkert stór partur af myndinni, Gittes vann þar bara og var lögregla þar. Ekkert að setja út á myndartöku eða tónlist, bæði bara ágætt í myndinni, ég tók allavega ekki eftir neinu sérstöku.
Jack Nicholson leikur Gittes vel. Reyndar finnst Jack bara vera frekar töff leikari og karakterinn hans verður þá bara sjálfkrafa frekar kúl. Hann er mjög greinilega aðalhlutverkið í myndinni enda held ég að það sé ekki eitt einasta atriði sem hann er ekki í. Meira að segja þegar hann varð meðvitundarlaus þá kemur fade to black. Fay Dunaway er fín líka en enginn stórleikur neitt. Annars hef ég ekkert meira að segja um myndina nema eitt sem mér fannst frekar asnalegt og tók eftir reyndar var þegar Gittes blotnar þarna þegar hann lendir í vatninu og svo stuttu seinna er hann alveg orðinn þurr...
Allavega fín mynd og mæli með henni, það er líka til framhaldsmynd sem heitir The Two Jakes sem ég væri alveg til í að sjá.

Saturday, October 31, 2009

Elsker dig for evigt

Horfði á aðra Dogme mynd um daginn til að kynna mér þetta aðeins betur. Elskar dig for evigt varð fyrir valinu og er hún Dogme mynd númer 28. Hún er frá árinu 2002 og Susanne Bier leikstýrði henni. Þetta er með frægari Dogme myndum sem hefur verið gerð og varð mjög vinsæl í Danmörku. Myndin gerist í Kaupmannahöfn og eins og allar Dogme myndir, í nútíð. Læknirinn Niels (Mads Mikkelsen) er giftur Mariu(Paprika Steen) og eiga þau 3 börn saman. Cecilie(Sonja Richter) er unnusta Joachims(Nicholaj Lie Kaas) og eru þau að fara gifta sig. Þegar Jaochim, sem ætlar í skíðaferð, er nýbúinn að kveðja Cecilie lendir hann í bílslysi. Maria keyrir á hann og hann er fluttur á spítalann. Þegar komið er á spítalann tekur maður Mariu, Niels sem vinnur á spítalanum á móti Joachim. Joachim vaknar daginn og þá kemur í ljós að hann er lamaður fyrir neðan háls. Reiðin hjá Joachim byggist hratt upp og neitar að þiggja hjálp frá Cecilie og segir að hann vilji ekki að hennar líf endi líka eins og hans. Maria er algjörlega í rusli eftir þetta en Niels reynir að hugga hana og biður Cecilie hjálp sína og segir henni að hringja í sig ef það er eitthvað sem henni vantar. Cecilie reynir allt sem hún getur til að ná til Joachims en hann talar ekki við hana og biður læknana um að leyfa henni ekki að heimsækja sig á spítalann. Cecilie byrjar að hringja í Niels og leita eftir huggun hjá honum. Þau byrja að hittast og eitt leiðir af öðru þangað til að lokum verða þau ástfangin. Neils heldur því framhjá konunni sinni og að lokum þarf hann að velja á milli fjölskyldu sinnar
og Cecilie. Sektarkennd er mjög áberandi í þessari mynd. Maria kennir sér um að hafa keyrt á Joachim, Niels er fullur sektarkenndar því hann er að ljúga af fjölskyldunni sinni og Cecilie því hún er að eyðileggja fjölskyldu og halda framhjá kærastanum sínum.

Þrátt fyrir að Nicholaj er ekki beint með stærsta hlutverkið og þarf ekki að hreyfa sig mikið þá er hann mjög góður í myndinni. Hann leikur þetta mjög vel og fær samúð manns en maður verður líka pirraður á honum. Mads Mikkelsen er ekki með einhvern stórleik í þessari mynd en mér fannst samt allir leikararnir skila sínu ágætlega.
Mér fannst ég taka minna eftir því í þessari mynd að myndavélin er ekki á fæti heldur er haldið á henni miðað við í Festen. Lýsingin var heldur ekkert athugunarverð og að mörgu leiti virkaði þessi mynd bara eins og venjuleg mynd en ekki Dogma mynd. Eina sem ég tók eftir var að það hefði mátt vera tónlist á sumum stöðum sem ekkert er hægt að hafa tónlist út af Dogme. Reyndar var Cecilie þrisvar í myndinni að hlusta á tónlist og þá kom hún inn eins og hún væri dubbuð inn, sem ég hélt að mætti ekki. Það hefði líka alveg mátt sleppa þessari tónlist því hún var virkilega leiðinleg og passaði bara ekkert inní senurnar, gerði myndina bara langdregna.

Titillinn er samt frekar athyglisverður og kaldhæðinn. Elsker dig for evigt þýðir Elska þig að eilífu, sem er loforð sem enginn veit hvort hann getur haldið. Maður veit ekkert hvað gerist í framtíðinni. Cecilie hafði lofað Joachim að elska hana að eilífu áður en hann lenti í slysinu en þau hættu saman og Niels hafði lofa konunni sinni að elska hana en hann varð ástfanginn af annarri konu.
Myndin í heild sinni er kannski ekkert mikil skemmtun en mjög góð engu að síður. Hún var svolítið fyrirsjáanleg og svo það asnalegasta við þetta er að á hulstrinu er Cecilie og Niels að kyssast þannig að ég vissi að þau myndu vera eitthvað saman í myndinni. Myndin lætur mann samt hugsa svolítið um lífið og að það getur skyndilega horfið frá manni. En eins og ég sagði, stundum frekar langdregin og ég myndi ekki nenna að horfa á hana aftur en ég mæli samt engu að síður með henni.

Jóhannes

Okei í tilefni af mánaðarmótum kemur blogg hérna inn.


Fór á Jóhannes eins og flest allir og fannst það bara ágæt skemmtun. Þetta er alveg ekta Ladda mynd og hann fellur vel inní hlutverkið sem Jóhannes. Skil vel þegar Þorsteinn Gunnar sagði að þeir höfðu viljað Ladda í hlutverkið, ekki bara til að selja fleiri miða heldur passar hann vel í hlutverkið. Eins og ég sagði áðan var þetta ágæt skemmtun ef maður var kannski ekki að pæla í smáatriðunum. Samtölin voru oft frekar kjánalegt og söguþráðurinn ekkert svakalega góður en hugmyndin var skemmtileg. Svolítil klisja, allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis en það er líka oft fyndið.
Get ekki sagt að ég hafi verið sátt með alla leikarana. Unnur Birna er auðvitað nafn og selur örugglega nokkra miða, en hún kann ekki að leika af mínu mati. Man fyrir 5 árum fór ég á menntaskólaleikrit með henni og þá kunni hún ekki að leika of mér finnst það lítið breytt núna. Hún hefur örugglega ekki lagt eins mikinn metnað í vinnuna eins og t.d. Stefán Karl, því mjög margar setningarnar hennar eru stirðar og líklega lesnar beint uppúr handritinu. Stefán Karl stendur alveg uppúr af leikarahópnum og heldur t.d. alveg slagsmála senunni uppi að mínu mati. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart að hann hafi verið sá sem lagði mestu vinnuna við persónu sköpun og pælingar um karakterinn sinn.
Mér fannst nokkuð gott hjá Þorsteini að viðurkenna bara mistökin sín og segja að hann væri sammála þegar við bentum á galla myndarinnar. Þetta atriði þegar Laddi var í rútunni var alltof langt og það hefði bara verið asnalegt að neita því, rigningin klikkaði eitthvað og hann viðurkenndi það alveg og svo reyndi hann að útskýra sumt eins og klippinguna í flóttanum.
Margt af þessu sem mér fannst asnalegt beint eftir myndina gat Þorsteinn útskýrt með að það þurfti að klippa atriðið út úr myndinni. T.d.endirinn á bílferð Ladda og Unnar varð bara svona samantekt af öllu því sem þau hefðu talað um í u.m.b. 30 mínútur og ástæðan fyrir því að Laddi keypti sér fáránlega mikið að borða í sjoppunni kom bara eiginlega ekkert fram.
En það er hægt að benda á fullt af fleiri hlutum sem betur mátti fara, en það er samt ekkert endilega nauðsynlegt. Myndin hefur vissan blæ yfir sér. Hún var gerð á stuttum tíma og með lítið fjármagn en mér finnst hún virka svona eins og hún er. Minnir mig á gamlar íslenskar bíómyndir eins og Stellu í orlofi eða eitthvað svipað, sem er kannski bara ágætt.

Thursday, October 29, 2009

Festen

Ég ætlaði að skrifa um Chinatown en er ekki enn búin að horfa á hana alla svo ég bloggaði um mynd sem heitir Festen en Chinatown kemur á morgun!
Ég ætla að fjalla um myndina Festen sem er dönsk mynd frá árinu 1998. Þessi mynd er svokölluð Dogme mynd og er hún sú fyrsta í röðinni. Dogme 95 er samningur sem nokkrir leikstjórar hafa skrifað undir og átti hann að færa áherslu frá tæknibrellum og sviðsmyndum og meira í átt að sögunni sjálfri. Upphafsmenn þessa samnings er enginn annar en Lars Von Trier og leikstjórinn Thomas Vinterberg. Í samningnum felst að leikstjórinn sem ætlar að gera Dogme mynd þarf að tilkynna að hann ætli að gera hana áður en tökur hefjast. Myndin þarf svo að fylgja reglunum sem kallast kyskhedslöfte. Í reglunum felst að það er bannað að nota aukaútbúnað , allt verður að vera á staðnum fyrir fram, eins og ef senan er tekin í hótelherberginu verður hótelherbergið að vera þannig fyrirfram. Reglurnar banna að lýsa myndina aukalega nema með einum lampa á myndavélina, það er bannað að bæta við tónlist undir myndina, ef það er tónlist er hún tekin upp á sama tíma og búningar eru bannaðir. Það sem þó einkennir myndirnar mest er að það er bannað að nota myndavéla stand eða leggja hana niður svo það þarf alltaf að halda á henni. Allt það sem er gerist í myndinni verður að vera í nútíð og allt í myndinni verður að gerast svo það er ekki hægt að hafa morð eða eitthvað ónáttúrulegt. Svo skil ég ekki eina regluna alveg en það má ekki nefna leikstjórann.

Fyrsta Dogmemyndin er Festen og er leikstýrt af frumkvöðlinum Thomas Vinterberg. Hún hefur unið til fjölda verðlauna og tilnefnd til m.a. BAFTA og Golden Globe. Hún gerist öll í veislu sem haldin er í tilefni af 60 ára afmæli Helge sem leikinn af Henning Moritzen. Fjölskyldu og vinum er boðið í hótelið sem Helge og konan hans eiga. Börnin þeirra þrjú koma öll i veisluna en þau eru öll flutt af heiman. Það kemur smám saman í ljós að nýverið hafði systir þeirra, sem var jafnframt tvíburasystir Christian (Ulick Thomsen), framið sjálfsmorð. Systkinin eru ólík og þá sérstaklega yngri bróðurinn Michael (Thomas Bo Larsen) sem er óþroskaður og stundum eins og ofvirkt barn. Hin tvö, Christian og Helene(Paprika Steen) eru frekar hógvær en Christian er miklu hlédrægari. Rétt fyrir veisluna fer Helene inní herbergið þar sem systir þeirra átti að hafa framið sjálfsmorðið og finnur bréf frá systur sinni sem segir hver sjálfsmorðsástæða hennar var og afhjúpar dimmt leyndarmál í fjölskyldunni. Þetta leyndarmál er uppljóstrað í veislunni þar sem flestir kjósa að trúa því ekki.
Myndin er virkilega góð og fjallar um alvarlegt vandamál. Hún fær mann til að hugsa hvað maður myndi gera ef maður myndi lenda í svona aðstæðum eða hversu vandræðalegt það hlýtur að vera. Gestirnir láta þetta allir svona renna framhjá sér því enginn vill eyðileggja þessa fínu veislu. Í staðinn fara allir í afneitun og láta eins og ekkert hafi í skorist. Leikararnir eru mjög sannfærandi í sínum hlutverkum en sá sem mér fannst standa sig best var Thomas Bo Larsen. Hann var mjög pirrandi karakter sem fer örugglega í taugarnar á öllum og náði hann því mjög vel.
Þessi Dogme mynd fylgir reglunum svo það er alltaf haldið á tökuvélinni sem gerir þetta svolítið raunverulegra en aðrar myndir. En þrátt fyrir að það var haldið á tökuvélunum var það samt ekkert of truflandi. Atriði eins og þegar Christian er í skóginum eru mjög dimm en það er eflaust vegna þess að það á að vera um kvöld og það má ekkert stilla ljósin. Það var kannski það eina sem truflaði eitthvað.
Það sem ég fór mest að spá í eftir myndina er t.d. atriðið þar sem Christian á að vera orðinn drukkinn hvort hann sé það í raun og veru því allt það sem sést á filmunni er í alvöru og þess vegna ætti rauðvínið sem hann var að drekka að vera alvöru rauðvín og þegar Michael sefur hjá konunni sinni, hvort að þau þurftu að sofa saman í alvöru?!
Allavega er Dogme stíllinn mjög skemmtilegur og breytir svolítið til. Mæli með Dogme myndunum þær eru ekkert allar danskar og það er meira segja búið að gera dogme mynd á ensku um Festen, eða The Celebration, ég hef samt ekki séð hana..

Tuesday, September 29, 2009

RIFF

Ég fór á 8 myndir á RIFF og hér er listinn minn:

1. One flew over the Cuckoo's nest
2. Mommy is at the hairdresser
3. Rocky Horror Pictureshow
4. Dogtooth
5. Prodigal sons
6. I killed my mother
7. Red race
8. With eyes wide open


Ég var búin að sjá Rocky Horror Pictureshow og vissi ekki alveg hvar ég átti að setja hana inní, þótt hún sé ein af uppáhalds myndunum mínum þá fannst mér auðvitað skemmtilegra að sjá nýjar myndir. Eftir bæði Cuckoo's nest og Prodigal sons var Q and A sem var líka áhugavert. Ég ætla að skrifa hér um bestu myndina, að mínu mati, sem ég sá á hátíðinni.


One flew over the Cuckoo's nest
er mynd frá árinu 1975 frá leikstjóranum Milas Forman. Áður en hann leikstýrði þessari mynd hafði hann leikstýrt fjölda annarra en samt engin sem ég kannast við. Eftir hana hins vegar hefur hann sent frá sér myndir eins og People vs. Larry Flynt, Man on the Moon, Hair og Amadeus sem líka var sýnd á hátíðinni.

Myndin fjallar um Patrick McMurphy sem leikinn er af Jack Nicholson. McMurphy þykist vera geðveikur til að komast hjá því að fara í fangelsi. Hann reynir að koma sér í hvert klandrið á fætur öðrum og dregur klikkhausana á deildinni með sér í það. Þegar honum tekst loksins að sleppa við fangelsið uppgvötar hann það að vistin á geðspítalanum verður ekki eins stutt og fangavistin sem hann átti yfir höfði sér. Þá hefst flóttinn.
Mér fannst frábært að heyra Forman tala um myndina eftir á. Áhugavert að heyra að hann myndi enn þá eftir 34 ár ekki breyta neinu í myndinni og stendur enn við hana. Kannski ekki furða, myndin er algjör snilld og vann 5 óskarsverðlaun! Það var lögð mikil undirbúningsvinna í þessa mynd eins og hann sagði. Það er líka margt mjög sniðugt sem hann gerði eins og þegar hópasenurnar með spjallhópinn á deildinni eru teknar þá hafði Forman myndavél á öllum allan tíman svo leikararnir væru í karakter allan tímann. Þetta fannst mér skila sér mjög vel enda verulega fyndnir karakterar í myndinni. Myndatakan er líka mjög vel gerð og nær vel andrúmsloftinu á þessari lokuðu deild. Myndin er meira að segja tekin upp á alvöru geðspítala og sjúklingarnir sem þar voru eru stadistar meira að segja!! Að hafa alla myndina innan veggja deildarinnar (fyrir utan reyndar bátasenuna) lætur það líka verða þeim mun magnaðara þegar indíáninn/Höfðinginn sleppur út í lokin.
Ég fór á myndina, vitandi það að hún hefði unnið til allra þessa verðlauna og með frekar háar væntingar og hún stóðst þær allar. Jack er með sannkallaðan stjörnuleik í þessari mynd. Forman hafði líka orð á því að hann væri hin mesti atvinnumaður og tæki starfinu sínu með mikilli alvöru. Hann sannfærði mig allavega að hann væri létt geggjaður. Höfðinginn er samt algjör snilld. Þykjast vera mállaus og heyrnalaus eða heimskur er mjög fyndið og ég held ég hafi grenjað úr hlátri þegar hann körfuboltaleikurinn var. Hjúkrunarkonan á líka hrós skilið. Hún er leikin af Louise Fletcher sem ég kannast ekkert við. Mér fannst persónan hennar svo góð því hún var ekki þessi tíbýska feita öskrandi gribba sem enginn þolir í myndum heldur lítur hún vel út og heldur ró sinni, sem gerir hana bara meira scary og kalda. Aðrir leikarar eru kunnug andlit núna en þetta var meðal fyrstu myndum þeirra Danny Devito, Christopher Lloyd og Brad Dourif.
Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Ég veit allavega að ég ætla einhvern tíman að lesa bókina sem myndin er byggð á en hún er skrifuð frá sjónarhorni Höfðingjans, sem hljómar frekar nett.

Monday, September 28, 2009

Topp 10

Okei ég gat ekki sett þetta í svona sérstaka röð þannig að ég valdi bara topp 10 myndir, ekki í neinni spes röð! Sorry hvað þetta kemur seint..

Allavega hér er listinn:


Schindler‘s list(1993) . Þessi mynd frá Steven Spielberg hefur að mínu mati fengið verðskuldaða athygli. Á öllum listum yfir myndir sem allir þurfa að sjá eða topp 100 listum er Schindler‘s list nánast undantekningalaust ofarlega.
Myndin fjallar um Oskar Schindler og gerist í seinni heimstyrjöldinni. Við könnumst flest við söguna, Oskar fær gyðinga til að vinna fyrir sig sem ódýrt vinnuafl í verksmiðjunni sinni. Hann kemst að því að fyrir Gyðingunum er vinnan þeirra það sem bjargar þeim.
Myndin er svart/hvít sem minnir á að við erum að horfa á sögu frá þessum tíma. Þrátt fyrir að myndin er löng skilur hún engan eftir ósnortinn. Þetta er mynd sem maður gleymir aldrei, hún minnir okkur á hvað gerðist, minnir okkur á þá sem dóu af ástæðulausu og á þá sem reyndu að bjarga þeim.
Liam Neeson sem Oskar Schindler og Ben Kingsley sem leikur gyðing , sína báðir stjörnuleik í þessari mynd en sá sem mér finnst standa uppúr er Ralph Fiennes sem leikur nasistann Amon Goeth.
Enn og aftur, mynd sem allir ættu að sjá og hlýtur að teljast ein besta mynd sem hefur verið gerð.

Sponge Bob SquarePants the movie(2005).Þessi kjánalega, einfalda og fyndna teiknimynd fær mig til að hlæja í hvert skipti sem ég sé hana. Hún er um svampinn, Sponge Bob, og besta vin hans Patrick. Þeir leggja upp í leiðangur til að endurheimta kórónu Neptúnus konungs. Á leið sinni sigrast þeir á ýmsum hættum og verða, eins og af eigin sögn, að karlmönnum.
Myndin er byggð á þáttunum Sponge Bob sem komu fyrst út 1999 og gefur myndin þeim ekkert eftir. Nú hafa verið gefnar út tvær aðrar myndir um þessa frábæru persónu og vini hans. Nickeloden framleiða þættina sem eru afar súrir og steiktir sem mér finnst munurinn á teiknimyndunum frá t.d. Pixar. Þótt svo að bæði þættirnir og myndirnar eru gerð fyrir börn þá er húmorinn svo kjánalegur og gegn súr að maður getur ekki annað en hlegið! Kannski er þetta einhver einkahúmor hjá mér en þessi hugmynd, um að gera teiknimynd um svampdýr og besta vin hans sem er krossfiskur, láta hann búa á hafsbotni í ananas og vinna á hamborgarastað hlýtur að teljast gott ímyndunarafl.


Anchorman the legend of Ron Burgundy. (2004)
Hún er örugglega ein fyndnasta grínmynd sem ég hef séð. Hún fjallar um sjálfselska fréttamanninn á channel 4, Ron Burgundy (Will Ferrell) og fréttaliðið hans. Myndin á að gerast á sjöunda áratugnum þegar karlrembur eins og Burgundy eiga ennþá erfitt með að sætta sig við að konur geta unnið mikilvæg störf líka. Þá kemur til sögunnar Veronica Corningstone (Christina Applegate) sem tekur við sem aðstoðarþulur. En það er ekki söguþráðurinn sem skiptir öllu máli í þessari mynd. Anchorman er frekar súr mynd með litlum söguþræði en það sem gerir hana svona góða eru persónurnar sem eru í henni. Steve Carell lék veðurfréttamanninn Brick og setti örugglega nýtt met fyrir steiktan karakter, en fast á eftir honum fylgja svo hinir í fréttateiminu. Svo má ekki gleyma öllum þeim ágætu leikurum eins og Seth Rogen, Ben Stiller, Jack Black, Vince Vaughn og Luke Wilson sem skjóta upp kollinum þarna inná milli, sumir í kannski 10 sekúndur.
En þrátt fyrir að söguþráðurinn er ekki mikill eru sum atriðin eru svo kostuleg eins og t.d. þegar þeir syngja Afternoon Delight, slagsmálaatriðið, flautusóló frá Burgundy og þegar hundinum var fleygt fram af brú. Hvert gullkornið á fætur öðru kemur og quote-in eru alltof mörg. Þetta og svo margt annað við þessa mynd gerir hana að þessari fyndnu, útúr steiktu og nett geggjuðu mynd sem hún er!!

Nightmare before Christmas (1993)er söngleikja teiknimynd eftir Tim Burton. Hún fjallar um Jack the Pumpkin king sem býr í Halloween heimi. Í þessum heimi er allt skuggalegt og ógeðslegt. Hann finnur heim sem er öfugt við þann sem hann þekkir, Jólaheiminn. Jack er staðráðinn í því að hann geti haldið jólin betur en þau eru nú þegar og rænir jólasveininum. Inní þetta fléttast svo ástarsaga milli Jack og tuskubrúðu. Þetta er líka teiknimynd sem er ólík myndunum frá Pixar. Hún er ekki kæfð með boðskap og höfðar ekki endilega til barna. Lögin í myndinni eru algjör snilld og söguþráðurinn fyndinn. Mér finnst þessi Tim Burton teiknimynd mun betri en Corpses Bride sem þó er ágæt.
En fyrir mér kemst ég ekki í jólaskapið nema ég sé búin að horfa á Nightmare before Christmas.

Clueless (1995)Þetta er frekar basic fyrir stelpur. Við höfum flest allar einhverja chick-flick mynd sem við getum horft á
aftur og aftur. Málið með Clueless er að hún er ekki bara einhver chick-flick, hún er skilgreiningin á hvað chick- flick mynd er!
Hún fjallar um ofdekruðu stelpuna Cher (Alice Silverstone) sem er í menntaskóla og vini hennar. Hún hjálpar nýju stelpunni(Brittany Murphy) í skólanum til að verða vinsæl sem snýr svo baki við Cher. Ótrúlegt! Þetta hljómar auðvitað eins og hver önnur drama sería um menntaskólakrakka eins og 90210 en Clueless er uppá einhverju efra stig. Ég get rétt ímyndað mér hversu mörgum stelpum hefur dreymt um að eiga fataskápinn hennar, bílinn hennar og búa í húsinu hennar. Silverstone passar frábærlega í þetta hlutverk en besti karakterinn að mínu mati er besta vinkona hennar Dee, sem leikin er af Stacey Dash. Ég hef aldrei séð Dash leika í annarri mynd, kannski er hún ekkert svakalega góður leikari en hún virkaði allavega vel í þessari mynd. Allavega..
Þessa mynd get ég séð aftur og aftur og ég er ekki sú eina!





Edward Scissorshands (1990) er önnur mynd á listanum mínum frá Tim Burton. Myndin gerist í einhvers konar fullkomnu úthverfi sem hann skapar svo snilldarlega. Hún er um næstum-tilbúnu uppfinninguna, Edward(Johnny Depp). Hann er manneskja sem var búinn til af uppfinningamanni sem deyr áður en hann nær að klára hann svo, eins og titillinn segir, í stað handa hefur hann skæri. Hann býr einn í skuggalegum kastala, sem er öðruvísi en fullkomni bærinn sem hann stendur við, þar til kona að nafni Peg, sem selur snyrtivörur, finnur hann. Hún býður hann velkominn inná heimilið sitt og í fyrstu taka allir vel á móti honum. Hann byrjar að klippa runna og hár hjá fólkinu í bænum þar til allt fer á annan veg. Edward verður ástfanginn af dóttur Peg, Kim sem er sú eina sem stendur með honum í gegnum allt.
Ég held þetta sé fyrsta myndin sem ég tók eftir því að myndatakan skiptir virkilega máli. Sjónarhornin eru oft frábær og tónlistin bætir þetta bara upp. T.d. atriðið þegar hann býr til snjóinn er svo sætt og hugljúft, og þar fangar tónlistin akkurat rétta stemningu.
Leikararnir eiga stórt hrós skilið fyrir þessa mynd. Tengslin milli persónanna og stemmningin sem myndast í þessari mynd er ótrúleg. Þessi heimur sem myndin á að gerast í er eins og bandarískt úthverfi í öfgakenndri mynd, og andstæðan við þar er svo kastalinn sem Edward bjó í. Algjörar andstæður eins og svo oft áður í myndum frá Burton, drungalegt og hlýtt, ljúft og grimmt og alsæll og hlédrægur.
En þó svo að Edward búi í þessum drungalega kastala hefur maður alltaf samúð með honum, því eina sem hann vill gera er að passa inní samfélagið.. og er það ekki það sem við öll viljum!

Little miss Shunshine(2006). Þegar ég horfði á þessa mynd fyrst hafði ég svo miklar væntingar til hennar. Hún hefði fengið frábæra dóma og allir voru að tala um hana. Ég horfði á hana í frekar fýldu skapi því mér var sagt að hún væri ótrúlega fyndin og sæt en þegar ég horfði á hana fannst mér hún ömurleg. Þetta var allavega það fyrsta sem mér datt í hug þegar hún kláraðist.
Eftir því sem leið á myndina fannst mér hún sorglegri og sorglegri, frændinn er þunglyndur, pabbinn er svikinn, bróðirinn missir af draumnum sínum, afinn er heróín sjúklingur og litla stelpan vinnur ekki keppnina! En svo horfði ég á hana í annað sinn og sá hversu gaman maður hafði af henni. Allir þessir hlutir skapa persónurnar sem eru í myndinni og gerir hana fyndna. Þessi óútreiknanlega mynd um þessa einstaklega óheppnu fjölskyldu fær mann til að hlæja og gráta á sama tíma. Hún er keyrð áfram á fáránlega góðum karakterum og ekkert atriði í myndinni er tilgangslaust. Hún er frekar súr og fjallar um ansi jarðbundna hluti en svo gerist eitthvað svo kjánalegt eins og að geyma afann í skottinu eða bara þegar pabbinn var almennt að tala þá getur maður ekkert annað en bara horft á með öðru auga, það er bara of vandræðalegt! Það er samt það sem gerir hana svo skemmtilega, að hún sé ekki með þennan tíbýska ameríska endi og svo eitt af því besta við þessa mynd er að hún nær einhvern veginn að forðast allar klisjur þó svo að söguþráðurinn er einfaldur.
Hin 7 ára gamla Olive(Abigail Breslin) fær að taka þátt í fegurðarsamkeppninni, Little Miss Sunshine, en til þess þarf slitrótta fjölskyldan hennar að koma sér saman og ferðast til Redondo Beach, CA. Þegar þeim loks tekst að komast á áfangastað verður myndin bara betri því þegar Olive stígur á svið er ekki annað hægt en að grenja úr hlátri.
Þessi ótúrlega fjölbreytti leikarahópur smellpassar saman í myndinni en stjarna myndarinnar er tvímannalaust, Abigail Breslin. Hún fer á kostum sem hin saklausa Olive.


Slumdog Millionaire (2008) þessi óskarverðlauna mynd fjallar um Indverjann Jamal sem tekur þátt í Viltu vinna miljón þættinum í Indlandi. Hann kemst í stólinn og kemur öllu á óvart með hversu langt hann kemst. Eftir nokkrar spurningar er þátturinn búinn og hlé er tekið. Hann er leiddur inn í yfirheyrslu herbergi þar sem hann er barinn og sakaður um svindl. Jamal fer að útskýra hvers vegna hann vissi svörin og maður er leiddur í gegnum ævi hans í fátækrahverfunum í Mumbai. Sagan sýnir mjög vel hversu ólíkur Vestræni heimurinn og hverfið í Mumbai. Hún fjallar líka um þennan strák sem tapar öllu, fjölskyldu, heimili og stelpunni sem gerir hana átakanlegt og svolítið óhugnanlega. Getur verið oft erfitt að sjá svona mikla fátækt og hversu erfitt krakkarnir hafa það þarna. Mér finnst hún mjög vel tekin og ná vel til manns, mjög raunverulegt.

Tónlistin í myndinni er hreint út sagt frábær og tók ég sérstaklega eftir því hversu mikið hún hefur að segja í þessari mynd. Endaatriðið er svo ekkert annað en snilld þar sem klassíska Bollywood senan kemur.

Rocky Horror Pictureshow. (1975) Þessi mynd er einstök. Myndin er frá 1975 um nýtrúlofað par sem er á leið sinni til gamals
kennara síns og lendir í óveðri. Þau staulast að einhverjum kastala þar sem enginn annar er Dr. Frank-N-Furter býr með þjónustufólki sínu. Þau lenda í miðri veislu þar sem fagnað er nýrri sköpun hans Rock Horror, fullkomna manninum sem hann bjó til. Góður söguþráður þar sem geimverur, transar og tónlist koma við sögu. Öll klikkunin á bak við karaterana og tónlistina er svo frábær og súr. Þetta show sem maður er kominn inní er engu líkt og ég get ekki annað en sungið með og hlegið.
Tim Curry er snilld í þessari mynd og á algjörlega senuna! Fáránlega fyndin fötin hans og stíllinn, hvernig hann gengur og bara talar. Leikarinn sem leikur Brad, Barry Bostwick, hef ég aldrei séð í annarri mynd en karakterinn er mjög góður, þessi stífa týpa sem kyssir ekki kærustuna og er lúmskt samkynhneigður en er forvitinn að vita hvað er að gerast í kastalanum, gefur eftir Doktornum og verður svalur í lokin. Verð samt að nefna innkomu Meatloaf sem er aðeins of nett! Eina var að hann hefði mátt lifa aðeins lengur.



Pulp Fiction. (1994
) Enda þetta svo á einni klassík sem örugglega á heima á flestum listum yfir topp 10 eða 100 myndir. Hún er bara of svöl.
Átti í raun erfitt með að velja á milli mynda Tarantino myndanna Reservoir Dogs, Kill Bill, Sin City eða þessa en ég held að þessi standi uppúr. Get líka sagt með sönnu að ég hlakka til að sjá Inglorious Bastards. En Pulp Fiction er vel skrifað handrit sem fléttar margar sögur, hver annarri betri, saman í eina. Tónlistin er bara til að undirstrikað kúlið þótt persónurnar segja nóg. Hún hittir alltaf svo vel á þegar senurnar eru að klárast eins og í síðasta diner atriðinu.Samtölin eru fáránlega töff og yfirveguð sem gerir þau fyndin á sama tíma. Atriðið með samtalinu áður en John Travolta og Samuel L. Jackson fara inní íbúðina í byrjuninni er mjögfyndið og svalt sérstaklega þegar maður veit hvað þeir eru að fara gera, atriðið inní íbúðinni með vitnunina í biblíuna, dansinn hjá Umu og John og svo þegar gaurinn er skotinn í bílnum.
Það getur varla klikkað að myndin verði epísk þegar leikararnir eru svona góðir, svo sakar ekki að hafa góðan leikstjóra!